Bókasafnið - 01.03.1990, Side 12
* Lindgren, Astrid: Ég vil ekki fara að hátta (3-5) Mál og menn-
ing
* Lindgren, Astrid: Jól í Ólátagarði (4-8) Mál og menning, 2.
útg.
* Ludvik, Emil: Lata stelpan (3-6) Mál og menning, 2. útg.
Löfgren, Ulf: Albin og riddararnir (3-6) Iðunn
* Ólafur Gunnarsson: Fallegi flughvalurinn (4-8) Forlagið
* Rius, Maria: Sjón, Heyrn, Lykt, Bragð, Tilfmning (5 bækur)
(2-5) ísafold
* Sigrún Eldjárn: Kuggur, Mosi og mæðgurnar (5-9) Forlagið
* Tíu Grimmsævintýri (4-8) Iðunn
Umsagnir
Pollýanna / Eleanor H. Porter;
Freysteinn Gunnarsson þýddi.
- Reykjavík : Mál og menning, 1987.
Pollýanna Whittier er 11 ára gömul munaðarlaus telpa.
Hún er send í fóstur til móðursystur sinnar, ungfrú Pollýjar,
sem er á móti skapi að taka telpuna. Pollýanna er ástúðleg
og glaðlynd telpa sem öllum vill gera gott og þráir inni-
lega að eignast heimili og einhvern að halla sér að. Hún
byrjar strax að lcika gleðileikinn sem faðir hennar hafði
fundið upp á. Sá leikur er fólginn í því að reyna alltaf að
fmna eitthvað til að gleðjast yfir, hvernig sem gengur í líf-
inu. Pollýanna fer víða um bæinn og breiðir birtu og yl
kringum sig en verður svo fyrir alvarlegu áfalli og þá
dugir leikur hennar tæpast. En öll él birtir upp um síðir.
Ef við höfum í huga að bókin er skrifuð fyrir árið 1913
kemur í ljós að höfundur er talsvert frjálslyndur í skoðun-
um. Stéttaskiptingin er víða gagnrýnd, t.d. í samskiptum
Nönnu vinnustúlku og ungfrú Pollýjar. Höfundur hæðist
að sjálfumgleði fína fólksins. Réttur ástarinnar má sín
meir en auðæfi, foreldravald og stéttaskipting (sbr.
móður Pollýönnu). Og höfundur heldur fram rétti stúlku
til að standa gegn vilja foreldra, en það var ansi róttækt um
aldamótin.
En hvað sem þessum hugleiðingum líður er það stað-
reynd að Pollýanna er enn lesin af svipaðri hrifningu og
þegar hún kom fyrst út. Það á hún ýmsu að þakka. Bókin
er vel skrifuð, enginn predikunartónn, en frásögnin lif-
andi og spennandi. Persónan Pollýanna vekur samúð og
aðdáun í senn og kærleiks- og gleðiboðskapur hennar
höfðar til lesenda, því að flest vildum við helst trúa að hið
fagra og góða, ást og gleði, sigri.
Sagan er þýdd á gott mál, svolítið hátíðlegt þar sem það
hæfir textanum. Letrið er skýrt, prentvillur engar og
Þessi tvö eru ánægð á bókasafninu.
kápumynd falleg, en mikið skelfing er pappírinn leiðin-
legur.
Sagan er fyrir u.þ.b. 8 ára og eldri.
Sænginni yfír minni / Guðrún Helgadóttir.
- Reykjavík: Iðunn, 1987.
Þetta er þriðja bókin um þær systur Heiðu, Lóu-Lóu og
Öbbu hina og fólkið kringum þær. í þetta sinn er sagan
sögð frá sjónarhóli Öbbu hinnar.
Abba hin er orðin sjö ára og er ekki eins og fólk er flest.
Hún er að mörgu leyti mjög bráðþroska og sérkennilega
greind. Hún trúir því að það borgi sig að vera góður. Með
hægð, ljúflyndi og hreinskilni tekst henni að koma til
leiðar ýmsu sem engir aðrir geta. Abba hin segir það sem
hún meinar og er óhrædd við flest - og ímyndunaraflið er
í góðu lagi.
Persónur í bókinni eru flestar þær sömu og í fyrri
bókunum, fáeinar eru að vísu horfnar og aðrar hafa bæst
við. Mamma er heima og á von á nýju barni. Pabbi er á
sjónum, fyrst á síld sem bregst og svo á togara. Afi og
amma eru hlý og börnunum mikils virði sem fyrr. Systkinin
eru sjö, þrjár systur og fjórir bræður. Heiða er í vist, Lóa-
Lóa og Abba hin snúast heima við og passa yngsta strák-
inn, Guðberg, en stóru strákarnir eru í saltfiski.
Bókin er vel úr garði gerð, letur skýrt og fallegt, pappír
góður og kápumynd aðlaðandi. Myndir eru eftir Sigrúnu
Eldjárn og eru margar bráðskemmtilegar og falla vel að
efninu. Hænan sem kúrði í handarkrikajóns hennar Guð-
finnu var að vísu svört en ekki hvít (mynd s. 56, texti s.
57).
Jóra og ég / Guðiaug Richter.
Reykjavík : Mál og menning, 1987.
Sögumaður er stúlka um tvítugt, nýstúdent, og kærast-
inn nýbúinn að segja henni upp. Það er henni mikið áfall
því að hún hafði alveg einangrað sig með kærastanum,
sleppt vinkonunum og ekki hugsað um neitt annað en
hann. Hún verður því talsvert þunglynd og í einmanaleik
sínum fer hún að vinna fyrir „austan", á bókasafni, og
kemst þar í gamalt handrit af Jóru sögu. Og þar hefst aðal-
sagan því Jóra hafði verið unglingsstúlka í Heklugosinu
þegar Þjórsárdalur fór í eyði.
Þarna er fléttað saman nútímanum og gamla tímanum.
Unga stúlkan árið 1140 og unga stúlkan árið 1980 eiga
margt sameiginlegt en aldarháttur og ýmsir möguleikar
þeirra eru ólíkir. Sögumaður segir sögu Jóru og tengir
hana jafnframt við sjálfa sig.
Þetta er skemmtileg saga og spennandi en ef til vill að
sumu leyti fremur fyrir fullorðna en börn. Að minnsta
kosti er það aðeins ákveðinn og ekki mjög stór hópur ung-
linga sem les sögur Guðlaugar Richter. Guðlaug er þó að
mínum dómi einn okkar allra merkasti unglinga-
bókahöfundur. Kannski má bera hana saman við einn
úrvalshöfund sænskan, Mariu Gripe, en um hana er sagt
að það séu yfirleitt greindustu börnin og foreldrar þeirra
sem lesa bækur hennar.
Málfar er fallegt og hæfir efninu og prentun og pappír í
besta lagi. Sagan er fyrir 14 ára og eldri.
12
BÓKASAFNIÐ