Tölvumál - 01.05.2000, Síða 30

Tölvumál - 01.05.2000, Síða 30
Þráðlaus þróun Annað hvort þarf að hanna kerfin frá grunni með þráðlaus- ar tengingar i huga eða að fá samskipta- hugbúnað sem ræður við þennan mun og brúar þráðlausa bilið FoneStar og MarStar eiga það sammerkt að megin virðisauki með notkun þeirra er aukinn áreiðanleiki og 5-6 sinnum hrað- ari aðgangur að tölvupósti yfir þráð- lausar tengingar en ella Næsta stóra skrefið í þessari þróun er sam- runi tölvutækninnar og símtækninnar þráðlausar tengingar í huga eða að fá sam- skiptahugbúnað sem ræður við þennan mun og brúar þráðlausa bilið. Það er einmitt á þessu „þráðlausa bili“ sem Net- verk starfar. Framleiðsluvörur Netverks I dag hefur fyrirtækið 3 framleiðslulínur, MarStar fyrir gervihnattamarkaðinn, FoneStar fyrir farsímamarkaðinn og WapStar fyrir WAP markaðinn. FoneStar og MarStar eiga það sammerkt að megin virðisauki með notkun þeirra er aukinn áreiðanleiki og 5-6 sinnum hraðari að- gangur að tölvupósti yfir þráðlausar teng- ingar en ella. Með WapStar er hægt að nálgast og meðhöndla tölvupóst með vefsíma, en tölvupóstur er langmest not- aða þjónustan á Netinu í dag. Netverk er í dag í vaxandi hópi fyrir- tækja á íslandi sem framleiða og selja vör- ur sínar á erlendan markað. Fyrirtækið framleiðir tæknilegan hugbúnað en ekki viðskiptahugbúnað. Fljá fyrirtækinu gefst því starfsmönnum sem áhuga hafa á tæknilegum viðfangsefnum tækifæri á að láta ljós sitt skína í umhverfí sem lagað er að kröfum alþjóðlegra viðskiptavina og í alþjóðlegrar samkeppni. Markaðurinn fyrir þráðlausar gagna- sendingar Tölvu- og fjarskiptamarkaðurinn mun gjörbreytast á næstu 3-5 árum. Útbreiðsla Netsins og það hlutverk sem það nú þegar spilar í lífi milljóna manna, auk alheims- aðgengi GSM þjónustu, sýnir okkur að tæknibreytingar geta valdið grundvallar- breytingum. Samruni Netsins og farsíma- kerfanna er í burðarliðnum og á eftir að verða algjör á næstu árum. Símamir sjálfir eiga eftir að breytast í litlar fartölvur og drifkrafturinn í starfsemi símafélaganna á eftir að verða gagnaflutningar - ekki sím- töl. Ýmsar markaðskannanir hafa verið gerðar og eiga þær það allar sammerkt að spáð er miklum vexti á þessu sviði. Til dæmis er því spáð að „GSM símar“ verði þrisvar sinnum fleiri en PC tölvur eftir örfá ár. Þetta er athyglivert fyrir þær sakir að símarnir verða engir venjulegir „GSM símar“ heldur Nettengdar handtölvur, sem líklega verður einnig hægt að nota fyrir símtöl. Það tímabil, þar sem tölvuumhverfi not- enda er meira og minna samhæft í Windows, er að renna sitt skeið á enda hjá flestum notendum Netsins. Ekki svo að skilja að Windows sé endilega á undan- haldi. Við tekur umhverfi þar sem gögn og þjónustur verða vistuð á Netinu og að- gengi að þessum þjónustum verður með ýmiss konar þráðlausum tækjum. Sem dæmi má nefna að hægt er að nálgast þjónustu á Intemetinu með venjulegum GSM síma, vefsíma, PALM lófatölvu, Psion handtölvu, venjulegum kjöltutölv- um og PC tölvum. Þessi flóra er mun fjöl- breyttari í dag og á eftir að verða miklu fjölbreyttari á næstu missemm. Það er ljóst að ekkert lát er á framþróun upplýsingartækninnar og Netsins. Næsta stóra skrefið í þessari þróun er samruni tölvutækninnar og símtækninnar. Þessi þróun mun hafa veruleg áhrif á daglegt líf okkar allra og markar upphafið að alls kyns nýrri þjónustu sem fjarskiptafyrir- tæki geta boðið upp á. Þessi þróun er þeg- ar hafín og hafa Netið og GSM símarnir að nokkru mtt brautina og breytt notkun- inni úr tæknigöldrum í nútímalegan lífs- stíl. Maður getur til dæmis séð fyrir sér not- anda sem kemur í ókunna borg. Síminn hans „veit“ hvar hann er, því í UMTS sím- um mun verða staðsetningarkerfí og mun notandinn geta kallað fram upplýsingar um nánasta umhverfi sitt, hvar þá þjónustu er að finna sem hann leitar að, upplýsingar um almenningssamgöngur og kort af sínu nánasta umhverfi. Þegar hann hringir síð- an á veitingastað í nágrenninu til að panta borð, getur þjónninn sýnt honum hvernig umhorfs er inni á staðnum þá stundina og sent honum matseðil. Að lokum gerir höfundur það að tillögu sinni að fundið verði nýtt nafn á fyrirbær- ið GPRS eða UMTS síma. Með samruna Intemetsins, símtækninnar og tölvutækn- innar er tæpast hægt að kalla fyrirbærið einungis síma eða tölvu eða vef-vafrara því það er það allt í senn. Hrafnkell V. Gíslason er framkvæmdastjóri hugbúnaðar og þjónustusviðs Netverks. 30 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.