Tölvumál - 01.05.2000, Qupperneq 10

Tölvumál - 01.05.2000, Qupperneq 10
Þriðja kynslóðin Um þriðju kynslóð persónubundinna þróðlausra f jarskipta Sigfús Björnsson Auk þess að vera rásatengd farsíma- kerfi eins og GS/V1, felst einnig í 3G pakkatengt tölvunet sem veitt getur for- gangsraða margmiðlunarþjónustu Af lauslegri lýsingu frá kunningja úr garði annars þessara evrópsku fyrirtækja er um tæki að ræða sem er ámóta og vasatölva með litskjá, lítið minni en póstkort að stærð Hvað er 3. kynslóðin? Með 3. kyn- slóðinni eða 3G er átt við ný þráð- laus fjarskiptakerfi, sem vænta má að skjóti upp kollinum á næstu 2 til 3 árum. í Evrópu er samkomulag um að þau verði tilbúin á árinu 2002. Það er vitnað til þeirra sem 3G til aðgreiningar frá farsíma- kerfunum sem við búum við í dag, eins og GSM, sem nefnast af 2. kynslóð eða 2G. Við samanburð benda talsmenn 3G oft á að 3G-kerfin verði annað og meira en far- sími. Auk þess að vera rásatengd farsíma- kerfr eins og GSM, felst einnig í 3G pakkatengt tölvunet sem veitt getur for- gangsraða margmiðlunarþjónustu. 3G- kerfin verða svæðisskipt radíókerfi eða sellukerfi í líkingu við farsímakerfin í dag og álykta má að það liggi því farsímafé- lögunum nærri að byggja þau upp og reka. Tæknilega séð munu þau vera í stakk búin til að miðla tali, tónum og mynd (vídeó). En til að svo megi verða, verður að bjóða þjónustu í samræmi við það. Og hver verður þessi nýja þjónusta og í hönd- um hverra? Um það ríkir óvissa. í nágrannalöndunum er úthlutun rekstr- arleyfa fyrir þessi kerfi í þann veginn að fara í gang og áhugi fyrir þeim virðist mikill. Málið er því mjög til umræðu í heimi símafjarskipta, tölvuneta og veit- enda upplýsinga- og afþreyingarefnis. Tilefni þessarar greinar er erindi sem ég hélt fyrir ári síðan eða svo á almennum fundi hjá Skýrslutæknifélaginu undir sama heiti. Tími vannst þá ekki til að láta því fylgja mikið prentað efni og er ég að efna loforð um að bæta það upp. Á sviði sem er á eins mikilli hreyfingu og þetta er eitt ár langur tími og mikið hefur breyst. Eg styðst eitthvað við myndefnið mitt frá þeim tíma, en tel að öðru leyti ástæðu til að fjalla um það sem gerst hefur síðan. Ég ætla að hafa að leiðarljósi tíðræddustu spurningarnar sem ég heyri um þessar mundir: Hvenær og í hvaða mynd verður þessi nýja tækni? Hvaða framfarir felast í henni sem réttlætir kostnaðinn við að fara út í þetta nú? Hvenær og í hvaða mynd verður þessi tækni? Hversu hratt færist 3. kynslóðin yfir? Japanir eru í þann veginn að taka 3. kyn- slóðina í notkun. Þeim liggur mikið á því að allt tíðnisvið sem heimilað er fyrir 2. kynslóðina er orðið fullt hjá þeim. Japanir hafa nú valið þrjú fyrirtæki til að annast framleiðslu og afgreiðslu notendabúnaðar fyrir sig í fyrstu lotu og eru tvö af þeim evrópsk. Forvitni hefur ríkt varðandi það sem muni felast í fyrstu útgáfu notenda- búnaðar 3. kynslóðarinnar. Af lauslegri lýsingu frá kunningja úr garði annars þessara evrópsku fyrirtækja er um tæki að ræða sem er ámóta og vasatölva með lit- skjá, lítið minni en póstkort að stærð. Það mun geta tekið við og sent að 384 kb/sek. Þessir evrópsku framleiðendur eru einnig leiðandi í þróun grunnkerfisins og segja þessar upplýsingar töluvert um hversu langt iðnaðurinn hefur náð í að uppfylla kröfur 3. kynslóðar staðalsins. 3G-staðall- inn gerir ráð fyrir allt að 2Mb/sek í kyrr- stöðu. Að sögn fæst enginn framleiðenda enn við þau hámarksafköst. Árið 2002 er nefnt sem fæðingarár 3. kynslóðarinnar í Evrópu en þá hefur iðnaðurinn komið sér saman um að bún- aður verði tilbúinn fyrir evrópskan mark- að. Þó að iðnaðurinn hafi unnið að þróun þessarar tækni í góðan áratug er beðið með að ganga frá stöðlum fram á síðustu stund, ekki síst varðandi notendabúnað. Staðlamir fjalla m.a. um samræmingu sem verður að vera á milli vöm mismunandi aðila svo að hún geti unnið saman. Grannur radíóhlutans og aðgangskerfis- ins var samþykktur að fmmkvæði iðnaðar- ins í Evrópu í byrjun s.l. árs, eftir nokkuð söguleg átök um stefnur. Það sem varð ofan á var radíókerfi óskylt því sem byggt var á í 2. kynslóðinni og sumum fannst að 10 Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.