Bókasafnið - 01.03.1990, Page 6
varð ríkisskóli. Áður höfðu sýslurnar í kring rekið skól-
ann og þrátt fyrir stórhug við stofnun hans var oft erfitt að
afla Qár til nauðsynlegustu framkvæmda.
Börnum þeirra Eiríks og Kristínar fjölgaði líka því alls
eignuðust þau ellefu börn á árunum 1940 til 1965. Afþeim
eru 10 á lífi. Síðasta ár þeirra hjóna á Núpi bjuggu þau með
fimm börnum sínum í prestsbústaðnum og 17 skóla-
sveinar í Núpsskóla höfðu þar einnig sína heimavist. Pétt
setinn bekkurinn þar.
Auk kennara- og preststarfa vann séra Eiríkur mikið að
félagsmálum og var m.a. forseti Ungmennafélags Islands
um 30 ára skeið. Var félagsmálastarfið mjög tímafrekt.
Skólamaður var hann mikill og undi sér vel fyrir vestan og
einnig Kristín sem þarna var á sínum heimaslóðum. Svo
kom þó að þeim hjónum þótti of mikið færst í fang að
sinna þessum tveim störfum auk félagsmála og hins stóra
heimilis og ákváðu að flytja. Nokkuð ýtti undir þessa
stóru ákvörðun að Sigurbjörn biskup hvatti Eirík að sækja
um prests- og þjóðgarðsvarðarstarfið á Þingvöllum.
Á Pingvöllum
„Reyndin varð sú að annir okkar hjóna minnkuðu síst
við búferlaflutningana og að auki voru allar aðstæður á
Þingvöllum mun verri en á Núpi á þessum árum, t.d. var
þarna aðeins lítil heimarafstöð til nota á vetrum en stærri
rafstöð í Valhöll þegar hótelið var opið á sumrum. Mos-
fellsheiði var ekki á vegaskrá vetrarmánuðina. Reyndi því
oft á kjark og dugnað við aðdrætti og opinber skyldustörf.
Hið fagra og fræga landslag á Þingvöllum, með gjám,
hraungjótum og stærsta stöðuvatni landsins, er heldur
ekki kjörlendi barnafjölskyldunnar. Þegar ég hugsa til
baka fyllist ég þakklæti fyrir það að ekkert slys henti fjöl-
skylduna þarna. Raunar vil ég kveða fastar að orði því
þetta er einn af sólargeislunum í minningunni.
Við bjuggum í hluta Þingvallabæjarins og var plássið
það lítið að við þurftum að koma bókum fyrir á nálægum
sveitabæ, þar sem við fengum að geyma þær uppi á hana-
bjálkalofti. Annars voru bækurnar geymdar í kjallara
Þingvallabæjarins að hluta og skapaði það mikið vanda-
mál því í vatnagangi kom vatn upp um gólfið. Varð oft að
hafa snör handtök við að bjarga bókum frá skemmdum.
Ég minnist þess að mér reyndist þetta oft erfitt þegar Eiríkur
var að heiman."
Bókasafnið stækkaði ekki síður en fjölskyldan. Þegar
þau hjón fluttu frá Núpi fylltu bækurnar einar einn vöru-
bílinn sem flutti búslóðina. Safnið jókst líka mun hraðar
eftir flutningana þar sem auðveldara var að afla bóka á
Þingvöllum heldur en fyrir vestan.
Utanríkisráðuneytið hafði til afnota hluta Þingvalla-
bæjarins og hafði þar boð og aðrar samkomur. Það kom
fyrir að húsnæði þess rúmaði ekki gestina og var þá stofa
þjóðgarðsvarðar til reiðu. Má geta nærri hversu þægilegt
það hefur verið fyrir þessa stóru fjölskyldu. Þjóðgarðs-
varðarstarfið var mikið og gestakomur tíðar. Risnupen-
ingar voru smáir. Kristín þurfti að sinna ferðamönnum
þegar Eiríkur var að heiman sem var oft vegna prests- og
félagsstarfa.
Kristín segir þau hafa furðað sig á því hve mikið bar
stundum við hjá því hjónanna sem var heima þegar annað
þurfti að skreppa frá. Venjulega gerist meira hjá þeim sem
að heiman fer en þarna snerist dæmið oft við.
