Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1990, Side 9

Bókasafnið - 01.03.1990, Side 9
Frú Kristín og Rósa Traustadóttir ræða örlög Hrafnhettu... (Ljósm. SigurðurJónsson) við munum deila húsnæði með. Við vitum ekki ennþá hvenær það verður en ég gæli við þá hugmynd að hægt verði að flytja þegar haldið verður upp á 100 ára afmæli Ölfusárbrúar árið 1991. Þá munum við um leið flytja Eiríks- safn. En við erum þegar farin að nota það. Ef bók er ekki til á safninu hjá okkur athugum við strax hvort hún er til þar.“ - Margar bækur í Eiríkssafni eru mjög verðmætar. Hafið þið hugsað ykkur að halda þeim sér? „Já, þarna eru mjög verðmætar bækur eins og biblíu- safnið og ljósprentanir handrita og fleiri verðmætar bækur sem verða aðeins notaðar sem sýningargripir. Og eins og ég sagði áðan munum við halda röðun bókanna eins og hún er núna og hafa safnið sér á einum stað, nálægt lestr- arsal, þannig að notendur hafi aðgang að bókunum með milligöngu bókavarðar. Við munum svo líklega raða þeim smám saman upp með öðrum bókum safnsins og fylla þannig upp í eyður sem eru nú í safnkostinum. Við getum þá líka leyft okkur að lána út fleiri bækur í safninu, þ.e. bækur sem hingað til hafa eingöngu verið til afnota á lestrarsal." - Bókakostur safnsins jókst um meira en helming við gjöfþeirra Eiríks ogKristínar. Sjáiðþið ekki fram áaukna starfsemi þegar flutt verður? „Jú. Eins og ég sagði áðan fáum við um fjórum sinnum stærra húsnæði til umráða. Stöðugildi eru nú 3'/2 og sé ég fram á að þurfa heila stöðu í viðbót þar sem safnið kemur til með að verða á tveim hæðum. í safninu er nú lestrarsal- ur, barnadeild og fullorðinsdeild. Væntanlega komum við bráðlega á laggirnar nýsigagnadeild með myndböndum, snældum og tungumálanámskeiðum. Við höfum sögu- stundir fyrir börn, kynnum safnið nemendum barnaskóla staðarins, lánum út hljóðbækur fyrir blinda og sjónskerta og þjónum ýmsum stofnunum. Nemendur og kennarar skólanna hérna hafa notað safnið mikið og munu nota enn meir þegar Eiríkssafn verður komið í sama húsnæði og öll aðstaða mun betri. Fjöldi útlána hefur verið 41-45 þúsund á ári sl. þrjú ár. Ég held mér sé því óhætt að segja að starf- semin hafi verið mikil. Sú mikla hvatning og styrkur sem felst í gjöf þeirra Eiríks heitins og Kristínar og þeirri ákvörðun bæjarstjórnar Selfoss að láta safnið hafa hið gullfallega hús K.Á. til afnota mun líka efla okkur til nýrra dáða. Ég get sagt frá því að á efstu hæð hússins er gömul húsvarðaríbúð. Upp hefur komið sú hugmynd að hafa þar aðstöðu fyrir fræðimenn sem geta dvalið þar um lengri eða skemmri tíma. Eiríkssafn mun örugglega draga marga að. í viðtalinu við Kristínu er m.a. getið um hið verðmæta safn Sveins Björnssonar forseta. Það eru hins vegar færri sem vita að Sveinn batt sjálfur inn margar bókanna. Ein bókanna, Saga Ólafs Tryggvasonar, mikill stássgripur senr kom út 1892, hefur að geyma bókmerki Sveins og eiginhandar- áritun hans á saurblaði. Og þar stendur einnig: „Þessa bók batt ég sjálfur inn sumarið 1893. S.B.“ Þessi bók er ein- stök og hið sama er að segja um margar aðrar bækur í þessu ómetanlega safni sem við munum leggja okkur fram við að miðla fróðleik og ánægju úr eins og fyrri eig- endur þess.“ SUMMARY „/have always feltgood among books“ An interview with Mrs. Kristín Jónsdóttir In 1984 bestowed the late Rev. Eiríkur J. Eiríksson and his wife Kristín Jónsdóttir their private collection of 30.000 volumes to the Sel- foss Public Library. This has been the largest recorded book gift in the history of Iceland. The interview was taken with Rev. Eiríksson's widow who narrates a collector's busy life and highlights the major events of a large family as well as the often arduous process of collecting books. Some of the most precious parts of the collection are also discus- sed. At the end there is another, much briefer, interview with the head librarian whose responsibility now is to safely house the gift collection and to make it accessible. It is confirmed that when the library moves to new premises in the near future enough space will be secured for this unprecedented gift. BÓKASAFNIÐ 9

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.