Bókasafnið - 01.03.1990, Síða 21
Alþjóðlegt merki lestrarársins 1990.
lauslegri þýðingu er hún á þessa leið: Lagt er til að eftirfar-
andi ályktun verði samþykkt
- vegna þess að felag almenningsbókasafna innan IFLA
stendur fyrir ráðstefnu um ólæsi,
- vegna þess að ólæsi er alvarlegt vandamál í heiminum
°g
- vegna þess að almenningsbókasöfnin hafa mikilvægu
hlutverki að gegna í baráttunni gegn ólæsi -
1. Að IFLA gefi út skýrslu ráðstefnunnar.
2. Að deild almenningssafna verði hvött til þess að efla
umræður um ólæsi og almenningsbókasöfn.
3. Að fræðsludeild IFLA hvetji bókavarðaskóla til þess að
leggja meiri áherslu á hlutverk bókavarðarins í barátt-
unni gegn ólæsi.
4. Að IFLA standi fyrir ráðstefnu um ólæsi með þátttöku
sem flestra er vinna á þessu sviði og að gerð verði skrá
yfir alla þá aðila sem berjast gegn ólæsi.
5. Að IFLA hvetji yfirvöld til að stuðla að því að viður-
kennt verði að barátta gegn ólæsi sé eitt meginhlutverk
almenningsbókasafna og að tryggt verði að þau geti
sinnt því hlutverki.
Tilgangur lestrarársins
Aðgerðir hljóta að miða að því:
- að reyna að koma í veg fyrir dulið ólæsi.
- að ráðast gegn því sem nú þegar er fyrir hendi.
Aðgerðir hljóta að beinast að þeim sem:
- ekki eru búnir að ná fullu valdi á lestri hvort sem það er
vegna ónógs þroska, sjóndepru eða treglæsi.
- geta ekki nýtt sér kunnáttu sína til fulls vegna elli,
sjóndepru eða sjúkdóma.
Hvað geta bókasöfnin gert?
Við getum skipt þeim sem eiga við lestrar- og skriftar-
erfiðleika að stríða í þrjá flokka:
• Þeir sem eru ólæsir og óskrifandi.
• Þeir sem geta lesið og skrifað að vissu marki en geta
ekki nýtt sér þá kunnáttu að ráði.
• Þeir sem eru læsir og skrifandi en eru ekki sérlega færir
og vita það vel.
Almenningsbókasöfnin geta gert eitthvað fyrir allt
þetta fólk. Þau geta að vísu ekki kennt fólki að lesa en það
er hægt að gera því lífið léttara með því að hafa á boð-
stólum ýmis gögn, bæði til fræðslu og skemmtunar, sem
koma í stað prentaðs máls. Flinum er hægt að hjálpa með
því að hafa tiltækt lesefni við hæfi.
Nauðsynlegt er að efna til samvinnu við aðrar stofnanir
og félög senr vinna að sama markmiði:
- skóla og fullorðinsfræðslu -
- barnaheimili, elliheimili, heimili fyrir þroskahefta
o.s.frv. -
- félög, s.s. Landssamtök foreldra barna með leserfið-
leika, Þroskahjálp, Sarntök aldraðra, Félag bókaútgef-
enda, þjónustuklúbba o.þ.h. -
- fjölmiðla -
Þessar stofnanir og félög hafa yfirleitt sérhæft fólk á
sínum snærum og getur það gefið góð ráð og leiðbeining-
ar. Einnig eru þjónustuklúbbar sífellt að leita sér að verk-
efnum og ættu almenningsbókasöfnin að geta nýtt sér
það. Þeir sem eiga við leserfiðleika að stríða láta sér sjaldn-
ast detta í hug að fara í bókasafn. Þess vegna er nauðsyn-
legt að vinna skipulega að því að fá þetta fólk í heimsókn
og þá gjarnan í samvinnu við fyrrgreinda aðila.
í Rogalandi í Noregi var reynt að ná til þeirra sem eru
illa læsir ineð auglýsingaherferð í svæðisútvarpi. Einnig
voru gefnar út leiðbeiningar fyrir bókaverði því þeir verða
að gera sér grein fyrir vandamálinu og hvað bókasafnið
getur gert til þess að hjálpa þessu fólki. í leiðbeiningunum
voru eftirtaldar upplýsingar:
- nöfn og heimilisföng á stofnunum, félögum og áhuga-
hópum -
- bókalistar yfir hljóðbækur og léttlestrarbækur -
- lýsing á bókum sem gætu líka hentað -
- upplýsingar urn sérfræðiþjónustu sem þetta fólk á kost
á -
- heimildaskrá um lestrar- og skriftarerfiðleika -
- upplýsingar um hljóðbækur og útlán þeirra -
- upplýsingar um hljóðbókadeild Blindrabókasafnsins
(norska) og það safnefni sem hún útbýr og er hægt að
nýta fyrir þetta fólk -
- listi yfir sérsöfn sem hægt er að leita til -
- stuttar upplýsingar um leserfiðleika og hvað bóka-
söfnin geti gert og hvenær þau eiga að vísa á aðra aðila -
Viðbrögð foreldra barna sem eiga við leserfiöleika að
etja voru mjög góð. Útlán léttlestrarefnis fyrir börn óx
um 50% en útlán léttlestrarefnis fyrir fullorðna stóð í stað.
Eftirfarandi óskalisti var saminn af norskum lánþegunr
sem eiga við lestrar- og skriftarerfiðleika að stríða:
Léttlestrarbækur - Nóg af léttlestrarefni fyrir alla ald-
urshópa. Bækurnar verða að vera vel merktar og auðvelt
að finna þær.
Hljóðbækur- Fyrir marga eru hljóðbækur eini mögu-
leikinn.
Kennsluefni fyrir fullorðinsfræðslu - Efni fyrir bæði
kennara og fólk sem vill reyna að bæta lestrar- og skriftar-
kunnáttu sína. Upplýsingar um námskeið.
BÓKASAFNIÐ
21