Tölvumál - 01.07.1999, Side 15
Linux
Hvað varðar rekstrar-
öryggi er Linux í flokki
með öðrum UNIX
stýrikerfum með lág-
markstíðni endurræs-
inga vegna kerfisbil-
ana
Kostnaðarlega þá
geta fá stýrikerfi
keppt við Linux t. d. er
kostnaður við hugbún-
að við að koma upp
miðlara með Linux um
I % af kostnaði helsta
keppinaufar miðað
við sambærilegan
hugbúnað
er ekki einfalt mál því að enginn veit hver-
su mörg GNU/Linux kerfi hafa verið sett
upp. Þetta er vegna þess að það er öllum
frjálst að setja upp GNU/Linux stýrikerfið
á eins mörgum tölvum og þeim sýnist.
Sennilega eru Linux notendur í heiminum
í dag á annan tug milljóna.
Linux kerfi má finna víða t.d. á heimil-
um og í geimskutlum og allt þar á milli.
Linux er notað við vísindarannsóknir, net-
salar nota Linux. Linux er notað sem
skráamiðlari og prentmiðlari, vefmiðlari
og ftpmiðlari. Linux er notað til rauntíma-
stýringa (real time Linux). Linux hefur
verið notað við kvikmyndagerð (Titanic).
Þar sem þörf er á fjölhæfu, ódýru, öruggu
stýrikerfi þar má finna Linux. í heiðarleg-
um samanburði við önnur stýrikerfi hefur
Linux oft vinninginn hvað varðar vinnslu-
hraða og afköst.
Hvað varðar rekstraröryggi er Linux í
flokki með öðrum UNIX stýrikerfum með
lágmarkstíðni endurræsinga vegna kerfis-
bilana. Rekstrarkostnaður Linux miðlara
er yfirleitt lítill eða eins og einn skrifaði á
Usenet „Linux bara gengur og gengur, það
þarf ekki her manns á bakvakt með
píptæki til tryggja að kerfið haldist uppi.“
Vandamál vegna tölvuveira og slíks
ófögnuðar eru næsta óþekkt, vegna þess
að jafnvel þó notendur fengu slík kvikindi
inn á tölvukerfi sitt er stýrikerfið sjálft
ónæmt þar sem það er verndað, notendur
hafa einungis heimildir til að breyta skrám
á heimasvæðum sínum. Væntanleg veira
eða fjölvaveira keyrir með heimild við-
komandi notanda og getur því einungis átt
við skrár, sem hann á.
Annað atriði sem ég tel mikilvægt í
þessu sambandi er að GNU/Linux notend-
ur hafa ólíkan smekk og nota mismunandi
forrit t.d. póstforrit og ritla og mismun-
andi grafísk notendaviðmót. Því er óhægt
um vik að búa til tölvuveirur og dreifa
þeim með þeim hætti sem menn eiga að
venjast úr DOS/Windows umhverfi þar
sem allir nota sama grafíska notendavið-
mótið og flestir nota sömu forrit til þess-
ara hluta.
Kostnaðarlega þá geta fá stýrikerfi
keppt við Linux t.d. er kostnaður við hug-
búnað við að koma upp miðlara með Lin-
ux um 1% af kostnaði helsta keppinautar
miðað við sambærilegan hugbúnað. Vél-
búnaðarkostnaður er oft lægri vegna þess
að það er hægt að nota eldri tölvu, sem
hefur verið lagt til hliðar og spara sér kaup
á nýrri dýrri tölvu, sem þarf ef annar kost-
ur er valinn, allt án þess að það komi niður
á afköstum. Sumir nefna að einn Linux
miðlari geti komið í stað tveggja til
þriggja af annarri tegund.
GNU/Linux á Raunvísindastofnun
Á vinnustað mínum Raunvísindastofn-
un Háskólans, höfum við notað GNU/Lin-
ux frá árinu 1992 og nú notum við
GNU/Linux við almenna vinnu, sem X-
vinnustöð, sem X-miðlara, við texta-
vinnslu með og. Á Eðlisfræðistofu Raun-
vísindastofnunar notum Linux til að stýra
mælitækjum, vinnum úr mæligögnum,
meðal annars frá norræna sjónaukanum á
Kanaríeyjum. Einnig er Linux notað við
flókna tímafreka líkanreikninga í fræði-
legri eðlisfræði, um er að ræða reikninga
sem þurfa mikið reikniafl og stórt vinnslu-
minni (>100M), keyrslur taka oft um eina
viku, en það er hægt að vinna á tölvurnar
eins og venjulega á meðan á þessu stend-
ur. Líklega eru nú á milli 20 og 30 tölvur
með GNU/Linux á Raunvísindastofnun
flestar með Debian GNU/Linux, aðrar
með DLD og RedHat dreifingum.
Kosturinn við að nota GNU/Linux mið-
að við önnur kerfi er m.a. að notendur
þurfa ekki að vera kerfisstjórar á sínum
tölvum, kerfisstjórn er gerð gegnum net
og notendur geta ekki fiktað í uppsetningu
kerfisins. Einnig er kerfið mun ódýrara í
uppsetningu og rekstri en t.d.
DOS/Windows/NT og uppfærslur einfald-
ari. Venjan er að hafa Linux tölvur alltaf í
gangi allan ársins hring, en slökkva á skjá
þegar ekki er verið að vinna við hann. Þeir
sem eru ekki á skrifstofu sinni eða eru
staddir erlendis hafa alltaf öruggan að-
gang að tölvu sinni gegnum netið.
Marteinn Sverrisson er rafmagnsverkfræðingur
og starfar við Eðlisfræðistofu Raunvísindastofn-
unar Háskólans
Tölvumál
15