Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.03.1990, Qupperneq 20

Bókasafnið - 01.03.1990, Qupperneq 20
Þóra Óskarsdóttir, bókafulltrúi ríkisins Almenningsbókasöfnin og lestrarárið 1990 Átakgegn ólæsi Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að árið 1990 verði helgað baráttunni gegn ólæsi. Mikið hefur verið unnið að þessum málum undanfarna áratugi og um skeið leit út fyrir að vænta mætti árangurs. Þannig var þriðjungur mannkyns talinn ólæs í byrjun áttunda ára- tugarins en fjórðungur nú. Þetta lítur því ekki illa út, eða hvað? Á árunum 1975-1985 fjölgaði læsum um 35% en mannkyni öllu um 40%. Ólæsum fjölgar því hvað sem hlutfallstölur segja og því er spáð að um 912 milljónir verði ólæsar um aldamót. í ljós kemur að konur standa ver að vígi en karlar, fimmti hluti karla er ólæs en þriðjungur kvenna. Þá er talið að yfir 100 milljónum barna gefist ekki kostur á skólavist. Við þetta bætist að mikil hætta er á því að margir, sem lært hafa undirstöðuatriði í lestri og taldir eru með læsum, týni niður kunnáttu sinni vegna bóka- skorts og æfingaleysis. í þróuðum löndum hefur ólæsi verið talið óverulegt, sagt að um 98% fólks, sem notið hefur venjulegrar skóla- göngu, læri að lesa. Á seinni árum hefur þó komið í ljós að ekki er allt sem sýnist í þessu efni. Svo kallað dulið ólæsi er að skjóta upp kollinum á meðal unglinga og fullorðins fólks. Því er haldið fram að í Bandaríkjunum sé lesskiln- ingi ábótavant hjá um 50% þjóðarinnar og í Vestur-Evr- ópu séu þetta um 25%. Talið er að á Norðurlöndum sé þetta hlutfall 10-20%. í samanburðarrannsóknum á lestr- arhæfni unglinga í lok grunnskólans hér á landi hefur komið í ljós að lesskilningur þeirra er fremur slakur að meðaltali. Það er því engin ástæða til að ætla að ástandið hér sé miklu betra en annars staðar. Nú er í undirbúningi alþjóðleg lestrarkönnun í 3. og 8. bekk þar sem prófaður verður lesskilningur, læsi almennt og að leita upplýsinga í texta. Könnunin nær til yfir 40 þjóða í öllum heimsálfum og er ísland eitt afrannsóknarlöndunum. Það hefur verið rætt um að nota þetta sem almennt könnunarpróf hér á landi 1991 en lokaniðurstöður verða væntanlegar 1992. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um þau áhrifsem vaxandi ólæsi getur haft, í þjóðfélagslegu, menningarlegu og efnahagslegu tilliti. Auk þess eru það sjálfsögð mann- réttindi að geta lesið, skilið og gert sig skiljanlegan í rituðu máli. Hvað er dulið ólæsi? Hér eru erlendu orðin functional illiteracy þýdd sem dulið ólæsi. Dulið ólæsi er skilgreint svo að fólk hafi að vísu lært að lesa en ekki nógu vel til að geta haldið kunn- áttu sinni við eða haft áhuga á því. Það á erfitt með að tileinka sér það sem texti hefur að geyma og getur því ekki lesið venjulegar bækur, tímarit eða blaðagreinar sér til gagns. Það getur ekki leitað sér að fróðleik og sumir geta jafnvel ekki lesið stutta texta, s.s. leiðarvísa og skjátexta í sjónvarpi. Dulið ólæsi er oft ómeðvitað, þ.e. viðkomandi gerir sér ekki grein fyrir því. Erlendis og einnig hér á landi hefur það valdið áhyggjum að nú fjölgar börnum og unglingum sem engan áhuga hafa á bóklestri. Skýringa hefur verið leitað í ung- lingamenningu síðustu ára en tónlistin er stór þáttur í þeirri menningu. í iðnþróuðum löndum hefur fjölgað mjög ljósvakafjölmiðlum sem flytja nær eingöngu popp- tónlist og hafa þeir dregið að sér athygli ungs fólks. Þannig hefur tími til lestrar skerst og áhugi dvínað. Á sama tíma hefur minni áhersla verið lögð á lestrarkennslu og kennslu í móðurmálinu. Nú er svo komið að víða er- lendis eru menn farnir að snúast til varnar með ýmsum hætti. Bókasöfn bjóða nú fjölbreyttari safnkost en áður handa fólki sem á við lestrar- og skriftarörðugleika að stríða og opinberir styrkir til útgáfu léttlestrarbóka, hljóð- bóka og hljóðtímarita hafa verið auknir. Almennings- bókasöfnin skipta varla sköpum í þessu máli en þau geta þó lagt sitthvað af mörkum til þess að hindra eða draga úr duldu ólæsi og liðsinnt á ýmsan hátt þeim sem eiga við les- erfiðleika að etja. Hlutverk almenningsbókasafna Talið er að Ludvig,Harboe hafi átt stærstan hlut í að ólæsi var útrýmt hér á landi á seinni hluta 18. aldar og var það mun fyrr en hjá nágrannaþjóðum okkar. Fyrsta lestr- arfélagið var stofnað undir lok aldarinnar. Vaxandi áhugi á menntun, aukin þjóðerniskennd og fróðleiksþorsti al- mennings leiddi til þess að lestrarfélögum fjölgaði ört á 19. öld. Lög um skólaskyldu voru ekki sett hér fyrr en árið 1907 og voru lestrarfélögin því nokkurs konar skólar fyrir almenning. Almenningsbókasöfnin eiga rætur sínar að rekja til lestr- arfélaganna. f fyrstu lögunum um almenningsbókasöfn, sem sett voru 1955, var megináhersla lögð á menntunar- hlutverk bókasafna en í núgildandi lögum stendur að þau séu „...mennta-, upplýsinga- og tómstundastofnanir fyrir almenning.11. Samkvæmt yfirlýsingu Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) um almenningsbókasöfn eru þau.....lifandi tæki til efl- ingar menntunar, menningar og upplýsinga og mikil- vægar stofnanir til stuðnings við frið og gagnkvæman skilning milli manna og þjóða. “ og „Hlutverk almenn- ingsbókasafns er að gefa fullorðnum jafnt sem börnum möguleika á að fræðast um samtíð sína, halda áfram að afla sér menntunar og fylgjast með framförum í vísindum og listum.“ Almenningsbókasöfnum ber því skylda til að beita sér gegn ólæsi og þau geta gert ýmislegt án þess að kosta miklu til. Þetta er spurning um vilja og áhuga. í tengslum við IFLA-þingið í París sl. sumar var haldin ráðstefnan „Public Libraries against Illiteracy“ 15.-19. ágúst. Ályktun ráðstefnunnar var send IFLA-þinginu og þar voru fimm af átta atriðum ályktunarinnar samþykkt. í 20 BÓKASAFNIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.