Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.03.1990, Qupperneq 29

Bókasafnið - 01.03.1990, Qupperneq 29
að orði um þessa höfunda að þeir þyrðu að sjá - og skrifa um það senr þeir sjá á þann hátt að athygli vekti - bækur þeirra væru fyrir venjulegt fólk því að þær væru skrifaðar um raunveruleika þess. Höfundarnir fimm voru hver öðr- um skemmtilegri og var gerður mjög góður rómur að dagskránni sem fór fram laugardaginn 9. september. Að því er snýr að íslenska sýningarbásnum er það að segja að þá fjóra daga sem stefnan stóð yfir var jafn straumur fólks þangað. Voru það bókaverðir og bóksalar, háskólanemar sem lesa norræn tungumál, íslendingar búsettir í Gautaborg og nágrenni og svo fólkið sem gengur með Íslandsbakteríuna og það eru hreint ótrúlega margir. Voru bækur þær sem þarna voru til sýnis mikið skoðaðar og eins hafði Prentsmiðjan Oddi látið okkur í té sýnishorn af veggspjölduin (plakötum) sem menn sóttust mjög eftir að eignast. Norræna húsið hafði tekið að sér landkynninguna og var ekki síður ös þar. Pað sem var helst út undan var kynning á íslenskum bókasöfnum enda svo sem ekkert kynningarefni til. Mest varð því um að ræða munnlegar upplýsingar en eitt tölublað tímaritsins Scandinavian Public Library Quarterly (1983:4) sem helgað var íslandi varð til mikillar hjálpar því að það gátum við látið liggja frammi í nokkrum eintökum. Verði af því að ísland komist í brennidepilinn á stefnunni 1990 verður snarlega að bæta úr með tilliti til upplýsinga um íslensk bókasöfn. Norræna húsið lét útbúa fjórblöðung með ýmsum upp- lýsingum um íslenskt menningarlíf og sitt hvað annað. í þessu blaði var sérstakur reitur til að fylla í nafn og heim- ilisfang þess sem vildi fá nánari upplýsingar um land, menningu og þjóð en hægt var að fá á stefnunni. Viðkom- andi gat sent blaðið til Norræna hússins með ósk um almennar eða sértækar upplýsingar. Hafa mjög margir notfært sér þetta og eru Norræna húsinu sífellt að berast slíkar beiðnir. Pessi fjórblöðungur var 1. tbl. upplýsinga- rits sem húsið sendir frá sér þar sem lauslega er sagt frá því sem efst er á baugi í íslensku menningarlífi hverju sinni. Er hann á sænsku. Mörg verðlaun voru veitt á stefnunni eða í tengslum við hana, t.d. norrænu barnabókaverðlaunin sem Norræna skólabókavarðafélagið veitir og verðlaun í norrænni leik- ritasamkeppni sem stefnan efndi til í samvinnu við borg- arleikhúsið í Gautaborg. Ýmsar tilnefningar innan sænska bóka- og bókasafnaheimsins eru tengd stefnunni. Par má nefna „bókasafn ársins" sem að þessu sinni var almenn- ingsbókasafnið í Skellefteá. „Barnabókavörður ársins", tilnefndur af bókaútgáfu Rabéns & Sjögrens, kont frá almenningsbókasafninu í Trelleborg. Viðurkenningar ýmiss konar voru veittar en verða ekki taldar hér. í íslenska básnum voru fimm starfsmenn, tveir voru þar fyrir hönd Bókasambands íslands, Anna Einarsdóttir og Pórdís Porvaldsdóttir, og á vegum Norræna hússins voru þrír: bókavörður hússins, Guðrún Magnúsdóttir, gjald- keri þcss, Margrét Guðmundsdóttir, og svo forstöðu- maðurþess, Lars-Áke Engblom. Hannerfjölmiðlamaður og skipulagði heimsóknir sænskra blaðamanna og ljós- myndara - raunar sjónvarpsmanna einnig - í þessa litlu íslandsdeild. Halldór Guðmundsson og Sigurður Svav- arsson frá Máli og menningu lögðu líka sitt af mörkum við að kynna íslensku bækurnar. Einn danski dagskrárliðurinn