Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1990, Blaðsíða 7

Bókasafnið - 01.03.1990, Blaðsíða 7
Frú Kristín hefur löngum veríð umkríngd börnum og bókum. Hér les hún fyrir dótturbörn sín. (Ljósm. Sigurðurjónsson) 1981-2 skilaði Eiríkur af sér embættum sínum á Þingvöll- um. Prófastsembætti hafði hann gegnt frá árinu 1972 í viðbót við prestsstörfin og embætti þjóðgarðsvarðar. Börnin, fimm drengir og fimrn stúlkur, voru flest flogin úrhreiðrinu. Öllfóruþauíframhaldsnám. Elsti sonurinn, Aðalsteinn, er nú skólameistari Kvennaskólans í Reykja- vík, Jón er jarðfræðingur, Hildur starfar hjá Ríkisútvarp- inu, Ágústa er hjúkrunarfræðingur á Sauðárkróki, Jónína er bókasafnsfræðingur og kennari á Kleppjárnsreykjum, Magnús er véltæknifræðingur, Guðmundur er bygginga- tæknifræðingur, Ásmundur er rafmagnsverkfræðingur í Reykjavík en býr hér hjá mér, Aldís er kennari á Klepp- járnsreykjum og yngsta dóttirin, Ingveldur, sem einnig býr hér, hefur lokið stúdentsprófi. Hjálpa þau systkinin mér að hugsa um safnið en til þess fæ ég nokkurn styrk frá Selfossbæ og ríkinu.“ Kristín tjáir mér að sér finnist allt öðruvísi að sjá um bækurnar eftir að þær voru gefnar, ábyrgðin sé miklu meiri. Hún skilur húsið aldrei eftir mannlaust. Á Selfossi er flóðahætta eins og á Þingvöllum. Ölfusá getur flætt og jafnframt getur vatnsstaðan orðið það há að niðurföllin taki ekki við, vatn getur jafnvel komið upp unr þau. Slíkt hefur gerst. „Eftir komuna á Selfoss beið okkar mikið verkefni - að koma safninu fyrir í húsinu. Á þrem hæðum var hillunr komið fyrir þar sem veggrými var og síðar í skápum eftir endilöngum gólfum. Að færa til milli hæða, flokka og hagræða var verk sem í raun tók ekki enda. Eiríkur vann að því síðustu æviárin að skrá safnið upp á nýtt en aðfangaskrá hélt hann alltaf. “ Skrá þessi er ómetanleg heimild um uppruna bókanna (höfundur, titill, útgefandi, útgáfustaður og ár, blaðsíðutal, af hverjum var keypt, fyrir hve mikið og hvaða dag) og ber höfundi sínurn fagurt vitni. Er ekki ósennilegt að hún verði með verð- mætari riturn í safninu er fram líða stundir. Hin síðustu ár hafa svo synir þeirra hjóna, Aðalsteinn og Ásmundur, haldið þessu starfi áfram með þeim breyt- ingum að nú er skráð í tölvu og notað til þess forrit sem þeir hafa sjálfir búið til. Bókasöfnunin Hvernig stóð svo þessi stóra fjölskylda að því að koma upp þessu mikla og vandaða bókasafni? Að sögn Kristínar sá Eiríkur alveg um söfnunina og safnið. Eins og áður hefur komið frarn átti hann allgott safn þegar þau giftust og hélt áfram að byggja það upp. Eiríkur var að því leyti frábrugðinn mörgurn söfnurum að hann sóttist ekki fyrst og fremst eftir fágætum bókum heldur einkum og sér í lagi bókum senr gátu komið honum að notum sem kenn- ari, prestur og fræðari. Hann lagði áherslu á að eignast öll rit eftir helstu íslensku höfundana og hafði þá til að byrja með til viðmiðunar Lestrarbók Sigurðar Nordals eins og áður sagði. Nordal vísaði honum á Helga Tryggvason bókbindara sem var Eiríki síðan mest innan handar við söfnunina. Verulegur hluti safnsins er þannig tilkominn að Eiríkur keypti söfn úr dánarbúunr. Fyrsta safnið senr hann keypti úr dánarbúi var safn Aðalsteins Signrunds- sonar, kennara og fræðslustjóra, sem var frá Eyrarbakka og hafði hvatt Eirík til náms og veitt honunr handleiðslu í félagsmálum. Eiríkur tók við sem forseti Ungmennafé- lags íslands af Aðalsteini. Safnið var um 3.000 bindi og í því var nr.a. mikið safn færeyskra bóka. Þau Eiríkur og Kristín sóttu safnið suður. Þau tóku sér far með línuveið- ara vestur og hrepptu hið versta veður á leiðinni. „Þá komunrst við næst því að tapa bókunr, og raunar lífinu unr leið,“ segir Kristín, aðspurð hvort aldrei hafi glatast bækur úr safninu. „Skömmu eftir að við fluttumst að Þingvöllum bauðst Eiríki safn Sveins heitins Björnssonar, fyrsta forseta íslands. Erflngjar hans höfðu leitað eftir kaupanda og gat konrið til nrála að safnið færi úr landi. Þetta var ákaflega verðnrætt safn. M.a. voru í því ljósprentaðar útgáfur handrita úr safni Árna Magnússonar, áritaðar afútgefand- anum, Munksgaard. Kjarni safnsins var gömul tínrarit; Félagsrit Jóns Sigurðssonar, Rit Lærdómslistafélagsins, Gestur Vestfirðingur og fleiri kjörgripir. Eiríkur hafði kynnt sér safnið og taldi það varða við þjóðarsóma að það tvístraðist ekki né færi úr landi. Ákveðið var að kaupa safnið þrátt fyrir þröngan fjárhag eftir flutningana. Safn- inu fylgdi lítill skápur sem smíðaður hafði verið fyrir stærstu og þyngstu handritin og þá um leið lítið lesborð fyrir forsetann. í einfaldleika sínum er hann stofugersemi og geymir marga dýrustu fjársjóði íslenskrar tungu.“ Bækur um íslensk fræði og tungumál keypti Eiríkur af Alexander Jóhannessyni, þáverandi rektor Háskólans, og rímnasafn gott fékk hann úr safni Ólafs Lárussonar. Þá er ótalið biblíusafnið sem er afar verðmætt, enda geymt í bankahólfi. Það safn er mjög heillegt og lítið um gölluð eintök. Eiríkur lagði mjög mikið upp úr því að fá falleg og gallalaus eintök í góðu bandi. Eitt megineinkenni safnsins er hversu fallegar bækurnar eru. Eiríkur var tíður gestur BÓKASAFNIÐ 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.