Tölvumál - 01.05.2000, Blaðsíða 43
Netið
.EU - Nýtt svæði fyrir EES á
Internetinu
Þorgeir Sigurðsson
/
febrúar lagði framkvæmdastjóm ESB
fram tillögur um að útbúinn yrði nýr
landakóði á Intemetinu. Ef tillögurnar
fást samþykktar verður til nýtt svæði, .EU
(punktur EU) líkt og landaheitin IS og DE
fyrir ísland og Þýskaland eða COM og
NET sem fyrirtæki nota mikið, eða GOV,
sem bandaríska ríkisstjórnin notar ein-
göngu.
Tillögumar em aðgengilegar á slóðinni:
http://europa.eu.int/comm/in-
formation_society/policy/intemet/pdf/dot-
eu_en.pdf. Tillögurnar koma Islendingum
við vegna þess að ein veigamikil röksemd
ESB fyrir þeim er að skapa svæði þar sem
lög, tilskipanir og staðlar Evrópska efna-
hagssvæðisins gilda, t.d. um gagnaöryggi,
höfundarrétt og persónuvernd. í dag þarf
t.d. að reka mál sem varða .COM (punktur
COM) fyrir bandarískum dómsstólum.
Landaheitin sem notuð eru á Intemetinu
eru skilgreind í staðlinum ISO 3166.
Þýska staðlastofnunin DIN, sem hefur
umsjón með staðlinum fyrir hönd Alþjóð-
legu staðlasamtakanna ISO, hefur ítrekað
neitað beiðnum um sérstakt landaheiti fyr-
ir Evrópu. Reyndar hafa heldur ekki feng-
ist skráð heiti fyrir aðrar yfirþjóðlegar ein-
ingar, t.d. fyrir Asíu eða Nató. Þegar Evr-
ópumyntin varð til varð hins vegar ekki
hjá því komist að skapa eitthvert samheiti
til evrópskra nota, því að mynt-kóðarnir
nota landakóða úr ISO 3166. Til dæmis er
notað ISK fyrir íslenskrar krónur og DEM
fyrir þýsk mörk. IS og DE eru tekin úr
ISO 3166. Evran fékk kóðan EUR og var
því tekið frá nafnið EU fyrir Evrópu í ISO
3166. Nú bendir margt til að framhaldið
verði að EU verði fullgilt svæðisheiti.
Tilkoma landaheitisins EU gæti haft
ýmsar óvæntar afleiðingar. T.d. gætu
gagnasendingar milli Evrópulanda aukist
ef margir kjósa fremur að nota EU en eig-
in landakóða. Á sama tíma gæti umferð
um sæstrengi yfir Atlantshaf minnkað ef
Evrópubúar eignuðust eigin svæði þar
sem leitarvélar og póstlistar væru staðsett-
ir. Þetta gæti hugsanlega haft áhrif á
kostnað íslendinga við gagnaflutninga.
Þorgeir Sigurðsson, kerfisfræðingur
og íslenskufræðingur, starfar hjá
Staðlaráði Islands
Tölvumál
43