Tölvumál - 01.07.1999, Page 29

Tölvumál - 01.07.1999, Page 29
Tungutækni Islenskan er utan- garðsmál. Pví verður ekki breytt nema Is- lendingar móti sér stefnu til að koma málinu að í ráðandi tungutækni í fjórða lagi er og verður tungutækni notuð í farartækjum. Nú þegar er dýrustu fólksbílar búnir ýmiskonar tungutækni, s.s. lalskipanir fyrir síma og útvarp, auk þess sem tilkynnt er um ýmist ástand með tali. Talkennsl er upplögð leið til að trygg- ja að farartæki þjóni aðeins eigendum sín- um og í viðunandi ástandi, þ.e minnkar lrkur á þjófnaði og ölvunarakstri. Utangarðsmál Ljóst er hvað verður um tungumál sem ekki fá viðeigandi og nauðsynlegan stuðn- ing í tungutækni. Þau verða ósýnileg fyrir vélræna vinnslu og upplýsingar vistaðar með þeim verða ekki aðgengilegar nein- um, nema talendum málsins. Þau verða ekki nothæf í upplýsingavinnslu og fjar- skiptaþjónustu. Rafeindatæki og farartæki munu ekki þýðast þau né tala. Þessi tungumál verða ekki einu sinni nothæf í daglegu lífi talenda þeirra og munu ekki eiga friðhelgi innan veggja heimilanna, þar sem samskipti við sjónvarp, síma og annan búnað verður á öðru tungumáli. Ör- lög utangarðsmála við tungutækni er því ljós. Þau daga uppi og deyja. Hvað með lítil málsvæði? Vandi málsvæða eins og íslenskunnar er smæðin. Þróun tungutækni er drifin af gróðravon og því munu markaðsöfl ekki sinna slíkum málsvæðum. Óhætt er að skilgreina málsvæði sem lítið ef markaðöfl hafa ekki áhuga á því. Það þýðir að lítil málsvæði verða utan- garðs við tungutækni, nema talendur þeirra kjósi að ákveða annað og berjist fyrir máli sínu. íslenskan er utangarðsmál. Því verður ekki breytt nema íslendingar móti sér stefnu til að koma málinu að í ráðandi tungutækni. Tryggja þarf fjármuni af sömu stærðargráðu og menn eru vanir í vega- og gangnagerð í landinu. Byggja þarf upp málgrunna fyrir íslensku og vinna að málinu í samstarfi við eigendur ráðandi tungutækni á hverjum tíma. Kjósi íslendingar að berjast fyrir máli sínu er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að það er verkefni sem líkur aldrei - fyrr en við ósigur. Heiðar Jón Hannesson er eðlisfræðingur. Hann starfar hjá Vika - íslenskri tungutækni ehf. heidar@iceland. cc www.iceland.ee Tölvumál 29

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.