Tölvumál - 01.05.2000, Síða 8

Tölvumál - 01.05.2000, Síða 8
Uppgjör 2000 vandans Nokkur óbeinn ávinn- ingur hlaust af 2000 starfinu hafi verið til staðar í stórum kerfum sem voru komin nokkuð til ára sinna. Erfitt er að meta þann kostnað sem fall- ið hefur til vegna 2000 vandans einkum vegna þess hve almennar endurbætur og hagræðing á hug- og vélbúnaði voru sam- ofnar viðbrögðum vegna 2000 vandans. Hvemig á til dæmis að meta þegar fyrir- tæki ákveður að kaupa nýjan tölvubúnað vegna gruns um 2000 ágalla en þessi end- urnýjun hefði hvort heldur er átt sér stað hálfu eða einu ári seinna af öðrum orsök- um. Hið sama gildir um endurnýjun á hugbúnaði. I stóm landskerfunum var þessu aðeins öðruvísi farið en engu að síður virðist það vera svo að þar hafi í ýmsum tilfellum ver- ið um endurnýjun að ræða sem þurft hefði að ráðast í fyrr en síðar þó að í öðrum til- fellum væri um hreinar viðgerðir að ræða sem þá vom án nokkurs virðisauka gagn- vart framtíðinni. Þegar rætt er um kostnað ber að hafa í huga að það voru stjómendur og ábyrgðar- menn fyrirtækja og opinbers rekstrar sem tóku ákvarðanir uin viðbrögð við 2000 vandanum og þar með tilkostnað hver á sínum vettvangi. Og það gerðu þeir út frá því hvað þurfti til til að tryggja að sú starf- semi sem þeir bám ábyrgð á yrði ekki fyr- ir skakkaföllum. Auk þess reyndu margir í leiðinni að ná fram einhverri hagræðingu eða endumýjun og feta sig þannig eitt eða tvö skref fram á veg. Og þessir menn fengu nákvæmlega það sem borgað var fyrir; áfallalítil áramót. Obeinn ávinningur Nokkur óbeinn ávinningur hlaust af 2000 starfinu. Almenn tölvuvæðing fyrirtækja og stofnana er svo nýlega til komin að þetta var í mörgum tilfellum í fyrsta sinn sem farið var yfír allan búnað á þessu sviði og margir gátu í leiðinni einfaldað og samhæft búnað og komið sér upp skrá yfir hann. Við 2000 greiningu var hugbún- aður, einkum sérsmíðaður, skjalaður betur en áður, oft með öguðum aðferðum gæða- stjórnunar. Einnig notuðu menn tækifærið til að láta verða af því að losa sig við úr- eltan búnað. Þetta hafði það einnig í för með sér að stjómendur og eigendur fyrirtækja urðu að setja sig betur inn í upplýsingatækni en áður til að geta tekið réttar ákvarðanir vegna 2000 vandans. Vegna 2000 vandans er íslenskt samfélag því með betri og öruggari tölvu- og upplýsingakerfi eftir en áður. Við þetta má bæta að mörg fyrirtæki og stofnanir gerðu í fyrsta sinn áætlanir um viðbrögð ef eitthvað kæmi fyrir og þær munu nýtast við ýmsar aðstæður og hafa eflt skilning manna á nauðsyn þess konar viðbúnaðar. Einnig má benda á að truflan- ir sem komist var hjá með aðgerðum er ágóði. Hefði landsframleiðsla t.d. minnk- að um 1/2% vegna truflana þá eru það 3000 m.kr. Það munar um rninna. Kostnaður Vegna þess hve dreift kostnaður vegna 2000 vandans féll til er engin leið að fínna með vissu út hvað miklum fjármunum var varið hérlendis vegna aðgerða. Miðað við þekktar kostnaðartölur má áætla að heild- arkostnaður sem lagt var í hér á landi vegna og tengdist 2000 vandanum á ein- hvem hátt hafi numið 2500-3000 m.kr. Þar af má áætla að um 500 m.kr. hafi verið kostnaður vegna hreinna viðgerða, einkum á stórum landskerfum, sem ekki hafði í sér fólginn annan virðisauka inn í framtíðina en þann að kerfin tóku áfallalaust á móti nýju árþúsundi. í öðmm tilfellum var um að ræða kostnað vegna aðgerða sem skil- uðu framtíðarvirðisauka á einhvern hátt eins og áður var sagt. Alþjóðlegt samstarf En Island er ekki eyland nema í landfræði- legu tilliti og 2000 vandinn var afar al- þjóðlegt fyrirbæri. A þeim vettvangi var gripið til umfangsmikilla aðgerða. Til að byrja með var þetta starf einkum unnið á vegum alþjóðlegra atvinnugreinasamtaka svo sem í fjarskiptum, samgöngum, fjár- málum og orkumálum þar á meðal í kjam- orkumálum. A vegum margra aðila var einnig skipulögð umfangsmikil aðstoð við þróunarlönd. Lagði ísland sitt af mörkum í suðurhluta Afríku en þar fer fram mikill hluti af þróunaraðstoð íslands. Seint á árinu 1998 hófust umræður um að samhæfa þetta fjölþjóðlega starf og ná yfir það yfirsýn. Á vegum upplýsinga- nefndar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða- bankans var settur upp sérstakur stýrihóp- 8 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.