Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1990, Side 27

Bókasafnið - 01.03.1990, Side 27
Pórdís Þorvaldsdóttir borgarbókavörður Bóka- og bókasafnastefnan í Gautaborg Undanfarin fimm ár hefur verið haldin svokölluð bóka- og bókasafnastefna - Bok- och biblioteks- mássa - ýmist í ágúst eða september, í Gautaborg, í dag- legu tali kölluð Bok & Bibliotek en í eftirfarandi línum kölluð „stefna" með eða án greinis. Að stefnunni standa nokkrir aðilar en frumkvöðlarnir voru tveir Svíar, þeir Bertil Falck, sem um nokkurt skeið var forstöðumaður borgarbókasafns Gautaborgar, og Conny Jacobsson, sem citt sinn kenndi almannatengsl og tölvunotkun við bókavarðaskólann í Borás í Svíþjóð. Gefur að skilja að þeir þekki nokkuð til málefna bókasafna og þar á meðal hve lítt sýnileg almenningsbókasöfn vilja oft verða og hve starfsfólki bókasafna er mikil þörf á því að koma saman, fá hvatningu, læra hvert af öðru, skiptast á skoðunum o.s.frv. Fyrsta stefnan, haldin 1985, var einkum miðuð við bókasöfn og bókaverði og báru þeir hana uppi en bókaút- gefendur stóðu að sýningu á útgáfubókum sínum á litlum hluta sýningarsvæðis sænsku kaupstefnunnar (Svenska mássan). í þetta skipti komu varla nokkrir aðrir við sögu en Svíar. Segir fátt af íslendingum á þessari stefnu. Á næstu stefnu voru bókaútgefendur mjög áberandi og þótti þá bókavörðum nóg um. Þessi stefna var að öðru leyti mjög fjölbreytt 0g býsna fjölsótt. Margir prýðis- góðir fyrirlestrar og umræðufundir voru á dagskrá þá daga sem stefnan stóð og undir lokin (síðdegis á laugar- degi) var almenningi leyft að skoða sýningarsvæðið þar sem höfundar sátu og árituðu bækur sínar fyrir kaupendur og hægt var að gera hagstæð bókakaup. Þá höfðu bóka- verðir einnig áttað sig á því að stefnan væri kjörinn vett- vangur til að kynnast breidd bókaútgáfunnar, ekki ein- göngu hinnar sænsku heldur einnig annarra norrænna þjóða. Þarna höfðu sem sagt nokkrir bókaútgefendur frá hinum Norðurlöndunum séð sér leið til að kynna sínar bækur. Og bókaverðir hættu að amast við sýningu bóka- útgefenda! Þessa stefnu sóttu nokkrir íslendingar, bæði bókaverðir og forlagsfólk, cn engin íslensk bók var á sýn- ingunni. Hér má til fróðleiks geta þess að tveimur íslendingum var sérstaklega boðið á stefnuna 1986: Halldóri Laxness, sem skyldi vera heiðursgestur, og Sverri Hermannssyni, þáverandi menntamálaráðherra, sem átti að taka þátt í hringborðsumræðum um norræna menningu þar sem menntamálaráðherrar Norðurlanda sátu fyrir svörum. Svo fór þó að hvorugur þeirra kom til Gautaborgar - Halldór Laxness vegna lasleika en ráðherrann missti af tengiflugi! Þótti okkur íslendingunum, sem vorum þarna á eigin vegum, þetta mjög leiðinlegt. Á þriðju stefnunni voru Norðmenn í sviðsljósinu, þ.e. þeir stóðu að ýmsum dagskrárliðum: fyrirlestrum, upp- lestri og umræðum, auk þess sem norskir bókaútgefendur sýndu bækur sínar og norsk menningai dagskrá af ýmsum toga var í leikhúsum, hljómleikasölum, myndlistarsýn- ingarsölum og kvikmyndahúsum víða um Gautaborg. Sýningarsvæði stefnunnar var nú miklu stærra en verið hafði árið áður og nú bættist við þáttur sem að vísu hafði örlítið örlað á árið áður en það var ýmiss konar kynning á tölvukerfum fyrir bókasöfn, allt frá litlum kerfum fyrir einkatölvur upp til kerfis á borð við GEAC. Var þetta mjög fróðlegt fyrir bókaverði og oft mikil örtröð í sýn- ingarbásunum. Þarna kynnti m.a. bókavarðaskólinn í Osló tölvukerfið MicroMARC og var Andrea Jóhanns- dóttir kynnir. Tveir íslenskir bókaverðir sóttu þessa stefnu. Á stefnunni 1988 voru Finnar í brennidepli og þótti öll þeirra framganga til nrikils sóma, bæði skipulögð dagskrá, með fyrirlestrum, upplestri, umræðum o.s.frv, og svo hinar meira og minna óformlegu samræður við þá sem stefnuna sóttu og fram fóru á nokkrum stöðum á sýn- ingarsvæðinu. Voru þetta oft einstaklega fróðlegir mann- fundir á svona óformlegum vettvangi. Kölluðu aðstand- endur stefnunnar þetta ræðuhornið - „Speaker‘s Corner“ - þar sem öllum var frjálst að segja sinn hug og stofna til umræðna. Þær menningarkynningar sem Finnar stóðu að víðs vegar um Gautaborg þóttu einnig hafa tekist með afbrigðum vel. Einum íslendingi var boðið að koma fram á þessari fjórðu stefnu. Var það Thor Vilhjálmsson en hann hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs þetta ár. Kom hann t'ram ásamt öðrum Norðurlandahöfundum sem tilnefndir höfðu verið til verðlaunanna og ræddu þeir m.a. livað væri líkt og ólíkt í norrænni menningu. Fór Thor á kostum í þessum umræðum. Sýningarsvæði stefn- unnar hafði nú verið stækkað í nær 8.000 m2 og virtist þó ekkert vera of stórt, svo mikið var um að vera. Margir bókabílar voru til sýnis í þetta skipti - höfðu að vísu sést á fyrri stefnum en ekki verið eins sýnilegir. Með það í huga að Finnland var í sviðsljósinu að þessu sinni var ofur eðli- legt að bókabílar væru áberandi með því að Finnar eru ein- staklcga færir í hönnun og tilhögun varðandi bókabíla. Á þessari stefnu var almenningur mjög áberandi, ekki eingöngu á sýningarsvæðinu, sem var opnað hverjum sem var á þriðja degi stefnunnar, heldur voru mjög nrargir sem sóttu dagskráratriðin. Margir íslendingar sóttu stefn- una 1988, þar á meðal fimm bókaverðir. Haustið 1988 komu Bertil Falck og Connyjacobsson til Reykjavíkur til að hitta að máli bókaverði, rithöfunda og bókaútgefendur og segja frá því sem í boði er á slíkri stefnu. Hvöttu þeir til þess að ísland efndi til kynningar og Merki stefnunmr. BÓKASAFNIÐ 27

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.