Tölvumál - 01.05.2000, Síða 40

Tölvumál - 01.05.2000, Síða 40
Af CeBIT 2000 Finnska fyrirtækið Benefon var að sýna GSM síma með inn- byggðum GPS stað- setningarbúnaði Þetta myndi einnig þýða að öll gögn viðkomandi aðila sem nýtir ASP væru geymd miðlægt Markmið sameinaðr- ar skeytasýslu er að allt renni saman; tölvupóstur, bréfasími og talhólf fyrir hvem sem er, enda er hann hugsaður fyrir lækna og tæknimenn í bílaiðnaði. Reiknað er með að verðið falli hratt á næstu árum. Úr því að verið er að fjalla um þráðlaus staðamet ættu lesendur að bæta heitinu HiperLAN2 í safn sitt. Núna hefur ETSI staðalastofnunin samþykkt grunn-hönnun- arlýsingu að þeirri tækni sem ætlað er að ná hraðanum 54 Mb/s. HiperLAN2 mun vinna á 5 GHz tíðni og er mun styðja margskonar samskiptareglur. Ef Hiper- LAN2 nær flugi skilur það allt annað eftir í rykmekki. Núna eru helstu skammstafanir í far- símatækni orðnar vel þekktar; HSCSD, GPRS, EDGE og UMTS em allt vörður á leið upp í meiri hraða til gagnaflutninga og á CeBIT mátti sjá framtíðarsýn ýmissa aðila í þeim efnum. Þegar farsímar em annars vegar er WAP ekki langt undan og farsímaframleiðendumir em hver af öðr- um að setja á markað slíka farsíma. WAP er þó ekki bundið við farsímana. Finnskt fyrirtæki nokkurt var að kynna WAP sem hugbúnað í Windows og skjámynd WAP verður því á tölvunni. Ennfremur mátti sjá lófatölvur með WAP og þær tengdust síð- an þráðlaust við farsíma. Annars er slagur- inn mikill í farsímageiranum. Einn mæðu- legur framleiðandi orðaði það sem svo við undirritaðan. „í fyrsta sæti er Nokia, í öðra sæti er Ericsson, í þriðja sæti er eng- inn og í því fjórða allir aðrir.“ Annars leita sumir á ný mið í farsíma- geiranum. Finnska fyrirtækið Benefon var að sýna GSM síma með innbyggðum GPS staðsetningarbúnaði. Skjárinn á símanum getur birt landakort og mögulegt er að sækja nýjar myndir frá sérstakri heima- síðu. Aukahlutir fyrir farsíma eru til í miklu úrvali og fyrir þá sem em mikið á ferðinni er þess virði að skoða tæki sem heitir Scotty frá þýska fyrirtækinu Solarc. Tæki þetta nýtir sólarorku til að hlaða raf- hlöður símanna en er þó ekki bundið við þá því tengja má tækið við lófatölvur, GPS tæki og fleira. Scotty vegur 125 grömm og verðið er 62 evmr. Hverfum sem snöggvast út fyrir gufu- hvolf. Varla þarf að rekja hér sorgarsögu Iridium en gervihnattaþjónustunni In- marsat hefur hinsvegar vegnað mun betur, telur nú um 140.000 notendur og þar af nota um 50.000 Inmarsat til gagnaflutn- inga. A síðasta ári hóf fyrirtækið að bjóða IP þjónustu um allan heim og mögulegt er að tengja á allt að 64 Kb/s hraða með tækni sem fyrirtækið kallar Mobile ISDN. Með tæki sem kostar 700.000 krónur er því hægt að komast í hraðvirkt tölvusam- band hvar sem er í heiminum. Sendi- og viðtökubúnaðurinn er á stærð við fartölvu og vegur 4,4 kg. Hann má tengja við ein- menningstölvu og nota til tenginga við Veraldarvefinn, senda tölvupóst, fyrir skráaflutning, myndfundi og til tenginga við tölvunet fyrirtækja. Nafnið Global Area Network er við hæfi þar sem þjón- ustan er aðgengileg á 98% yfirborðs jarð- ar. ASP Ný skammstöfun hefur skotið upp kollin- um: ASP, öðra nafni kerfisveita. í sem stystu máli gengur kerfisveita út á það að í stað þess að fyrirtæki kaupi hugbúnað og setji á tölvur sínar er hann leigður af sér- stökum þjónustuaðila og fluttur yfir fjar- skiptalínur eftir því sem þörf er á. Greiðsla væri síðan sem dæmi eftir notkun eða á einhverju föstu gjaldi. Þetta myndi einnig þýða að öll gögn viðkomandi aðila sem nýtir kerfisveita væru geymd mið- lægt. Kerfisveita, eða Application Service Provider, væri síðan sá aðili kallaður sem 40 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.