Bókasafnið - 01.03.1990, Page 4
Guðrún Pálsdóttir bókasafnsfræðingur, Rannsóknastofnun landbúnaðarins
„Mér hefur ávallt þótt nálægð bókagóð“
- viðtal við frú Kristínu Jónsdóttur
s
Islendingar eru bókaþjóð og verða það vonandi um
ófyrirsjáanlega framtíð. Alltaföðru hverju fréttum við
af einstaklingum sem gefa bókasöfnum bækur sem þeir
hafa safnað á langri æfi til þess að þær megi áfram varð-
veitast á einum stað. Hinn 5. október 1984 bárust fregnir
af einni slíkri bókagjöf og nú lagði fólk við hlustirnar.
30.000 bindi, gat verið að slíkt safn væri til í einkaeigu?
Ótrúlegt-en satt. Gefendurnir voru hjónin séra EiríkurJ.
Eiríksson og kona hans, frú Kristín Jónsdóttir, og hinn
lánsami þiggjandi var Bæjar- og héraðsbókasafnið á Sel-
fossi. Með þessari gjöf jókst bókakostur safnsins um
meira en helming.
En hvers konar einstaklingar eru það sem ná að safna
saman á einni stuttri mannsævi slíkum verðmætum sem
safn þeirra Eiríks og Kristínar er? Til þess að forvitnast
svolítið um „fólkið á bak við bækurnar" sótti blaðamaður
Bókasafnsins frú Kristínu heim að Hörðuvöllum 2 á Sel-
fossi þar sem bókagjöfin er ennþá varðveitt meðan verið
er að ganga frá endanlegu húsnæði fyrir Bæjar- og héraðs-
bókasafnið á Selfossi.
Séra Eiríkur lést 11. janúar 1987 en frú Kristín býr enn í
húsi þeirra hjóna ásamt tveim börnum þeirra.
Ég ber að dyrum að Hörðuvöllum 2, stóru, rauðmál-
uðu húsi, eftir hádegi síðla í nóvember og til dyra kemur
gráhærð, lágvaxin og hnellin kona, ótrúlega snör í hreyf-
ingum. Hún býður mér til stofu og í ljós kemur að Kristín
er ekki bara snör í snúningum, hún er líka fljót að taka af
skarið og skipuleggja tímann. Við byrjum á því að horfa á
myndband - viðtal við þau hjón sem Sjónvarpið sýndi í
Kastljósi eftir að þau höfðu gefið safn sitt. Síðan segir
Kristín mér frá prentuðum heimildum um þau og grein
eftir séra Eirík sem hægt er nota til að fylla upp í eyður og
spara okkur tíma (sjá heimildaskrá). Við byrjum á að rifja
upp bernsku og uppvaxtarár þeirra hjóna.
Þar til leiðirlágu saman...
Kristín: „Ég er fædd í Minna-Garði í Dýrafirði árið
1917 en fluttist þriggja ára að Gemlufalli sem stendur beint
á móti Þingeyri og var ferjustaður. Ég var elst sex systkina
og fór því ung að vinna hin margvíslegu störf sem sveita-
heimili við sjó býður upp á. Snemma reyndi á áræði og
úthald okkar krakkanna við ferjustörfin þar sem faðir
okkar hafði búskap að sinna og var auk þess ekki heilsu-
hraustur. Var ég oft með í flutningunum og þótti eðlilegt
að stjórna bátnum þótt fullorðnir karlmenn væru farþeg-
ar. Gaman þótti mér að sigla yfir Qörðinn. Oft þurfti ég að
standa niðri við sjó í óveðri á dimmum haustkvöldum
með lukt í hendi til að lýsa föður mínum heim eftir að
hann hafði flutt fólk til Þingeyrar. Minningar um þessi
dimmu haustkvöld eru mér enn ljóslifandi í minni.
Báturinn færði Gemlufallsheimilinu ekki aðeins ferju-
tekjur heldur var hann líka notaður til að sækja gull í
greipar Ægis og þar tókum við systkinin líka til hendinni.
Auk lögferjunnar á Gemlufalli var þar símstöð, póstaf-
greiðsla og margháttuð þjónusta við ferðafólk, svo að
snemma kynntist ég gestagangi og öllum þeim crli sem
fylgir slíkri miðstöð. Jafnframt því ólst ég upp við hefð-
bundið baðstofulíf þar sem ungir og gamlir störfuðu
saman og miðluðu og kenndu hver öðrum. Þar lærðum
við börnin að lesa, skrifa og reikna - og að hlusta á upp-
lestur góðra bóka. Skólagangan hófst seinna. Barnaskól-
ann gat ég gengið í að heiman en stuttur var skólatíminn
miðað við það sem við eigum nú að venjast."
Haustið 1934 settist Kristín í Núpsskóla sem stofnaður
var 1907 og reyndust þau spor henni örlagarík því seinna
námsár hennar þar réðst að Núpi ungur eldhugi og frábær
kennari, séra Eiríkur J. Eiríksson.
Eiríkur: Eiríkur fæddist í Vestmannaeyjum árið 1911 en
fluttist strax á fyrsta ári til Eyrarbakka til móðurforeldra
sinna. Móðir hans vann utan heimilisins og faðir hans,
sem var trésmiður, fluttist til Vesturheims áður en Eiríkur
fæddist til að leita sér -atvinnu og lækninga við astma.
Hann kom aldrei aftur til íslands. Eiríkur ólst því upp hjá
afa sínum og ömmu á Eyrarbakka sem á þessum árum var
töluvert menningarsetur. Eins og Kristín naut hann í
bernsku baðstofumenningarinnar með upplestri og marg-
háttuðu öðru félagslífi og fór einnig snemma að lesa upp-
hátt fyrir afa sinn sem var blindur.
Bókaástin var Eiríki í blóð borin og ungur að árum
eignaðist hann kistil undir bækur sínar. Skáp eignaðist
hann svo 10 ára, annan stærri 12 ára og bókaskáp fékk
hann í fermingargjöf frá móður sinni. Hvers konar bók-
menntir voru það svo sem Eiríkur geymdi í skápum
sínum og annaðist af þeirri natni sem einkenndi bóka-
söfnun háns öðru fremur? í stuttum kafla í Hclgakveri,
„Tóftin aflar trjánna", segir Eiríkur frá því hvernig hann
byrjaði að safna bókum. Hann hrcifst eins og önnur börn
af myndskreyttum bókum en áttaði sig mjög snemma á
því að bækur voru lykill að þekkingu og það var leiðarljós
hans í bókasöfnuninni alla tíð. Meðal fyrstu bókanna sem
Eiríkur keypti voru íslendingasögurnar og aflaði hann fjár
til þeirra kaupa með því að gæta kúa þeirra Eyrbekkinga.
Ljóðmæli Jónasar Hallgrímssonar keypti hann fyrir ferm-
ingarpeningana sína og sama vor fékk hann Lestrarbók
Sigurðar Nordals sem verðlaun fyrir ritgerð í barnadeild
Ungmennafélagsins á Eyrarbakka. Lestrarbókin var Eiríki
svo leiðarvísir í bókaöfluninni lengi vel þar sem hann
keypti fyrst og fremst bækur sem þar voru tilgreindar eða
birtir kaflar úr.
Eiríkur lærði utanskóla hjá séra Ragnari Ófeigssyni í
Fellsmúla. Á sumrin vann hann fyrir sér með vegavinnu.
Seinna lá svo leiðin til höfuðborgarinnar, í Menntaskól-
4
BÓKASAFNIÐ