Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1990, Page 15

Bókasafnið - 01.03.1990, Page 15
telja að nýir íslenskir höfundar hafa stigið fram á ritvöllinn og sent frá sér hverja bókina annarri betri. Sem dæmi um þetta má nefna Guðlaugu Richter, Helgu Ágústsdóttur (að vísu hefur ekki komið út bók eftir hana í tvö ár) og Iðunni og Kristínu Steinsdætur. Einnig hefur hlutur vandaðra, þýddra bóka aukist, „nýir höfundar" komið fram á sjónarsviðið (dæmi: C.S. Lewis, Christine Nöst- linger) en ruslbækur hafa að sama skapi látið undan síga. Virðist mér að þessi þróun haldist í hendur við þá almennu þróun í þjóðfélaginu að myndbönd og sjónvarp eru að verulegu leyti að taka við hinni einföldustu afþreyingu af „sjoppubókunum“ en menn reyna að afla sér bitastæðari skemmtunar af bókum. Með þessu er ég að sjálfsögðu ekki að halda því fram að afþreying sé af hinu vonda, hún er öllum nauðsynleg inn á milli. Við megum heldur ekki gleyma því að „skemmtunar- krafan" er sterkari gagnvart barnabókum en bókum fyrir fullorðna. Krakkar lesa ekki bók ef þeir halda að hún sé leiðinleg. Og bók sem enginn les kemur engum að gagni. En svolítið hefur mér þótt brydda á því sjónarmiði hjá bókavörðum (einkum skandinavískum) að létt og vinsæl barnabók geti vart verið góð. Sænskir bókaverðir hafa deilt um það í ræðu og riti frant á þennan dag hvort Astrid Lindgren sé góður barnabókahöfundur eða ekki. Eitt enn verð ég að nefna hér. Oft skiptir meira máli en menn grunar, í sambandi við það hvaða bækur börn og unglingar lesa, hvernig bókarkápurnar eru. Þær þurfa að vera með mynd sem gengur í augu, vekur athygli og jákvæðar væntingar, en er jafnframt ekki misvísandi um efni bókarinnar. Og baksíðutexti verður að hæfa mynd- inni. Þessu eru bókaútgefendur nú farnir að gera sér betur grein fyrir en áður en þó má á síðustu árum sjá sorgleg dæmi um að útlit bóka eyðileggur að verulegu leyti möguleika þeirra. Mig langar að taka dæmi um nýlegar bækur sem að mínu mati eru afbragðsgóðar en hafa alls ekki náð til unglinga vegna útlits síns. Þetta eru: Á topp- inn eftir Gillian Cross og Flautan og vindurinn eftir Stein- unniJóhannesdóttur. Svo er ein nýútkomin bók eitt alvar- legasta dæmið um þetta. Sjálft Norðurlandaráð gefur hana út. Þetta er bókin Mamma feráþingeftir Steinunni Jóhannesdóttur. Bókin er fróðleg, skemmtileg og hlýlega skrifuð, eins og Steinunnar er von og vísa. En mikið skelf- ing þyrfti hún (eða útgefendur hennar) að hafa betri ráð- gjafa um útlit bóka. Útlit þessarar bókar er dauflegt, kápan er litlaus (ljós - gráblá), titillinn er prentaður með hvítu og sést varla og svart-hvíta (eiginlega grá-hvíta) ljósmyndin framan á kápunni er dauf og svo smá að and- litsdrættir persónunnar sjást ekki. Og til að kóróna allt saman er brotið þannig að helst minnir á kennslubók í reikningi. Ég á varla von á að margir kaupi eða lesi þessa bók, fólk einfaldlega sér hana ekki! Og það er synd og skömm. Flestar bækur, prentaðar í samprenti (fjölþjóðaprent), hafa ekkert blaðsíðutal. Þetta er ekki stórvægilegur galli þegar um er að ræða bækur sem innihalda eina stutta sögu eða lítið lesmál. En mér þykir málið versna allmjög þegar þykkar bækur með mörgum sögum, eins og t.d. hin gull- fallega bók /ævintýralöndum (Mál og menning, 1988) eru þessu marki brenndar. Þetta hlýtur að mega laga. Að lokum þarf ég að hnýta í eitt enn áður en ég hætti þessu. Ævintýraferðin (Vaka-Helgafell, 1988) er svo stór að vart nokkurt barn getur haldið á henni, það er ekki hægt að skoða hana nema liggjandi á gólfi eða stóru borði og eiginlega er ómögulegt að lesa hana fyrir börn stærðar- innar vegna. Þessi bók fékk þýðingarverðlaun skólasafna- nefndar Reykjavíkurborgar og efa ég ekki að þýðingin sé góð, en það hefur því miður lítið upp á sig efbókin er nán- ast ónothæf. Ég vona að ekki verði framhald á svona útgáfu. Fræðibækur Að lokum ætla ég að geta hér aðeins um fræðibækur fyrir börn og unglinga. Nokkrar slíkar bækur hafa komið út hin síðari ár. Er þar einkum um að ræða erlendar bækur með mörgum myndum (fjölþjóðaprent), þýddar og stundum staðfærðar. Yfirleitt er ekkert nema gott eitt um þessar bækur að segja. Mig langar að víkja að einni þessara bóka og svo tveim íslenskum. Veðrið eftir F. Pohlman, þýtt og staðfært af Páli Berg- þórssyni, er skýr og skilmerkileg bók um veðurfar og þó að hún sé miðuð við unglinga er hún ekki síður fyrir full- orðna. Villtu spendýrin okkar eftir Stefán Aðalsteinsson er ekki síður skemmtileg og fróðleg aflestrar en fyrri bækur höfundar, svipaðs eðlis, Húsdýrin okkar og Fugl- arnir okkar, en því miður eru myndirnar ekki jafngóðar og í hinum tveim. Barnaorðabókin eftir SigurðJónsson er mjög fróðleg og skemmtileg með góðum útskýringum orða, bæði í máli og myndum. Hún er jafnt fyrir börn og fullorðna og ætti að vera til á hverju heimili. Allar þessar bækur eru vandaðar að öllum frágangi. Hér hefði að sjálfsögðu mátt halda lengi áfram og bæta mörgu við. Freistandi hefði verið að skrifa sérstakan kafla um myndskreytingar bóka, teiknara og myndabækur - sömuleiðis að taka sérstaklega fyrir útgáfu léttra bóka, svonefndra léttlestrarbóka, sem kennarar hafa lengi barist fyrir og nú virðist loks vera að glæðast. En einhvers staðar verður að hætta og nú er mál að linni. Ég ætla að enda á gamalli vísu sem er í takt við það sem hér hefur verið fjallað um. Að lesa og skrifa list er góð, læri það sem flestir. Þeir eru haldnir heims hjá þjóð höfðingjarnir mestir. SUMMARY Children‘s books in 1987, 1988 and 1989: a review The article presents a critical overview of children's books publishing trends in Iceland during the past three years. A list of selected books published in this period with a special section for picture books for each year is followed by the synoptic analysis of a few selected publications with the aim of providing a clue to the author's evaluation standards. The book list itself employs an asterisk marking technique for best books and recommended age groups are also indicated. In the second part some particular issues like publishing poetry for children, the ques- tion of new editions and reprints, the growing share of picturc books, marketing children's books and non-fiction publications are discussed and illustrated with actual case-studies. BÓKASAFNIÐ 15

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.