Tölvumál - 01.07.1999, Qupperneq 10

Tölvumál - 01.07.1999, Qupperneq 10
Linux Hvað er Linux Marteinn Sverrrisson Linux er fjölverka, fjöl- notenda stýrikerfi með sýndarminni, netvænf, fjölbreytt Hvað er þetta Linux, sem allir eru að tala um? Linux er stýri- kerfiskjarni, sem ungur finni Lin- us Torvalds hóf að skrifa 1991. Linux er að flestu leyti líkt UNIX án þess að það noti kóða frá UNIX eða Minix stýrikerf- unum. Linux leitast við að fylgja POSIX stöðlum og er dreift með GNU GPL leyfi. Linux keyrir á tölvum af ýmsum gerðum, helstu eiginleikar þess eru að það er opið (Open Source), það er hraðvirkt og það er öruggt. Linux er fjölverka, fjölnotenda stýrikerfi með sýndarminni, netvænt, fjöl- breytt. I þessum pistli verður farið yfir að- draganda þess að Linux varð til og hvem- ig það tengist UNIX og GNU. Reyndar er rétt að tala um GNU/Linux stýrikerfið, því að Linux er kjarninn, sem GNU forritin keyra með. í upphafi var UNIX Það var árið 1969, sem nokkrir tölvunar- fræðingar á Bell Labs, þar á meðal Ken Thompson, fengu til umráða tölvu af gerð- inni PDP—7 og bjuggu til textavinnslu- kerfi og skráakerfi fyrir hana, sem síðar varð að UNIX stýrikerfinu. Nokkru síðar eða 1972 bjó Dennis Ritchie, einnig á Bell Labs, til forritunarmáli C út frá BCPL for- ritunarmálinu. 1973 skrifuðu þeirRitchie og Thompson UNIX kjarnann í C forritun- armálinu, en það var nýjung að skrifa stýri- kerfiskjarna í öðru máli en smalamáli. Um 1974 gátu háskólar fengið leyfi til að nota UNIX til kennslu og þekking á UNIX breiddist út. Síðan var farið að selja UNIX, það náði fljótt mikilli útbreiðslu og það var flutt á margar gerðir tölva frá ör- gjörvum til stórtölva og nú nota tugir þús- unda tölva UNIX stýrikerfið. Hvers vegna er UNIX svona útbreitt? í fyrsta lagi er það skrifað í C, það er tiltölu- lega auðvelt að flytja það á nýja gerð tölva, í öðru lagi er það kóðinn, sem hægt er að fá með viðeigandi leyfi og síðast en ekki síst er UNIX afbragðs stýrikerfi, hraðvirkt, ör- uggt og íjölbreytt. UNIX kjarninn er heild- stæður kjarni (e. monolithic kernel). Síðan kom GNU Það varð mönnum ljóst að ekki var hægt að fá stýrikerfi á tölvu, nema kaupa leyfi með skilmálum, sem takmörkuðu mjög frelsi manna til að skrifa hugbúnað og deila honum meðal annarra tölvunot- enda og einnig var illmögulegt, vegna ákvæða í notendaleyfum, að breyta hug- búnaðinum og aðlaga hann eigin þörfum. Þetta varð til þess að Richard Stallman stofnaði félagið Free Software Foundation árið 1984 og setti það markmið að skrifa UNIX samhæft stýrikerfi sem yrði 100% frjálst, GNU verkefnið, en GNU stendur fyrir „GNU’s Not Unix“. Hér þýðir frjáls (e. free) það að öllum er heimilt að dreifa, breyta og nota kóðann, en með þeim skil- yrðum þessir eiginleikar haldist áfram í nýju breyttu útgáfunni. Hugmyndin er að þannig þróist hugbúnaðurinn og allir sem nota hann geti lagt sitt af mörkum til að bæta hann. Það tók mörg hundruð forritara fleiri ár að þróa stýrikerfið, sumir voru í vinnu hjá FSF en aðrir unnu í sjálfboðavinnu. Þannig var ástatt um GNU verkefnið árið 1991 að búið var að skrifa flest forrit- in fyrir stýrikerfið en það vantaði kjarn- ann, HURD kjarninn var ennþá bara gufu- búnaður. Þess má geta að þá þegar var far- ið að nota GNU forritin á flestum UNIX tölvum, allir UNIX notendur þekkja gcc þýðandann og emacs. Einnig er hægt að fá GNU samhæfð forrit fyrir DOS. Á þessum árum urðu einnig til POSIX staðlar, sem skilgreindu kerfisköll fyrir UNIX stýrikerfi og hvernig kerfisforrit vinna, þeir voru settir til að auðvelda að skrifa hugbúnað sem vinnur á mismun- andi kerfum. Til verður Minix Árið 1988 bjó A. Tannenbaum til Minix stýrikerfið til að nota við kennslu, þetta gerði hann vegna takmarkana á notkun á UNIX kóðanum, sem var að l'inna í not- endaleyfum. Minix kjarninn er örkjarni (e. microkernel), sem keyrir á PC vélum en 10 Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.