Tölvumál - 01.05.2002, Síða 16

Tölvumál - 01.05.2002, Síða 16
CeBIT 2002 A( CeBit 2002 Einar H. Reynis Það leyndi sér ekki að annar bragur var á sýningunni þetta árið en fyrri ár. Bæði kom til að róttækar breyt- ingar voru gerðar á uppröðun sýningarað- ila en hitt líka að aðsóknin var minni en á síðasta ári, en þegar upp var staðið hafði gestum fækkað um 18%. Einnig bárust af því fréttir að sum fyrirtæki heimiluðu ekki starfsfólki sínu að sækja sýninguna á vinnutíma. Minnst var á að 130 Bandarísk fyrirtæki hafi afboðað að sýna en þegar upp var staðið hafði sýnendum samt ekki fækkað svo mjög frá seinasta ári. Stjórn- endur CeBIT tilkynntu að til stæði að halda tæknisýningar í Kína, Astralíu, Tyrklandi og Bandaríkjunum undir sama nafni og færa þannig þema sýningarinnar nær heimaslóðum viðkomandi lands. Hvað innihald snertir var sem fyrr úr geysilega miklu að moða en umfangið er þannig að höfundur varði heilum degi í einum skála af 27 og það segir sig sjálft að margt verður útundan sem ella væri áhugavert að skoða. Hvað heildarútkom- una snertir má segja að þetta ár hafi rneira byggst á frekari úrvinnslu þeirrar tækni sem hafði verið kynnt á fyrri sýningum. Það má líka vel vera að það hafi verið vegna almenns samdráttar í tækniheimin- um og að minna sé varið í rannsóknir og þróun en áður. Aðstandendur sýningarinn- ar vöktu athygli á því að áherslan þetta árið væri á öryggismál og þá á sviði „biometric“-auðkenna, í gagnaflutningi og fjarvinnslu og í veiruvömum. Bless, VHS I umfjöllun um CeBIT-sýninguna á sein- asta ári var fjallað um eiginleika þjöppun- arstaðalsins MPEG-4 og að þessu sinni voru ýmsir aðilar að sýna tæknina á lófa- tölvum. Ekki verður annað sagt en að það sem fyrir augu bar lofaði góðu. Það sem núna stendur í vegi fyrir því að tæknin verði aðgengileg almenningi er að leysa deilumál vegna afnota af tækninni en unn- ið er að úrlausn á þeim þætti. Að því loknu verður mögulegt að skoða hreyfimyndir með betri gæðum miðað við bandbreidd en þekkst hefur til þessa. Þá voru einnig 16 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.