Tölvumál - 01.05.2000, Blaðsíða 35

Tölvumál - 01.05.2000, Blaðsíða 35
Fjarskiptaþróun Þróun I jarskipfatækni og fjarskiptaþjónustu Örn Orrason Island er einnig orðið mjög vel tengl til út- landa um Netið en heildarflutningsgetan til Bandaríkjanna og Evrópu er um 160 Mbs þegar þefta er ritað ér verður rætt um þróun fjar- skiptamarkaðar á íslandi síðustu mánuði og það sem búast má við í framtíðinni hvað varðar flutningstækni og þjónustu. Fjarskiptasprengjan og þróun síðustu mónuða Undanfarið ár hefur verið einstaklega við- burðaríkt hvað varðar fjarskipti á íslandi. Með tilkomu nýrra fjarskiptalaga hafa ný fjarskiptafyrirtæki sprottið upp og val- möguleikar smærri og stærri viðskiptavina hafa stóraukist. Eldri fjarskiptafyrirtæki hafa jafnframt vaknað af værum blundi. Óhætt er að segja að markaðurinn sé hag- stæður viðskiptavinum. Sem dæmi um breytingamar þá voru eftirtaldar þjónustur ekki í boði í byrjun árs 1999; Frame Relay, ATM, ADSL, örbylgjunet í anda Loftnets Skýrr og Gagnaveitunnar. Ásamt þessu hefur verið lagt öflugt ljósleiðaranet af hálfu Íslandssíma og Línu.Nets og sam- keppni í öflugum gagnaflutningum og tal- síma er orðin staðreynd. Island er einnig orðið mjög vel tengt til útlanda um Netið en heildarflutningsgetan til Bandaríkjanna og Evrópu er um 160 Mbs þegar þetta er ritað. Fyrir ári síðan var þessi flutnings- geta um 20 Mbs, sannkallað risastökk (sjá mynd 1). Fyrirtækjum býðst núna Net- bandvídd á innan við helming þess verðs sem þekktist fyrir ári síðan og almenningi býðst einnig frí áskrift að Netinu. Verð á símtölum til útlanda hefur lækkað um allt að helming á einu ári og sú staða er komin upp að það getur verið dýrara að hringja innanlands í GSM síma en til útlanda. ís- landssími hefur einnig gengið það langt að setja upp skiptistöðvar í Bandaríkjunum og Bretlandi. Sú staða er einnig mjög lík- leg að þegar grein þessi birtist á prenti standist ekki ýmsar fullyrðingar hér. Greinarhöfundur þakkar samkeppninni þessa öru þróun. Ný kynslóð símafyrirtækja og fjar- skiptaneta I erlendum tímaritum um fjarskipti er mikið talað um hugtakið NPN sem er skammstöfun á New Public Network. Hinn almenna skoðun er sú að fjarskipti og gagnaflutningar séu að fara inná nýtt skeið með því að renna saman. Staðreynd- in er sú að fjarskipti símafélaga (e. tel- ecommunications) og almennir gagna- Tölvumál 35

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.