Símstöð var á Þingvöllum og veðurathugunarstöð og
kom það í hlut þeirra hjóna, oft Kristínar, og barnanna að
sjá um hvort tveggja. Bæði störfin kröfðust mikillar
stundvísi. Sjálfvirkur sími var lagður til Þingvalla árið
1981 þegar Qölskyldan var að fara þaðan. Þjóðgarðurinn
átti bifreið sem tilheyrði starfmu og fór það saman að afla
aðdrátta fyrir starfsfólk og heimili. Eiríkur þurfti þarna að
læra að aka. Aldrei eignuðust þau bíl sjálf.
Börnin þurftu brátt að fara að heiman í skóla og var það
heilmikið fyrirtæki. Kristín minnist þess að eitt haustið
þurfti hún að pakka niður í 7 ferðatöskur fyrir jafnmörg
börn sem fóru hvert í sína áttina. „Þið getið nærri hvort ég
hef ekki verið orðin rugluð við að flokka ofan í þær, “ segir
hún og brosir við.
„Við réðumst í það að kaupa okkur íbúð í Reykjavík
árið 1967 og kostaði það mikið harðfylgi. En það var
nauðsynlegt til þess að börnin gætu haft samastað meðan
þau voru þar við nám. Þau unnu svo fyrir sér á sumrin,
m.a. heima á Þingvöllum, og lærðu fljótt að sjá sér far-
borða sjálf. Var það eðlileg afleiðing þess að ekki var
mikið til skiptanna."
í íbúðinni í Reykjavík var eitt herbergið tekið undir
bækur og var það herbergi vel nýtt. Til marks um það má
geta þess að þegar bækurnar voru fluttar þaðan austur á
Selfoss vógu þær um níu tonn. „Flutningabíllinn seig svo
niður að aftanverðu að hann „settist á tröppurnar". Hann
ætlaði aldrei að komast af stað og bílstjórinn var byrjaður
að segja ýmislegt óprenthæft," segir Kristín.
„Á Þingvöllum bjuggum við í rúm 20 ár og er ég þakk-
lát fyrir þau ár, sérstakjega það hversu mikillar verndar
almættisins við virtumst njóta þar.“ En frístundir þeirra
hjóna urðu ekki margar frekar en fyrir vestan. Gesta-
gangur var mjög mikill og þegar undirbúningur þjóðhá-
tíðarinnar 1974 hófst reyndi svo sannarlega á að hús-
bændur á Þingvöllum væru snarir í snúningum. Kristín
þurfti m.a. að taka misstóra vinnuflokka í fæði um lengri
eða skemmri tíma. „Kristín mín, og við erum bæði lifandi
enn,“ varð Indriða G. Þorsteinssyni, formanniþjóðhátíð-
arnefndar, að orði einhverju sinni er þau Kristín hittust 10
árum seinna.
„Þingvallanefnd var líka starfandi og voru samskipti
við nefndarmenn margvísleg eins og verkefnin á
staðnum. Margir urðu góðir vinir okkar og eru það enn. “
Og enn var flutt...
„Þegar aldurinn fór að færast yfir okkur og mál til
komið að taka sér frí frá opinberum störfum þurfti að
ákveða hvert halda skyldi. Ég vildi fara í austurátt. Eiríkur
hefur áreiðanlega einnig haft þá skoðun en lét fátt uppi. -
Kannski var hann að leita að minni? Ég vildi gjarnan að
hið mikla bókasafn okkar kæmist í nágrenni við þann stað
þar sem fyrsti vísir þess hafði myndast. Við vorum svo
heppin að geta keypt húsið að Hörðuvöllum 2 sem hafði
verið læknisbústaður um árabil. Það er rúmgott og hið
mikla bókasafn komst þar ágætlega fyrir. íbúðina í
Reykjavík seldum við og þurftum því ekki að skulda í
húsinu og veitti það okkur ómetanlegt öryggi. Árið 1981
hélt fjölskyldan sín fyrstu jól á Selfossi og um áramótin
6
BÓKASAFNIÐ