Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1990, Síða 22

Bókasafnið - 01.03.1990, Síða 22
<r Ævisögur Móðurmálskennsluefni á tölvum - Smám saman eykst kennsluefni á tölvum. Þetta efni á heima á bókasöfnum. Lítið herbergi fyrir hlustun og einnig fyrir tölvunotkun - Það er mikilsvert fyrir hvern og einn að ganga úr skugga um það hvort tölvur komi að notum. Pjónusta - Til þess að útfylla eyðublöð, umsóknir, lesa leiðbeiningar o.þ.h. Margvísleg dagskrá-Námskeið, sögulestur, bæðifyrir börn og fullorðna, rithöfundakynningar o.þ.h. Lóttlcstrarblað - eins og gefið er vikulega út í Svíþjóð með fréttum vikunnar og fleiru sem er efst á baugi (sjá síðar). Þennan óskalista er erfitt að uppfylla í einu vetfangi hér á landi en hann getur verið takmark sem stefna ber að. Eftirfarandi þjónustu ættu þó öll bókasöfn að geta veitt þeim sem eiga við leserfiðleika að etja: - útvegað allar upplýsingar um vandamálið og keypt þau tímarit sem helst fjalla um það - - auglýst vel það sem bókasafnið getur boðið upp á - - séð um að allar léttlestrarbækur og hljóðbækur séu vel merktar og á góðum stað í bóksafninu - - hugsað til þeirra sem ekki eiga auðvelt með lesturþegar leiðbeiningarbæklingar o.þ.h. eru útbúnir, einnig þegar bókalistar eru settir saman og merkingum og skiltum er komið fyrir - Bókakosturinn Mikill skortur er á lestrarefni fyrir þá sem ekki geta lesið venjulegar bækur. Námsgagnastofnun hefur gefið út létt- lestrarbækur fyrir börn sem eiga erfitt með að lesa langan, samfelldan texta. Einnig hefur Námsgagnastofnun gefið út hljóðbækur sem eru einkum ætlaðar blindum og sjón- skertum nemendum en nýtast ekki síður hæglæsum nemendum sem þurfa sérstaka þjálfun til að auka lestrar- leiknina. Þá er stefnt að því að gefa út hljóðbók með hverri námsbók. Gefnar hafa verið út bækur, bæði fyrir yngri og eldri nemendur, en ekkert hefur verið gefið út af slíku efni fyrir fullorðið fólk. íslenska málsamfélagið er lítið og þess vegna er nauð- synlegt að ríkið styrki útgáfu þessara bóka eins og gert hefur verið á öðrum Norðurlöndum. í Noregi hefur ein bókaútgáfa fengið leyfi til þess að gefa út með stóru letri eldri bækur frá öðrum útgáfufyrirtækjum. Áherslan er til að byrja með lögð á norska rithöfunda. Bækurnar verða ekki seldar á frjálsum markaði heldur verður upplagið miðað við fasta áskrifendur. í Svíþjóð eru gefnar út u.þ.b. 25 léttlestrarbækur árlega. Auk þess er gefið út vikublað með innlendum og erlendum fréttum, íþróttasíðum, menningarefni og dagskrá íjölmiðla. í Danmörku stendur útgáfa léttlestrarefnis fyrir börn traustum fótum en eitthvað minna er gefið út fyrir unglinga og lítið fyrir full- orðið fólk. Norrænu bókasafna- og bókmenntanefndinni (NORDBOK), sem starfar á vegum norrænu ráðherra- nefndarinnar, er skv. reglugerð m.a. gert að vinna að útgáfu og dreifingu hljóð- og blindraletursbóka ásamt þýðingum, útgáfu og dreifingu á léttlestrarbókum fyrir alla sem þurfa á þessu efni að halda. Fyrirhugað er að halda norrænan vinnufund á vegum nefndarinnar hér á landi á þessu ári. Áður hafa verið haldnir fundir á hinum Norður- löndunum á vegum norrænu ráðherranefndarinnar en þá var einungis fjallað um hljóð- og blindraletursbækur. Blindrabókasafn íslands sér um undirbúning fundarins af íslands hálfu. Á síðustu árum hefur mikið verið unnið að því erlendis að ná til fólks sem á við leserfiðleika að stríða. í mörgum 22 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.