Tölvumál - 01.05.2000, Blaðsíða 18
Þriðja kynslcxSin
I dag er þróunin mest
í kóðurunum fyrir
streymi fyrir neðan
800 b/sek. Kóðara
sem finnast á til-
raunastofum í dag
fyrir 500 - 600
b/sek gefa ótrúlega
góðan talflutning
miðað við ISDN-tal-
símalínuna sem tekur
upp hundraðfalt
meira bitastreymi
bandbreidd í einu tvíáttasambandi, t.d.
meiri flutningsgetu „niður“ frá miðstöð til
notanda en frá honum „upp“ líkt og þekk-
ist í vídeóflutningi á netinu.
Umferðar og orkustýring í 3G
Eins og fram hefur komið mun W-CDMA
leiða af sér margvíslega kosti í 3. kynslóð-
arkerfum umfram það sem þekkist í kerf-
um 2. kynslóðarinnar, t.d. aukna band-
nýtni, afkastaaukningu, aðlögunarhæfni til
fjölþjónustu, minni sendistyrk, voldugri
viðtökutækni (sbr. Mynd 5), o.fl. En þetta
kostar sitt líka. A einu sviði a.m.k., í um-
ferðarstjórnun og orkustýringu, er við-
fangsefnið enn sem komið er erfiðara
vandamál en í 2G; þó segja megi að það sé
einnig sökum þess að markið er sétt
hærra.
Líkt og í öðrum símakerfum biður sím-
tæki í W-CDMA-kerfi um aðgang þegar
stofna á til samtals. En það fær ekki frá-
tekna aðgreinda talrás í hefðbundnum
skilningi (frátekin tímahólf, á sérstökum
burðartíðnum) eins og í GSM heldur
kóðalykil sem leiðir af sér sérstæðan kóða
sem er einkennandi fyrir samtalið. Þetta
samband er á sama tíma og sama
tíðnisviði og öll önnur sambönd sem eru í
gangi í þeirri sellu.
Þær sérstæðu kóðarunur sem þessi sam-
bönd hafa eru innbyrðis homstæð (ort-
hogonal), sem gerir það að verkum að þær
geta verið hver ofan í annarri á sama miðl-
inum án þess að trufla hver aðra.
Aðskilnaður sambanda á grundvelli
„hornstæðra“ kóða er aldrei það fullkom-
inn að engin truflun milli þeirra eigi sér
stað. Truflunin sem þau veita hvert öðru
færist í aukana þegar fjöldinn eykst. Fjöldi
sambanda (að vísu innan marka fjölbreyti-
leika kóðans) er háður flutningsþunga
hverju sinni. Frekar en að standa í biðröð
um fastákveðinn fjölda rása frammi fyrir
miðlægum hluta kerfis eins og í TDMA,
komast þau lengst af að en keppa innbyrð-
is milliliðalaust um það sem er að hafa af
getu og gæðum kerfisins og hafa við það
truflandi áhrif hvert á annað og heildará-
standið. Heildarástandið er sífellt að
breytast í flóknu samhengi við aðsókn.
Við þekkjum svona tilfelli úr daglegu lífi,
t.d. í umferðakerfum fyrir btla, eða al-
mennt þegar sótt er í eftirsótta en takmark-
aða vöru eða þjónustu á neytendamark-
aðnum, o.fl.
Svona kerfi flokkast undir „notendatak-
markandi“ kerfi með tilviljanakennum að-
gangi. Þau eru vel þekkt viðfangsefni í
þráðarnetum, t.d. í pakkastýrðum tölvu-
netum þráðarkerfanna þar sem sameinast
er um einn flutningsmiðil (t.d. Ethernet).
En þráðlaus tímabreytilegur fjölvegsmiðill
(mynd 5) eins og í 3G er miklu erfiðari
„sendirás" en tímastöðugir þræðir. Og þó
að maður eygi eðli vandans þá er raun-
veruleg hegðan hans í 3G-kerfum enn að
mestu óþekkt og órannsökuð. Ef vinsældir
Pikó-sellur
Mynd 5
Fjölvegsútbreiðsla
W-CDMA nýtir sér fjölvegsútbreiðslu til góðs.
Handtækið hefur í sér FYLGNIVIÐTÆKl sem vinnur sendimerkið
einnig úr endurköstum
18
Tölvumál