Bókasafnið - 01.03.1982, Síða 18

Bókasafnið - 01.03.1982, Síða 18
Tónlistardeild í almenningsbókasafninu í Albcrtslund. safns er bundin við tvo notendahópa: börn og fullorðna. Bókasafn þarf því að byggja upp sem eina heild utan um þetta tvíþætta svið: barnadeild og deild fyrir fullorðna, sem stjórnað er sameiginlega af þeirri deild, sem sér um daglegan rekstur, aðföng og uppbyggingu. Kalla má þessi svið undir- stöðusvið hvers almenningsbókasafns. Þau eru síðan byggð upp eftir þörfum á hverjum stað. Þegar uppbygging bókasafns er hafin, er mælt með því að safninu sé sett það takmark að ná innan ákveðins tíma lágmarksbóka- fjölda, sem miðaður er við sveitarfélag safnsins eða það svæði, sem safnið á að þjóna. í sambandi við uppbyggingu bóka- kosts þarf að hafa eftirfarandi í huga: Lán- þegar barnadeildar eru fulltrúar fyrir hóp með ólík og margvísleg áhugamál. Smá- börn, sem þurfa myndabækur, börn, sem lesa eiginlegar barnabækur, unglinga, sem lesa bæði bama- og fullorðinsbækur. Auk þess má ekki gleyma fagbókum fyrir alla aldursflokka og handbókum fyrir bóka- 18 vörðinn. 1 deild fyrir fullorðna þarf að byggja upp gott ‘úrval bæði skáldrita og fagbóka, sem meðal annars ræðst af þörf- inni á hverjum stað, atvinnulífi og mennta- stofnunum, og handbókasafn þarf að vera sameiginlegt fyrir lánþega og bókavörð. Blaða- og tímaritasafn er mikilvægt. Blöð flytja fréttir af því, sem gerist innanlands og utan, og tímarit flytja upplýsingar um nýj- ustu hugmyndir og niðurstöður á óskyldum sviðum. Þetta er sérlega mikilvægt fyrir þá sem taka þátt í atvinnulífinu. Bókasafn, sem vill fylgjast með tímanum, hefur ekki aðeins á boðstólum prentað mál, heldur tónlist og tal á snældum og plötum og myndefni, í stuttu máli allt það, sem má verða notendum til gagns og skemmtunar. Villy Rolst lauk máli sínu með að sýna fundargestum myndir af dönskum og erlend- um almennings- og skólasöfnum og greina frá, hvernig sérfrœðingar dönsku þjónustu- miðstöðvarinnar vinna með starfsliði safn- anna og arkitektum að innréttingu safna.

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.