Tölvumál - 01.07.1999, Qupperneq 38

Tölvumál - 01.07.1999, Qupperneq 38
Gamansagan 2000 kvíðinn Um miðjan og seinnihluta tíunda áratugarins var uppi COBOL for- ritari nokkur. Við skulum nefna hann Sigga. Eftir að litið hafði verið á hann um langan tíma sem tæknilegt við- undur af öllum þeim sem forrituðu fyrir UNIX, biðlara og miðlara og þá sem hönnuðu vefsetur var Siggi loks farinn að fá uppreisn æru. Hann hafði fengið starf sem ráðgjafi sem sérhæfði sig í 2000 vandanum. Hann vann að skammtíma- verkefnum fyrir mikilsmetin fyrirtæki og ferðaðist um allan heim við hin ýmsu verkefni. Hann vann 70, 80 og allt að 90 stundir á viku en fannst þetta þess virði. Siggi var farinn að láta á sjá eftir margra ára sleitulausa vinnu að þessu verkefni. Hann átti erfitt með svefn og var farinn að kvíða 2000 vandanum í draum- um sínum. Þetta var svo langt gengið að viðbrögð Sigga urðu ofbeldisfull ef minnst var á ártalið 2000. Hann hlaut að hafa fengið einhverskonar áfall því það eina sem komst að hjá honum var hvernig hann gæti forðast árið 2000 og það sem því fylgdi. Siggi ákvað að hafa samband við fyrir- tæki sem sérhæfði sig í frystingu manna. Hann samdi um að hann yrði frystur þang- að til 15. mars árið 2000. Þetta var afskap- lega dýrt en alveg sjálfvirkt. Hann var mjög kátur. Það næsta sem hann myndi vita væri að hann myndi vakna árið 2000, að lokinni nýársgleðinni og vandræðum með tölvurnar og eftir að hlaupársdagur væri liðinn. Engin vandamál, og hann gæti bara lifað lífinu á eðlilegan hátt. Hann var settur í kælinn, tæknimennirn- ir stilltu á daginn sem átti að vekja hann, hann fékk sprautur til að hægja hjartslátt- inn í lágmark og það var allt og sumt. Það næsta sem Siggi vissi var að hann sá risa- stórt, mjög nýtískulegt herbergi sem var fullt af mjög æstu fólki. Allir hrópuðu „ég trúi þessu ekki“ og „þetta er kraftaverk“ og „hann er lifandi". Þarna voru mynda- vélar, sem voru ólíkar þeim sem hann hafði séð áður, og tæki sem litu út eins og þau væru úr vísindaskáldsögu. Maður sem greinilega var einhverskon- ar talsmaður fyrir hópinn steig fram. Siggi gat ekki hamið ákafa sinn. „Er þetta lið- ið?“ spurði hann. „Er árið 2000 þegar komið? Eru veislurnar og vandamálin og hættuástandið um garð gengið?" Talsmaðurinn útskýrði að það hefði komið upp vandamál með forritunina á kælitæki Sigga því það hefði ekki verið 2000 samhæft. Það höfðu satt að segja lið- ið átta þúsund ár og það væri því ekki árið 2000. Talsmaðurinn sagði Sigga að verða þó ekki æstur því að afar mikilvægur mað- ur vildi ræða við hann. Skyndilega birtist mynd sem þakti vegginn og þar var kominn maður sem var afskaplega líkur Bill Gates. Þetta var for- sætisráðherrajarðarinnar. Hann sagði Sigga að verða ekki órór. Þetta væri dá- samlegur tími til að vera uppi. Það væri friður um allan heim og enginn sylti. Geimferðaáætlunin hefði aftur verið sett í gang og það væru nýlendur bæði á Tungl- inu og á Mars. Tæknin væri komin á það stig að allir hefðu sýndarveruleika til að leyfa þeim að ná sambandi við hvern sem væri um allan heim eða til að horfa á afþr- eyingu eða hlusta á alla tónlist sem hefði verið hljóðrituð. „Þetta virðist frábært“ sagði Siggi, „en hvers vegna eru allir svona áhugasamir um mig?“ „Já“, sagði forsætisráðherrann. „Þannig er að árið 10000 er um það bil að skella á og það kemur fram í gögnunum okkar að þú kannt COBOL“. 38 Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.