Tölvumál - 01.07.1999, Page 37

Tölvumál - 01.07.1999, Page 37
Tölvufjarskipti Sameining símstöðva- og gagnateng- inga Hér eru tvær leigulínur sameinaðar í eina. Svokallað fjölþjónustubox (e. Multiservice Access Concentrator) geta fléttað saman á eina línu gögn og tal. Þessi búnaður getur gjarnan nýtt vannýttar tal- rásir fyrir gagnasendingar og auk þess þjappað tali. Gjarnan byggir þessi búnaður á ATM tækni og getur tengst hvort heldur er venjulegri leigulínu, Frame Relay sam- bandi eða háhraða ATM ljósleiðaratengi. Flugleiðir hafa prófað búnað frá einurn framleiðanda með góðum árangri. Með notkun þessarar tækni sparast 5 línur í of- angreindu dæmi sem getur borgað búnað- inn upp á örfáum misserum. Hér eru þó enn 5 aðgangspunktar inn í tölvumiðstöð ásamt Internettengingu. Rétt er að geta þess að búnaður sem þessi er að slíta barnsskónum á þessu ári. Tenging við fjölþjónustunet fjarskipta- fyrirtækis með allar þjónustur Fjarskiptafyrirtæki sem bjóða fjarskipti yfir ATM fjölþjónustunet gætu boðið bæði tengingu við almenna símkerfið (PSTN) og gagnasamskipti yfir einn og sama tengipunktinn. Þannig gæti einn aðgangs- punktur í tölvumiðstöð annað öllum fjar- skiptum fyrirtækisins í dæminu sem hér hefur verið nefnt. Hagræðið er augljóst og sveigjanleikinn er hér mestur. Æski fyrir- tækið breyttrar llutningsgetu á útibú er það einföld skilgreining af hálfu fjar- skiptafélagsins. Engin þörf á að fara á báða staði og skipta um mótald. Þetta er tvímælalaust sú útfærsla sem er best í dæmunum sem nefnd hafa verið og ætti að vera á stefnuskrá stærri fyrirtækja. Orn Orrason er verkfræðingur og slarfar hjá Flugleiðum við fjarskiptamál Tölvumál 37

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.