bar yfirskriftina Den hel- lige skrift - og de uhellige billeder og var þar rætt um þá helgi sem hvílir á bókinni og hvort ekki fari að verða tíma- bært að láta hana að einhverju leyti víkja fyrir öðrum miðlum, t.d. myndböndum. Sýnistsitt hverjum og verð- ur víst seint úr skorið. Danskir bókaverðir stóðu að umræðufundi um það á hvern hátt Danir eru farnir að koma sínum bókasöfnum á framfæri. f því gósenlandi almenningsbókasafna og ann- arra bókasafna raunar líka er svo farið að kreppa að þeim stofnunum að bókaverðir verða að fara að beita nýjum og að sumra dómi allt að óviðeigandi aðferðum til að minna á tilvist sína. Danir voru einnig með mjög góðar kynningar á danskri menningu utan stefnunnar, t.d. var dönsk kvikmynda- vika í einu kvikmyndahúsinu og í listasafni Gautaborgar voru ljóða- og tónlistarkynningar. Ekki gat ég annað heyrt á þeim Dönum sem stóðu að þessari Danmerkur- kynningu en að þeir væru flestir ánægðir. Pótti þó mörgum leitt hve lítið bar á dönskum bókaútgefendum á sýningarsvæðinu. Par var raunar einungis einn bás með danskar bækur en þær hurfu líka eins og dögg fyrir sólu og kváðu margir danskir útgefendur nú naga sig í neglurnar fyrir að hafa ekki verið betur með á nótunum og komið bókum sínum á framfæri á þessari bókahátíð sem svo sannarlega má orðið kalla norræna menningarhátíð þegar jafnvel íslendingar hafa slegist í hópinn. Færeyingar hafa fyrir löngu skilið að þátttaka í svona kynningum og sýn- ingum er best af öllu fallin til að vekja athygli á „bókinni" og hafa þeir með aðstoð vinafélagsins Færeyjar-Svíþjóð verið með sýningarbás á a.m.k. fjórum stefnum. Af auglj ósum ástæðum voru Svíar samt mest áberandi á sýningarsvæðinu og stóðu þeir líka fyrir mörgum skipu- lögðu dagskráratriðanna. En ekki er annað hægt að segja en að þessi stefna hafi bæði verið norræn og alþjóðleg í senn þar sem á henni komu fram fyrirlesarar og rithöf- undar hvaðanæva úr heiminum. Hér að ofan var getið um dagskrá um bókasöfn sem Danir stóðu að, en að minnsta kosti fimm dagskrárliðir snertu bókasöfn beint eða óbeint og var í þrem þeirra íjallað um tölvu- og upp- lýsingatækni og -leit. í tengslum við stefnuna var gefin út vegleg sýningar- skrá þar sem finna mátti upplýsingar um nær alla sem fram komu í skipulögðu dagskrárliðunum og mjög góðar greinar um rithöfundana og hvað eina sem að sýningunni laut. Pessi skrá er kölluð SIGNE og hefur komið út þrisvar: 1987, 1988 og 1989. I rauninni er ekki hægt að gera svona stefnu nein við- hlítandi skil í stuttri frásögn. Menn verða að fara og kynn- ast öllu því sem fram fer afeigin raun. Víst er að hún hefur yfir sér afar fjölbreytilegan blæ - „menningarsirkus" hafa sumir sagt og er sjálfsagt ýmislegt til í því. Flestir finna eitthvað við sitt hæfi, menn sýna sig og sjá aðra, mynda tengsl. Er ekki sagt að maður sé manns gaman? Hvað um það: á næstu stefnu, sem verður 13.-16. september 1990, verður sviðsljósinu beint að íslandi ef allt fer fram eins og vonir standa til. Bertil Falck sagði, þegar stefnunni var slitið sunnudaginn 10. sept., að næsta ár yrði ennþá betra. Megi sú fullyrðing verða að áhrínsorðum. En íslendingar verða líka að leggja sitt af mörkum og það kostar tíma og peninga, frumkvæði og dugnað. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hér komu BÓKASAFNIÐ 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.