Bókasafnið - 01.07.1984, Side 19
Lög Félags bókavarða í rannsóknarbókasöfnum
1. gr.
Félagið heitir Félag bókavarða í rann-
sóknarbókasöfnum. Heimili þess og varn-
arþing er í Reykjavík.
2. gr.
Tilgangur félagsins er:
- að cfla samstarf og samheldni bóka-
varða í íslenskum rannsóknarbóka-
söfnum;
- að stuðla að viðgangi íslenskra rann-
sóknarbókasafna;
- að vinna að auknum skilningi á
mikilvægi rannsóknarbókasafna og
upplýsingamiðlunar í samfélaginu;
- að starfa með öðrum samtökum
bókavarða og bókasafna, svo og
öðrum aðiljum á sama vettvangi, að
sameiginlcgum markmiðum;
- að eiga samskipti við hliðstæð sam-
tök erlendis.
3. gr.
Fulla félagsaðild geta átt bókaverðir
rannsóknarbókasafna (þjóðbókasafns,
háskólabókasafna og sérfræðibókasafna),
jafnt opinberra sem annarra, fastir kenn-
arar í bókasafnsfræði við Háskóla Islands
og starfsmenn stofnana sem vinna að upp-
lýsingamálum; einnig áhugamcnn um
ntarkmið félagsins. Aðild án atkvæðis-
réttar geta átt rannsóknarbókasöfn, svo og
aðrar stofnanir er starfa að upplýsingamál-
um. Skulu þær greiða árgjald í hlutfalli við
fjölda stöðugilda, skv. nánari ákvörðun
aðalfundar. Skriflegar umsóknir um aðild
skulu berast stjórn félagsins, og sker hún úr
efvafi leikur á um aðildarrétt.
4. gr.
Stjórn félagsins skipa þrír menn og tveir
til vara. Hún skal kosin á aðalfundi og er
formaður kosinn sérstaklega en aðrir
stjórnarmenn í einu og skipta þeir með sér
verkum. Enn fremur skal kjósa tvo endur-
skoðendur. Enginn skal sitja lengur en
þrjú ár í einu í stjórn félagsins.
5. gr.
Aðalfundur skal haldinn í janúar ár
hvert. Skal boða til hans með minnst 14
daga fyrirvara. Föst dagskrá aðalfundar
skal vera:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Samþykkt reikninga.
3. Kynning nýrra félaga.
4. Ákvörðun um árgjald.
5. Tillögur um lagabreytingar.
6. Kosning stjórnar.
7. Kosning endurskoðenda.
8. Kosning fulltrúa í stjórn Bókavarða-
félags Islands.
9. Kosning fulltrúa á ársþing Bóka-
varðafélags íslands.
Aðalfundur telst lögmætur og ályktun-
arhæfur sé löglega til hans boðað.
6- gr-
Reikningsár félagsins miðast við alman-
aksárið.
7. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Lög Skólavörðunnar
I. Nafn og markmið
L gr.
Félagið heitir Skólavarðan: Félag um
málefni skólasafna. Heimili þess og varn-
arþing er í Reykjavík.
2. gr.
Markmið félagsins eru að efla íslensk
skólasöfn á öllum stigum skólakerfisins og
vinna að auknum skilningi á mikilvægi
skólasafna. Markmiðum sínum hyggst
félagið ná með því að:
a) Stuðla að hagnýtingu bókasafnsfræði-
legrar og kennslufræðilegrar þekk-
ingar í skólasöfnum.
b) Halda uppi faglegri umræðu um
skólasöfn meðal þeirra sem starfa á
skólasöfnum og annarra sem áhuga
hafa á málefnum skólasafna.
c) Fylgja cftir hagsmunamálum skóla-
safnvarða.
d) Stuðla að bættri menntun skólasafn-
varða.
e) Stuðla að samvinnu milli skólasafna
og annarra safnategunda.
f) Stuðla að samvinnu við alþjóðasam-
tök skólasafnvarða.
II. Aðild
3. gr.
Aðild geta þeir fcngið sem starfa á skóla-
söfnum og aðrir sem áhuga hafa á mál-
efnum skólasafna. Skólasöfn geta gerst
aðilar. Skriflegar umsóknir um aðild skulu
berast stjórn félagsins. Nýir félagar verða
að hljóta samþykki á stjórnarfundi.
III. Stjórn og trúnaðarmenn
4. gr.
Stjórn félagsins skipa fimm aðalmcnn,
formaður, ritari, gjaldkeri og tveir með-
stjórnendur. Stjórnin skal kosin til eins árs
í senn á aðalfundi með leynilegri atkvæða-
grciðslu. Formaður skal kosinn sérstak-
lega. Að öðru leyti skiptir stjórnin með sér
verkum. Ekki ættu fleiri en þrír að ganga
úr stjórn samtímis, og enginn skal sitja í
stjórn lengur en fjögur ár í senn.
Á aðalfundi skulu ennfremur kosnir
tveir endurskoðendur og kosnir fulltrúar í
fastar nefndir.
IV. Aðalfundur
5- gr-
Aðalfundur félagsins skal haldinn í mars
ár hvert og skal boða til hans með minr.st
14 daga fyrirvara.
Föst dagskrá aðalfundar m.a.:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Reikningar félagsins lagðir fram.
3. Kosning stjórnar.
4. Kosning á arsþing BVFÍ, skv. rcglum
þar að lútandi.
5. Kosning fulltrúa í stjórn BVFÍ.
6. Kosning í fastar nefndir.
7. Kosning endurskoðenda.
8. Árgjald ákveðið.
9. Lagabreytingar.
10. Onnur mál.
Aðalfundur telst lögmætur og ályktun-
arhæfur sé löglega til hans boðað.
V. Reikningar
6. gr.
Reikningsár félagsins miðast við
starfsár, þ.e. milli aðalfunda.
VI. Lagabreytingar og
félagsslit
7. gr.
Tillögur um lagabreytingar skulu
sendar félögum' með fundarboði aðal-
fundar og skoðast þær samþykktar ef 2/3
fundarmanna eru þeim samþykkir.
8. gr.
Slíta má félaginu á aðalfundi, hafi til þess
verið löglega boðað. Samþykki þarf hjá 2/3
hlutum félagsmanna. Eignir félagsins
skulu þá renna til skólasafna eftir nánari
ákvörðun stjórnar.
9. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Samþykkt 10. mars 1983
BÓKASAFNIÐ
19