Tölvumál - 01.07.1999, Qupperneq 24
2000 vandinn
Tryggingarfélög jafnt
hérlendis sem í ná-
grannalöndum hafa
almennt lýst því yfir
að rekstrartryggingar
fyrirtækja nái ekki til
tjóna sam kunna að
hljótast af 2000 van-
hæfni
Rétt er fyrir fyrirtæki
að yfirfara alla samn-
inga við seljendur og
þjónustuaðila
Ljóst er að réttarstað-
an getur verið mjög
óljós um hver beri
ábyrgð á 2000 tjóni
eða kostnaði
I öðru lagi getur verið
að réttur verði talinn
fallinn niður fyrir tóm-
læti eða fyrningu
um er í slíkum tilvikum greitt aukalega
fyrir þjónustuna, án þess að um það hafi
verið samið, mætti gera fyrirvara í greiðsl-
unni um að ekki felist í henni nein viður-
kenning á ábyrgðarleysi þeirra vegna
hugsanlegs tjóns. Þá þarf að fara yfir
tölvusamskipti við samstarfsaðila til skoð-
unar á því hvort þeirra kerfi geti smitað út
frá sér.
Ljóst er að réttarstaðan getur verið
mjög óljós um hver beri ábyrgð á 2000
tjóni eða kostnaði við að fyrirbyggja slíkt
tjón. Þótt mikið hafi verið rætt um ábyrgð
seljenda hér, þá ber að taka fram að einnig
getur hvílt rík skylda á kaupendum. Það er
t.d. almennt talið að þegar um verslunar-
kaup er að ræða, þ.e. í viðskiptum milli
rekstraraðila, þá hvíli rík skoðunarskylda
á kaupanda og réttur glatist fyrr vegna
tómlætis, en þegar einstaklingur kaupir
vöru. Rökin á bak við þá reglu eru þau að
um jafnsetta aðila sé að ræða og hraði við-
skiptalífsins krefjist þess að seljendur geti
ekki átt von á bakkröfu löngu eftir að sala
átti sér stað. I þessu sambandi getur skipt
máli hvort kaupandi er stórt fyrirtæki með
sérþekkingu á tölvubúnaði eða um er að
ræða minni rekstur sem ekki hefur yfir
neinni slíkri sérþekkingu að ráða. Þá hafa
danskir fræðimenn talið að ef hægt er að
aðlaga búnað með lítilli fyrirhöfn, t.d. með
því að hlaða inn ákveðnu forriti af inter-
netinu, standi líkur til að seljanda verði
ekki gert að sæta neinni ábyrgð eða kostn-
aði.
Þó að sumum finnist kannski sem það
sem hér hefur verið ritað bendi til þess að
best sé einfaldlega að spara fyrirtækinu
kostnað og bíða fram yfir aldamót með
aðgerðir í tölvumálum, þá verður að telja
slíka afstöðu mjög vafasama. I fyrsta lagi
getur réttarstaðan oft verið mjög óljós og
engin leið að spá hver standi uppi sem sig-
urvegari í hugsanlegu dómsmáli í framtíð-
inni. í öðru lagi getur verið að réttur verði
talinn fallinn niður fyrir tómlæti eða fyrn-
ingu. Loks er það íslensku atvinnulífi í
hag að viðskiptaaðilar finni leiðir til að
leysa deilur sínar innbyrðis með skjótum
hætti, í stað þess að þurfa að eyða miklum
tíma og peningum í langvinn málaferli.
Því er rétt að hvetja alla stjórnendur til að
láta yfirfara þessi mál vel innan síns fyrir-
tækis strax á þessu ári og ráða bót á, ef
vafi er um 2000 hæfni. í þeim deilumálum
sem upp kunna að koma nú eða eftir næstu
áramót er rétt að hvetja aðila til að leita
allra leiða til að ná sáttum sín á milli áður
en leitað er til dómstóla. Þar má benda á
að það verður sífellt vinsælla í Bandaríkj-
unum að deiluaðilar sameinist um einn
lögmann, sem eins konar gerðarmann til
að apstoða við lausn deilumála. Oft hefur
það leitt til skjótrar lausnar með margfalt
minni kostnaði en annars hefði orðið.
Cuðjón Rúnarsson hdl.
er aðstoðarframkvæmdastjóri
Verslunarráðs Islands
24
Tölvumál