Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.03.1990, Qupperneq 17

Bókasafnið - 01.03.1990, Qupperneq 17
Þorbjörn Broddason dósent, Háskóla íslands Bóklestur og ungmenni Um alllangt skeið hef ég, einn eða með öðrum, gert kannanir meðal íslenskra ungmenna á aldrinum 10-15 ára. Markmið þessara kannana er og hefur verið að varpa ofurlitlu ljósi á líf ungmennanna, vcnjur þeirra og viðhorf. Þessar kannanir hafa farið þannig fram að staðl- aðir, skriflegir spurningalistar hafa verið lagðir fyrir slembiúrtak nokkurra hundruða grunnskólanema og höfum við notið ntikillar velvildar skólayfirvalda við að ná til þeirra. Spurningar okkar hafa í ríkum mæli lotið að tómstundavenjum og hafa spurningar um fjölmiðla- notkun verið fyrirferðarmestar. Fyrsta könnunin fór fram fyrir rúmum tuttugu árunt og þær sem síðar hafa verið gerðar hafa að hluta til byggst á spurningum samhljóða þeim sem lagðar voru fyrir í fyrstu könnuninni. Við erum því búin að safna sjóði upplýsinga sem m.a. má beita til að leggja mat á breytingar á tómstundavenjum frá því á síðari hluta 7. áratugarins og fram á okkar dag. Breytingarnar eru margvíslegar og eiga sér vitaskuld mismunandi skýringar. Ungmennin hafa breyst og heimurinn hefur breyst. Sjóndeildarhringurinn er miklu stærri nú en fyrir tuttugu árum og ungmenni eru betur upplýst. Það má ugglaust þakka skólakerfmu í einhverjum mæli og einnig bókaútgáfu og bókasöfnum. Ekki síður hefur hann þó stækkað vegna aukinnar og bættrar fjölmiðlunar og auk- inna ferðalaga. Þegar kannanir okkar hófust árið 1968 kvaðst rúmur fnnmtungur þátttakenda í þeini (þeirra sem búsettir voru í Reykjavík) hafa farið utan. Sautján áruni síðar hafði þetta hlutfall aukist í nær þrjá fjórðu hluta (tafla 1). Tafla 2 Sjónvarps- og myndbandanotkun mæld og áætluð í klukkustundum. Reykjavíkurúrtök 1968-1985, einn skóli 1988. 4.-8. bekkur 1968 4.-9. bekkur 1979 4.-9. bekkur 1985 4.-9. bekkur 1988 10 klst. á viku 13 klst. á viku 16 klst. á viku 27 klst. á viku „venjulegs" íbúa hins iðnvædda hluta heimsins á okkar dögum (tafla 3). Taflan er byggð á heimildum úr ýmsum áttum og miðað er við 80 ára lífslíkur einstaklings sem fæddur er skömmu eftir miðja 20. öld. Tafla 3 Áætlaður tími sem fer í ýmsar athafnir „venjulegs11 íbúa iðnvædda heimsins (fædds nálægt 1960) á 80 ára ævi. Svefn 27 ár Vinna 12 ár Sjónvarpsnotkun 8ár Önnur fjölmiðlanotkun 7 ár Seta á skólabekk 2ár Allaraðrarathafnir 24 ár Taflal „Hefurþú einhvern tíma farið til útlanda?“ Hlutfall þeirra sem svöruðu játandi. Reykjavíkurúrtök. 4.-8. bekkur 1968: 21% 4.-9. bekkur 1979: 57% 4.-9. bekkur 1985: 73% Á tveimur áratugum hafa utanferðir með öðrum orðum breyst úr því að vera forréttindi lítils minnihluta ungmenna í það að vera hluti af lífsreynslu þeirra flestra. Breytingar á sjónvarpsnotkun hafa ekki síður verið drama- tískar (tafla 2; síðari mælingarnar tvær taka til sjónvarps- og myndbandanotkunar samanlagðrar og er það hér eftir nefnt „skjánotkun" til aðgreiningar frá sjónvarpsnotkun einni saman og myndbandanotkun einni saman). Eins og þessar tvær töflur bera með sér þá er ekki ofmælt að heimur íslenskra ungmenna hafi tekið nokkrum breytingum síðustu tvo áratugina, en auðvitað er ótalmargt annað sem kemur við þá sögu. Ég hef til gamans gert töflu yfir árafjöldann sem fer í ýmsar athafnir Þessi tafla liti töluvert öðru vísi út ef miðað væri við ein- stakling fæddan 30 eða 40 árum fyrr. Eins og sjá má er gert ráð fyrir að nokkru lengri tími fari í fjölmiðlanotkun samanlagða en í vinnuna og kann það að koma ein- hverjum á óvart. Þeim 24 árum sem áætluð eru í „Allar aðrar athafnir" er m.a. varið til neyslu matar, ferða til og frá vinnu, annarra ferðalaga, sumarleyfa, makaleitar, fjöl- skyldulífs, félagslífs, lesturs góðra og slæmra bóka og þannig mætti lengi telja. Ein spurningin á spurningalista okkar hljóðaði reyndar á þessa leið: „Hefurþú lesið einhverjar bækur (fyrir utan skólabæk- urnar) síðustu 30 dagana?“ og verður hér fjallað lítillega um svör Reykjavíkurungmenna við henni árin 1968, 1979, 1985 og 1988. í þrjú fyrstu skiptin voru þátttak- endur fengnir úr 5-8 skólum1 en í síðasta skiptið var aðeins farið í einn skóla og ekki tekið úrtak, heldur leitað til allra nemenda í 4.-9. bekk. í fyrstu könnuninni voru þátttak- endur úr 5 efstu bekkjum skyldunámsins en eftir það úr 6 ' í þessi skipti voru spurningalistar reyndar einnig lagðir fyrir skólaung- menni á Akureyri og í Vestmannaeyjum, en nær ekkert er vitnað til svara þeirra í þessari grein. BÓKASAFNIÐ 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.