Tölvumál - 01.07.1999, Síða 8
Linux
er annt um tiltekinn vélbúnað getur hinn
sami haldið reklinum við. Þeir sem hafa
uppfært tölvur sínar frá Windows 3.1 í 95
kannast við það að tiltekinn vélbúnaður er
ekki lengur studdur af framleiðandanum.
Framleiðendurnir eiga oft í vandræðum
vegna þessa því stuðningurinn við vélbún-
aðinn kostar þá pening. Jafnvel á markaði
Windowskerfa þar sem, ólfkt Unix, er stór
markaður, er kostnaðarsamt að styðja
gamlan vélbúnað. í heimi Linux er kostn-
aðurinn tími því ef einhver hefur ekki efni
á að endurnýja vélbúnaðinn er reklum
haldið við. Dæmi um þetta er 15 ára göm-
ul netspjöld sem væru nánast einskis virði.
Annað dæmi er stuðningur við IBM PS/2
sem nánast enginn styður lengur. Linux
styður við PS/2 því þær má fá fyrir nánast
ekkert og skólanemar eru stórhrifnar af
því.
Linus trónir efstur
Þróunarlíkanið er í stigveldi. Endurbætur
fara venjulega um hendurnar á fólki sem
hefur með tiltekinn hluta kjarnans að gera.
Stundum gerir það athugasemdir og kem-
ur með tillögur á móti um betrumbætur en
vísar sjaldan málum alfarið frá sér. Síðan
berast viðbæturnar upp tréð til þeirra sem
sjá um viðhaldið og fræðilega verður
kjarninn betri. Að endingu fer allt til Linus
Torvald, hver einasta breyting. Þegar
betrumbæturnar komast til hans eru þær
venjulega í mjög góðu lagi en hann vill
vera í þeirri stöðu að vera kunnugt um allt
sem fer í kjarnann svo hann hafi heildar-
sýn.
Síðasti og kannski veigamesti munurinn
milli Linux líkansins og flest önnur þróun-
arlíkön í NT og Unix að það er útfærslu-
leiðandi. Þetta virkar þannig að ef einhver
einn hefur lausn sem virkar en aðrir bara
hugmyndir um lausn, vinnur sá sem hefur
leyst málið. Þannig er gagnsemi mjög
leiðandi í Linux þróunarlíkaninu.
Breytingar í tímans rás
Eitt af því sem hefur gerst með Linux er
að það er mjög einingaskipt. Það er næst-
um alltaf hægt að breyta einstökum ein-
ingum án þess að það hafi áhrif á aðrar.
Dæmi væri að breyta rekli án þess að það
hafi áhrif á restina af kerfinu. Sama á við
breytingar á skráakerfi og samskiptaregl-
um sem hafa ekki áhrif á kjarnann. í flest-
um frjálsum hugbúnaðarverkefnum er allt
mjög einingaskipt en það kemur til vegna
viðhaldsins. Það er ekki nokkur leið að
viðhalda stóru verki um Internetið nema
að það sé mjög lítið um að einstakir þættir
séu háðir hvor öðrum. Ef þessu væri farið
á hinn veginn væri Linux alltaf í ólagi.
Með afmörkun í einingar getur fólk
breytir einstökum hlutum og það er mikil-
vægt fyrir þá sem eru að aðlaga Linux fyr-
ir tiltekna viðskiptavini. Því er auðvelt að
gera breytingar. Þannig að einingaskipt
uppbygging er mikilvæg fyrir alla; not-
endur, söluaðila og alla sem vilja breyta
Linux eða selja breyttar gerðir af Linux.
Þú ert hvattur til þess.
Linux kjarninn inniheldur sífellt fleiri
rekla. Samanborið við flest afbrigði Unix
hefur Linux mun breiðari stuðning. Þar til
fyrir skemmstu skipti þetta ekki máli. Ef
keypt er HP-UX væri það á HP tölvu og
styddi allan vélbúnaðinn í henni. Ef keypt
væri PC tölva og Solaris sett á hana myndi
stýrikerfið ekki styðja við fjöldan allan af
athyglisverðum kortum. Solaris styður til
dæmis ekki sjónvarpskort á x86 tölvu en
það gerir Linux. Það er því mikill og víð-
tækur stuðningur við margvíslegan búnað.
Linux er þó ekki neitt í lrkingu við
Windows 95 hvað þetta snertir en miðað
við það sem gengur og gerist í Unix er
staðan mjög góð.
Annað sem núna er að breytast er að
fjöldi rekla er núna skrifaður af söluaðil-
um. Fyrir tveimur árum var lítið af reklum
í kjarnanum en núna eru stórir aðilar farnir
að láta rekla í té. Framleiðendur búnaðar á
borð við 3Com og Intel eru farnir að láta
rekla í té því þeir vita að ef notendurnir
eru að kaupa búnað til notkunnar með
Linux fyrir stórfé munu þeir ekki sjálfir
skrifa reklana. A þann hátt eru stóru fram-
leiðendurnir að styðja við þróunina á Lin-
ux. Á hinn bóginn eru notendur að skrifa
rekla fyrir sinn eigin, en annars úreltan
búnað sem framleiðendurnir hirða ekki
lengur um. Þannig að þetta er að verða
meira blandað.
Samhliða þessu þarf að reyna að kenna
söluaðilum lögmál ókeypis hugbúnaðar.
Venja þeirra er að skrifa rekil frá grunni án
þess að skoða hugbúnað keppinautarins.
Og reklarnir eru þrautprófaðir áður en þeir
8
Tölvumál