Bókasafnið - 01.07.1984, Qupperneq 13

Bókasafnið - 01.07.1984, Qupperneq 13
í bóklestur. Þessu verðum við að breyta. Það verður gert með ýmsum aðferðum, en ekki bara með því að taka söluskattinn af. Ef fólk langar til að eignast bók skiptir ekki öllu máli, hvort hún kostar 100 krónum meira eða minna, því að á sama tíma og bók- sala hefur dregist saman, þá hefur sala á stereótækjum og heimilis- tækjum aukist. Þetta verður gert með því að fá meiri umfjöllun um bækur, dreifa útgáfunni yfir lengri tíma og draga úr framboði á bókum. Miklu máli skiptir hvernig samningar milli bókaút- gefenda og bóksala takast. Ef það verður úr að hægt verði að hafa bækur í bókaverslunum og Bóksala stúdenta hefur á boðstólum mikið úrval erlendra bóka og öll algengustu ritföng. klúbbum á sama tíma, verður hægt að dreifa útgáfunni yfir árið og fá meiri umfjöllun um bækur til að gera þær meira spennandi. Þegar kvikmyndahátíð stendur yfir spyr fólk hvert annað hvort það hafi séð tiltekna mynd. Á sama hátt mun fólk spyrja hvort það hafi lesið tiltekna bók, sem mikið er talað um á þeim tíma. ÓR Við stöndum á ákveðnum tímamótum varðandi bókaútgáfu og bóksölu í landinu og verðum að hyggja vandlega að stöðu bókarinnar. Við vitum enn oflítið um það, sem hefur verið að gerast Bóksala stúdenta hefur einnig pöntunarþjónustu á öllum fáanlegum erlendum bókum. og hvers vegna almenn bóksala hefur minnkað. Þess vegna held ég að brýnast sé að láta gera vandaða könnun á því meðal almennings, hvernig bókakaupum og bóklestri er varið og reyna að fá svör við þeirri spurningu, hvað hefur valdið minnkandi bókakaupum. Þegar ástæðurnar eru ljósar er hægt að bregðast við á réttan hátt. Markmið okkar hlýtur að vera það, að bókin fái aftur þann sess, sem hún skipaði hér áður í íslensku þjóðfélagi. Niðurfelling söluskatts þarf að nást fram, en sú aðgerð ein dugar ekki til. Það þarf skipulega að styrkja öll tengsl fólks við bókina í skólum, bóka- búðum, bókasöfnum, bóka- klúbbum og á öðrum vettvangi. Bókasýningar, kynningar og verðlaunaveitingar koma vel til greina í þessu sambandi. Erlendis hefur gefist vel að hafa einu sinni á ári dag bókarinnar, og er þá reynt að beina athygli fólks að bókinni með margvíslegu móti á vegum höfunda, útgefenda, bók- sala, bókasafna og skóla. Hér- lendis hafa verið birtir metsölu- listar bóka í 2—3 vikur í desember, reyndar misjafnlega vel unnir. En listarnir beina athygli manna að bókum og eru birtir vikulega allt árið erlendis. Slíkt mætti athuga hér. Sömuleiðis væri forvitnilegt að sjá reglulega í fjölmiðlum vin- sældalista útlána stærstu bóka- safnanna til mótvægis við almenna sölumarkaðinn. Ymis- legt annað þyrfti að athuga. Það er svo margt sem glepur í nútímaþjóðfélagi og keppir við bókina, að allir þeir aðilar, sem henni tengjast beint og óbeint, verða að hlúa að henni með öllu móti. Bókin má ekki verða hornreka í íslenskri menningu. Við höfum verið stolt af því að kalla okkur bókaþjóð, en þurfum nú augljós- lega að gera verulegt átak til þess að geta áfram staðið undir því nafni. Viggó Gíslason tók saman Opið frá kl. 9-18 alla virka daga nema laugardaga. bók/*i&. /tuder\t\ Stúdentaheimilinu v/Hringbraut. Símar: 24555 - 27822 Tí I a 1 * $ V Ef úrvalið væri eitöivað þessu Kkt værumvió ekkiaó minna á okkur BÓKASAFNIÐ 13

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.