Tölvumál - 01.07.1999, Side 20

Tölvumál - 01.07.1999, Side 20
Netrekstur Vegna þess hversu öflugt verkfæri AAAPS- listinn er, er mjög lítið um að hann útiloki umferð Með því að nota einn eða fleiri af þessum listum er þannig hægt að koma sér upp mis- munandi stífum vörn- um gegn netkæfu MAPS (http://maps.vix.com) og er rekið af þekktum netgúru, Paul Vixie að nafni. Allar færslur í MAPS gagnagrunninn eru gerðar handvirkt og þurfa þeir sem lenda á þessum svarta lista Internetsins, því að hafa brotið nokkuð gróflega og ítrekað af sér til að lenda á listanum auk þess að hunsa beiðnir um að færa sig til betri veg- ar. Þannig geta þeir sem vilja ekkert með þannig skúrka hafa, einangrað sig frá þeim með því að notast við MAPS-listann sem þýðir í raun að búið er til einskonar svart- hol í Netið sem öll netumferð viðkomandi lendir í! Ef viðkomandi bætir sig er hann tekinn út af listanum og hverfur þá svart- holið hjá öllum áskrifendum listans um leið. - Svona listi er því gjarna nefndur Realtime Blackhole List eða RBL. Vegna þess hversu öflugt verkfæri MAPS-listinn er, er mjög lítið um að hann útiloki umferð. Þeir sem lenda á honum, fara yfirleitt strax út aftur (með breytta notendaskilmála) eða hætta hreinlega rekstri ella. Nýrri RBL listar hafa verið að koma fram í dagsljósið og ber öllu meira á þeim. Þekktastir þeirra eru ORBS (http://www.orbs.org) og IMRSS (http://www.imrss.org) listarnir. ORBS listinn vinnur þannig að hver sem er getur skráð í hann póstmiðlara sem grunaður er um að hleypa netkæfu þriðja aðila í gegn um sig og sendir skráningarkerfið þá prufuskeyti um viðkomandi miðlara. Ef skeytið skilar sér í gegn er miðlarinn op- inn og hann fer inn á listann, auk þess sem umsjónarmanni (postmaster) viðkomandi léns er send aðvörun um skráninguna. Eft- ir að búið er að loka fyrir áframsendingar í viðkomandi póstmiðlara, er hægt að taka hann út af listanum með því að fylla út form í skráningarkerfinu og fer þá við- komandi strax út af listanum. Hinsvegar er þá aftur sent prufuskeyti og ef það kemst í gegn getur verið erfiðara að afskrá póst- miðlarann á ný. IMRSS listinn vinnur hinsvegar svipað og vefleitarvél að því leyti að hann leitar skipulega að opnum póstmiðlurum og skráir þá sjálfvirkt. Þeir fara síðan ekki af listanum fyrr en þeir hafa hafnað áframsendingu prufuskeytis. Með því að nota einn eða fleiri af þess- um listum er þannig hægt að koma sér upp mismunandi stífum vörnum gegn netkæfu. Öflugasta vörnin er MAPS-listinn og IM- RSS-listinn saman en IMRSS-listinn veld- ur hinsvegar því að miklum fjölda póst- þjóna er neitað um sambönd, jafnvel án þess að nokkurn tíma hafi komið frá þeim kæfa. Þessir póstþjónar hafa það eitt á móti sér að vera rangt stilltir, þ.e. hver sem er í heiminum gelur notað þá og etv. einungis tímaspursmál hvenær næsti net- kæfuþrjótur notar þá. Hins vegar má telja nokkuð öruggt að póstmiðlari, sem er skráður í ORBS-list- ann, hafi verið misnotaður og er sjálfsagt að nota þennan lista til að hindra móttöku á pósti frá póstmiðlurum sem hafa þannig verið misnotaðir, því að á meðan þeir eru ekki lagfærðir er nokkuð öruggt að mis- notkunin kemur til með að endurtaka sig. A heimasíðum þessarra lista eru ítarlegar leiðbeiningar um hvernig hægt er að hag- nýta sér þá og verður ekki farið nánar í það hér en jafnframt er bent á að hægt er að nýta sér þá vernd sem þessir listar veita með því að fá netþjónustuaðila sinn til að setja vörnina upp hjá sér. Við hjá Snerpu höfum notað MAPS listann frá upphafi starfrækslu netþjónustu okkar og ORBS listann frá því hann var settur upp á miðju síðasta ári og sú reynsla sem við höfum af þessum listum er mjög góð. Netkæfa er innan við 10% af því sem hún væri ella og þeir sem lenda inni á ORBS-listanum fyrir slysni (rangt stillta póstþjóna) eru í nær öllum tilfellum ein- ungis þar í þann stutta tíma sem tekur að lagfæra viðkomandi póstþjón. Við hvetj- um því hiklaust þá sem telja sig verða fyr- ir ónæði af netkæfu að nota þessa lista. Björn Daviðsson er kerfisstjóri í Internetþjónustu Snerpu á Isafirði 20 lölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.