Tölvumál - 01.05.2000, Blaðsíða 3

Tölvumál - 01.05.2000, Blaðsíða 3
Tímarit Skýrslutæknifélags íslands • E • F • N • 1 • Uppgjör 2000 vandans FIaukur Ingibergsson Um þriðju kynslóð persónubundinna þráðlausra fjarskipta Sigfús Björnsson 10 GPRS og upplýsingabyltingin JÓAKIM REYNISSON 24 Að brúa þráðlausa bilið FIrafnkell V. GIslason 29 Upplýsingasamfélagið á Bifröst Runólfur Ágústsson, Ninir Elmo 31 Nethnöttur Tæknivals: upplýsingabyltingin til sjófarenda Bergsteinn FIjörleifsson 33 Þróun fjarskiptatækni og fjarskipta- þjónustu ÖRN ORRASON 35 Af CeBIT 2000 Einar Fl. Reynis 38 .EU - Nýtt svæði fyrir EES á Internetinu Þorgeir Sigurðsson 43 Ráðstefnur og sýningar 44 ISSN-NÚMER: 1021-724X Fimmtudagurinn 4. maí var í upphafi hverjum öðrum líkur. Þegar kíkt var í pósthólfið blöstu við nokkur ólesin skeyti sem öll voru með sama heiti. „Enn eift keðjubréfið" var það sem fór um hugann þegar smellt var ó Deletehnappinn. En þetta var ekki svo saklaust því stuttu síðar kom í Ijós aö sendingin var alvarlegri en svo. Þetta voru fyrstu kynni af sendingu sem skók tölvuheiminn og viðbúið er að eftir- skjólftar munu fylgja. Heimurinn varð þennan dag vitni að þeim einstaka atburði að einn maður gat slegið í rot, ef svo mó að orði komast, nánast alla heimsbyggðina með því að senda af stað hinn alræmda Astarorm. Atburðarásin var ótrúleg, eins og úr vísindaskáldsögu og óvætturinn lék sér að því að sniðganga allar veiruvarnir. Frá Asíu fór sendingin um hnöttinn með hraða sólarupprásarinnar en slíkur útbreiðsluhraði á tölvuóvætti hafði aldrei sést fyrr. Það þarf ekki að tíunda hér hvaða tjón hlaust af þessu athæfi en upphæðirnar eru gífurlegar og ómæld vinna síðan farið i að bæta skaðann. Það sem blasir við er að netvæðing heimsins er orðin þannig að þetta var mögulegt, tölvubúnaður einsleitur og allar aðstæður fyrir hendi en samt enginn viðbúinn enda kannski ekki fyrir nokkurn mann að spá fyrir öðru eins. Þetta vissi höfundur Astarormsins. Oheiðarleiki á sér ekki takmörk og skotspónninn sá sem er auð- veldasta bráðin. Hvað mun gerast í framhaldi? Er hægt að brynja sig fyrir öðru áhlaupi? Ljóst er að taka þarf póstkerfi og umgengni við viðhengi sem fylgja sendingum til algjörrar uppstokkunnar. Ástarormurinn not- færði sér eiginleika í stýrikerfum eða kannski galla sem var, og er, til staðar sem gerði það að verkum að hann gat spilað á póst- forritin. Það verkefni liggur fyrir að koma í veg fyrir endurtekningu. Fyrr á árinu var einnig í fréttum það sem kallaðar voru DOS- árásir á nokkur þekkt vefsetur en þær fólust I því að vefsetrin voru keyrð í kaf með mikilli gervi-umferð og öll venjuleg umferð þannig stöðvuð. Þær árásir virtust þrautskipulagðar og ekki annað vitað en að sá, eða þeir, sem stóðu þar að baki hafi komist undan réttvís- inni. Þessi tvö dæmi, eins ólík og þau eru, sýna að sem fyrr eru öryggismál aldrei tekin of alvarlega. Almenningur mun senn gleyma Ástarorminum en öðru máli gegnir um fagfólk í upplýsingatækninni. Innan þess hóps verður 4. maí lengi í minnum hafður. Einar H. Reynis Tolvumál 3

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.