Tölvumál - 01.05.2000, Blaðsíða 27
GPRS
Framundan er mikil
vinna innan farsíma-
fyrirlækjanna við að
byggja kerfin upp fyr-
ir GPRS
ir þjónustuna, eitt gjald fyrir tölvupóst,
annað fyrir gögn sem sótt eru af netinu?
Hér er ýmsum spurningum ósvarað en
nokkuð víst að ný viðmið munu koma
fram.
Framundan er mikil vinna innan far-
símafyrirtækjanna við að byggja kerfm
upp fyrir GPRS. í flestum tilfellum þarf
að uppfæra allar stærstu einingar farsíma-
kerfanna, sumar þó eingöngu í hugbúnaði
en aðrar bæði hug- og vélbúnaðarlega.
Mynd 1 sýnir yfirlit yfir helstu einingar
farsímakerfis sem keyrir GPRS. Áður en
hafist er handa við uppbyggingu sjálfs
GPRS hlutans þarf að uppfæra núverandi
kerfiseiningar. Þar ber hæst símstöð
(MSC) og stýrieiningu (BSC). í mörgum
tilfellum þarf ekki að uppfæra sendistöðv-
arnar (BTS) sem einfaldar ferlið og kostn-
að til muna. Næsta stig er að innleiða svo-
nefnt GPRS aðgangsnet (access network)
en sá hluti sér um hina raunverulegu
breytingu úr rásaumhverfi yftr í pakkaum-
hverft, PCU, auk þess sem aðgangsnetið
kemur GPRS í merkjasamband við sím-
stöðina. Handan aðgangnetsins ræður
rásatækni því ríkjum en innan þess tekur
IP pakkatæknin við. Þriðja og síðasta stig
ferlisins eru svo stjómeiningar GPRS
kerfisins, SGSN (Support GPRS Service
Node) og GGSN (Gateway GPRS Service
Node). SGSN gegnir fyrst og fremst því
hlutverki að stjórna rásum farsímahlutans
til að flytja pakkana milli SGSN og far-
símanna ásamt því að finna og staðsetja
GPRS notendur innan þjónustusvæðisins.
GGSN sér um að koma pökkunum frá
SGSN út til gagnanetanna (ISP) ásamt því
að halda utan um pakkamagnið og notend-
urna svo símafélagið hafi möguleika á að
innheimta fyrir notkunina. Eins og sjá má
af mynd 1 er GPRS því kerfi sem tengist
hefðbundna GSM kerfmu annars vegar og
Internetinu hins vegar. Og tilgangurinn sá
að koma á hagkvæmu og hraðvirku
gagnasambandi milli farsíma og Nets.
En það er þó ekki nóg að uppfæra kerf-
in, símnotendur verða einnig að uppfæra
símana sína og enn sem komið er eru
GPRS hæfir farsímar ekki komnir á mark-
að. Ljóst er að fyrstu tækin munu ekki
geta nýtt GPRS til hins ítrasta heldur mun
það gerast í skrefum. Fyrstu tækin verða
væntanlega bandbreiddartakmörkuð, t.d.
við 2+2, 1+3, 1+4 sem segir til um fjölda
rása í sendingu (upload-download) en
hraðinn mun svo fljótt aukast. Á farsíma-
og upplýsingatækjamarkaðnum öllum er
þó mikil gerjun og framleiðendur keppast
við að spá í framtíðina og kynna og leggja
drög að nýjum samskiptatólum. Á næstu
misserum má búast við byltingu í alls
kyns upplýsingatækjum sem nýta GPRS
og þannig sjá menn fyrir hreina spreng-
ingu í notkunarmöguleikum upplýsinga-
tækja í kjölfar GPRS væðingar farsíma-
kerfanna.
En GPRS er bara fyrsta stigið, framund-
Tölvumál
27