Tölvumál - 01.07.1999, Side 31
Tungutækni
Islendingar hafa hing-
að til greitt fyrir sína
íslensku
Nýr iðnaður í tungu-
tækni
Þróunarmiðstöð í
tungutækni
styrkja sameiginlegan grunn tungutækn-
innar og söfnun hráefnis fyrir tungu-
tæknitólin og að hvetja fyrirtæki til að
þróa tólin, meðal annars með því að nýta
hráefnissafnið.
Á þennan hátt gæti skapast nýr iðnaður
í tungutækni og sá sem þegar er fyrir
hendi mundi styrkjast. Með þessu er átt
við ýmsan iðnað tengdan útgáfu og með-
ferð tungumálsins, svo sem útgáfu á orða-
bókurn og orðasöfnum, hugbúnað til leið-
réttinga á stafsetningu og málfari, ýmis
hjálpaxforrit við textasmíð, talgervla og
hljóðtól. Vænta má, og ýta ætti undir, að
slíkur iðnaður á íslandi mundi nýta þekk-
ingu sína og færni til þess að sækja inn á
erlenda markaði, en þar munu vafalaust
bjóðast ýmis tækifæri á næstu árum og
áratugum. Þetta gæti orðið viðbót við
þann öfluga hugbúnaðariðnað
sem nú er hér á landi.
Átak í íslenskri tungutækni
Nefndin leggur því til að
stjórnvöld beiti sér fyrir átaki
á fjórum sviðum til eflingar
íslenskri tungutækni:
1. Byggð verði upp sameigin-
leg gagnasöfn, málsöfn,
sem geti nýst fyrirtækjum
sem hráefni í afurðir.
2. Fé verði veitt til að styrkja hagnýtar
rannsóknir á sviði tungutækni.
3. Fyrirtæki verði styrkt til þess að þróa
afurðir tungutækni.
4. Menntun á sviði tungutækni og málvís-
inda verði efld.
f þessu felst að komið verði upp þróun-
armiðstöð í tungutækni sem verði falið að
vinna með útgefendum og öðrum við að
koma upp þeim grunnsöfnum tungumáls-
ins sem þarf. Nauðsynlegt er að auk ríkis-
valdsins standi hagsmunaaðilar eins og
tölvufyrirtæki, útgefendur, þýðendur og
aðrir að þióunarmiðstöðinni.
í öðru lagi leggur nefndin til að fé verði
lagt í rannsóknasjóð sem styrki rannsóknir
og þróun á sviði tungutækni. Þar gæti
hvort sem er verið um að ræða sérstakan
sjóð, eða sjóðir Rannsóknarráðs íslands
yrðu styrktir með fé eyrnamerktu til þessa
iðnaðar. Sjóðurinn verði tvískiptur eins og
Rannsóknasjóður Rannsóknarráðs er nú,
og veiti annars vegar fé til hagnýtra
grunnrannsókna, sem gagnist iðnaðinum
til lengri tíma litið, og hins vegar til þró-
unarverkefna fyrirtækja, einkum til þess
að smíða tungutól.
Nauðsynlegt er að fjárstuðningurinn
geti nýst sem mótframlag á móti styrkjum
frá Evrópusambandinu þar sem í Evrópu
er ein helsta uppspretta þekkingar á svið-
inu og verkefni fimmtu rammaáætlunar
Evrópusambandsins gætu skipt miklu fyrir
þróunina hér á landi, bæði hvað varðar
sambönd og fé.
Þá telur nefndin nauðsynlegt að mennt-
un á þessu sviði verði efld og leggur til að
komið verði upp stuttu hagnýtu námi í
máltækni og meistaranámi í tungutækni.
Lagt er til að átakið standi í a.m.k. fjög-
ur ár og heildarkostnaður á ári yrði:
Þetta kann að þykja allmikið fé og er
það vissulega, en mat neíndarinnar er að
áætlunin sé mjög hófleg og raunhæf og sé
mikið úr henni dregið muni hún ekki ná
tilætluðum árangii. Það hefur sem sagt
ekki verið gert ráð fyrir órökstuddum nið-
urskurði í þessari áætlun.
Stefna ber að því að verkefnið sé tíma-
bundið og starfsemin verði sjálfbær á
fimm til tíu árum.
Forgangsverkefni
í skýrslu sinni bendir nefndin á að það er
mikið verkefni að gera íslensku gjald-
genga á öllum sviðum, við allar aðstæður.
Því verður að forgangsraða verkefnum og
leggja megináherslu á þá þætti sem varða
daglegt líf og starf alls almennings, eða
munu gera það á næstu árum. Nefndin
leggur til að á næstu fimm árum verði
lögð áhersla á eftirtalin verkefni:
1. Helstu tölvufon it á almennum markaði
verði á íslensku (Windows, Word,
Þróunarmiðstöð 25 til 50MKR
Rannsókna- og þróunarsjóður 150MKR
Sérstakur styrkur til stærri
alþjóðlegra verkefna 30MKR
Stutt hagnýtt nám í máltækni 10MKR
Meistaranám í máltölvun 10MKR
Alls 225 til 250 MKR á ári
TölvumáS
31