Bókasafnið - 01.03.1990, Síða 10
Helga K. Einarsdóttir bókasafnsfræðingur, Bókasafni Kópavogs
Barnabækur
Yfirlit áranna 1987-1989
Einhvern tíma á árinu 1988 hafði ég orð á því að í tíma-
ritinu Bókasafninu mættu gjarna birtast yfirlits-
greinar yfir bókaútgáfu nýliðinna ára, bókavörðum til
glöggvunar.
Ritstjóri Bókasafnsins greip mig glóðvolga og bað mig
að skrifa slíka grein um barnabækur síðastliðinna tveggja
ára. Að sjálfsögðu gat ég ekki skorast undan því.
Þetta var hins vegar bæði erfiðara og viðameira verk en
ég hafði haldið, það sá ég er ég byrjaði á því, m.a. vegna
þess að bókaskrá 1988 er ókomin út (í des. 1989 - innsk.
ritstj.), og verður því að styðjast við aðrar heimildir, s.s.
Bókatíðindi og bókakost Bókasafns Kópavogs. Allar
tölur eru hér birtar með þeim fyrirvara að þeim geti skeik-
að. Einnig vil ég hafa þann fyrirvara á, um mat á bókum,
að þar er að sjálfsögðu aðeins um mitt mat að ræða þó að
ég reyni að hafa það eins hlutlægt og mér er unnt. Ég tek
einnig inn í þessa grein að nokkru leyti barnabókaútgáf-
una 1989, en þar verð ég að hafa enn einn fyrirvarann; ég
er ekki búin að lesa nema sumar unglingabækurnar og
verða því flokkanir á þeim enn óöruggari en ella. Hins
vegar þótti mér nauðsynlegt að hafa hana með til hliðsjón-
ar.
Hér á eftir fer listi yfir þær barnabækur síðustu ára sem
ég tel allgóðar. Þær sem að mínum dómi eru í „hæsta
gæðaflokki“ eru stjörnumerktar. Á þessum lista eru 32
bækur, sem ég tel allgóðar fyrir eldri börn, frá árinu 1987,
25 frá árinu 1988 og 21 bók útgefin 1989. Þær mynda-
bækur fyrir litlu börnin, sem ég tel sómasamlegar, eru 19
árið 1987, 12 árið 1988 og 20 árið 1989. Nákvæmar tölur
yfir heildarfjölda útgefinna barnabóka þessara ára er erfitt
að finna þar sem íslensk bókaskrá fyrir árin 1988 og 1989
er ekki komin út. Árið 1987 komu út 134 bækur og bæk-
lingar fyrir börn. Þar af eru 34 sögur eftir íslenska höf-
unda, 30 eftir erlenda höfunda, 8 fræðibækur og 7 ljóða-
bækur.
Rétt er að taka fram að á listanum er einungis um sögu-
bækur að ræða en ljóð og fræðibækur tek ég til meðferðar
síðar í greininni. Á eftir þessum lista fara umsagnir um 2-4
bækur frá hverju ári (1987, 1988 og 1989). Ég hefði viljað
hafa þær fleiri en tími og rúm leyfðu það ekki.
Góðar sögur fyrir börn og unglinga
(Aldur lesenda dlgreindur í sviga.)
1987
Andrés Indriðason: Stjörnustælar (10-15) Mál og menning
Andrés Indriðason: Upp á æru og trú (12-16) Mál og menning
Auður Haralds: Elías kemur heim (8-16) Iðunn
* Berry, Liz: Er þetta ást (12-16) Iðunn
* Bodelsen, Anders: Gullregn (10-14) Örn og Örlygur
* Brandt, Hanne: Bláa hjólið (10-14) - léttlestrarbók - Skjald-
borg
* Brandt, Hanne: Linda systir mín (10-14) - léttlestrarbók -
Skjaldborg
Cross, Gillian: Á toppinn (12-16) Mál og menning
Elmer, Martin: Ég þoli ekki mánudaga (11-15) Iðunn
* Eyjólfur Guðmundsson: Vökunætur (8-12) Dyngja, 2. útg.
* Fjöður hauksins hugprúða og fleiri rússnesk ævintýri (5-10)
Mál og menning
Græna höndin og aðrar draugasögur (8-12) Mál og menning
* Guðlaug Richter: Sonur Sigurðar (12—) Mál og menning
Guðmundur Ólafsson: Klukkuþjófurinn klóki (8-12) Vaka-
Helgafell
* Guðrún Helgadóttir: Sænginni yfir minni (10-14) Iðunn
Gunnhildur Hrólfsdóttir: Sporí rétta átt (11-15) ísafold
* Helga Ágústsdóttir: Og hvað með það? (14-) Iðunn
Herdís Egilsdóttir: Rympa á ruslahaugnum (9-11) Iðunn
* Iðunn Steinsdóttir: Olla og Pési (5-12) Almenna bókafélagið
Krever, Jetty: Slysið (10-14) - léttlestrarbók - Skjaldborg
* Kristín Steinsdóttir: Fransbrauð með sultu (7-12) Vaka-
Helgafell
* Lindgren, Astrid: Rasmus fer á flakk (7-14) Mál og menning,
ný þýðing
* Lindgren, Astrid: Sögur og ævintýri (5-10) Mál og menning
Lofting, Hugh: Dagfmnur dýralæknir í Apalandi (6-10) Örn og
Örlygur, 2. útg.
MacDonald, Betty: Sigga Vigga og börnin íbænum (5-10) ísa-
fold, 2,útg.
Magnea frá Kleifum: Tobías, Tinna og Axel (5-10) Iðunn
* Margrét E. Jónsdóttir: Skotta og vinir hennar (5-8) Mál og
menning
* Nöstlinger, Christine: Vinur minn Lúki (11-15) Mál og
menning
* Porter, Eleanor H.: Pollýanna (8—) Mál og menning, 2. útg.
Sommer-Bodenburg, Angela: Litla vampýran (8-12) Nálin
* Stark, Ulf: Einn úr klíkunni? (11-15) Iðunn
Þorsteinn Marelsson: Siggi og félagar (9-12) Skákprent
Myndabækur fyrir litlu börnin:
Alex, Ben: Chebet og týndi kiðlingurinn (4-8) Salt
Andersen, H.C.: Hans klaufi (5-8) Fíladelfía
Andersen, H.C.: Litla hafmeyjan (5-10) Fíladelfía, 2. útg.
Axelson, Sun: Sagan um sögu (5-8) Iðunn
* Bergström, Gunilla: Einar Áskell og Milla (3-6) Mál og
menning
Balzola, Asun: Vor (2-5) ísafold
Carpenter, Marcos: Carlos (5-8) Salt
Civardi, Anne: Við, sem vinnum verkin (2-6) Forlagið
Forsman, Erik: Jólagleði (3-6) Iðunn
Fons, Benny: Dísa litla (2-5) Björk
* Iðunn Steinsdóttir: Iðunn og eplin (6-9) Námsgagnastofnun
* Jóhannes úr Kötlum: Saga af Suðurnesjum (5-9) Mál og
menning
* Milne, A.A.: Bangsímon kemst í klípu (3-6) Vaka-Helgafell,
2. útg.
* Nordquist, Sven: Jólagrauturinn (4-8) Forlagið
* Nordquist, Sven: Veiðiferðin (3-8) Iðunn
* Ragnheiður Gestsdótdr: Sköpunin (2-8) Námsgagnastofnun
10
bókasafnið