Bókasafnið - 01.03.1990, Side 38
ruddar brautir á nýjum efnissviðum sem söfnin eru ekki
viðbúin. Á þá að kaupa inn rit á nýjum sviðum, hætta við
eldri forgangsröðun eða taka gjald af þeim aðilum sem
fara fram á þjónustu?
Máttur tölvuvæðingar og tækniframfara
Eftir að búið er að kosta miklu til að tölvuvæða söfn er
kannske freistandi að ætlast til þcss að þau geti bætt þjón-
ustuna án aukins kostnaðar. Reynslan hefur samt ekki
sýnt að hægt sé að fækka starfsfólki en þjónustan batnar.
Hvar á þá að draga saman seglin? Michael K. Buckland
hefur bent á að kostnaður við geymslu og flutning gagna á
tölvutæku formi lækki stöðugt og það leiði til ákveðinna
breytinga í tímans rás:
1) Ekki er nauðsynlegt að safna jafnmiklu og áður því að
auðvelt er að nálgast gögn gegnum tölvunet. Samhæfa
þarf söfnun og stefna að sameiginlegum aðgangi.
2) Skrár breytast. Samskrár eða tengdar skrár leysa einka-
skrár af hólmi. Staðsetningartákn í skránum verða
grundvallaratriði svo að nálgast rnegi gögnin.
3) Notendur safnanna hafa þegar breytt vinnuaðferðum
sínum. Peir nota nú flestir tölvur og þar af leiðandi
skapast möguleikar á gagnaflutningi frá söfnunum yfir
á þeirra eigin skrifborð. Þessi möguleiki getur svo leitt
til breyttrar afstöðu bókavarða til miðlægrar bóka-
safnsþjónustu. Nú verður það kostur að skipta stóru
háskólabókasafni upp í minni einingar þar sem hægt er
að koma við betri efnislegri þjónustu.
4) Ólíkir miðlar hljóðs, texta og mynda mætast á tölvu-
tæku formi. Hlutverk bókasafna, hljóðvera og tölvu-
vera skarast og náin samvinna verður óhjákvæmileg.
Buckland segir réttilega að langt sé í land að allar heim-
ildir í söfnum verði tölvutækar og við munum því búa við
bækur og tölvugögn samhliða um ófyrirsjáanlega
framtíð. Skráning mun hins vegar innan tíðar öll verða í
tölvum og víkka þar með sjóndeildarhring hvers safns en
um leið gætu einhver þeirra lent í varnarstöðu út af miklu
álagi vegna millisafnalána.
Breytt upplýsingaöflun
Rannsóknir og rannsóknaraðferðir hafa breyst
(Graham:1989). Allir notanú tölvur og megindlegar (quan-
titative) aðferðir sækja á, rannsóknarferlið er kerfisbund-
ið. Rannsóknir eru viðurkenndar sem sérstakt starfog eru
oftast stundaðar af hópum með fjárstuðningi ýmissa
stofnana. Mannvirðingar felast í hópstjórn, ferðalögum,
vísindastyrkjum og launum. Vegna eðlisbreytinga á
aðferðunum nota vísindamenn fremur gögn úr öðrum
áttum en hefðbundnum rituðum heimildum. Þeir skiptast
á upplýsingum með tölvunum sínum og skila rannsókn-
arskýrslum sem einkum þjóna þeim tilgangi að herja út
meira fé og álit sem aftur kemur niður á gildi skýrslnanna
fyrir frekari rannsóknir. Bókaverðir halda ranglega að
bókasafnsrit séu aðalheimildir vísindamanna. Sannast
sagna standa ofmiklar upplýsingar til boða, vísindamenn
hafa ekki tíma, löngun eða færni til þess að velja úr.
Sumir (t.d. Miksa:l987) hafa því stungið upp á að bóka-
verðir tækju að sér upplýsingastjórn og löguðu efnisval
safnanna að breyttu rannsóknarmynstri í stað þess að
byggja söfnin upp eins og þeir líti á þekkinguna sem kerf-
isbundna heild. Öðrum finnst móðgandi fyrir vísinda-
menn að láta tilreiða ofan í sig heimildir og neita þeirri
hugmynd að söfnin byggist á markaðslögmálum unr fram-
boð og eftirspurn.
Skipulagsbreytingar, dl hvers?
Ljóst er að ýmislegt réttlætir nú fyllilega naflaskoðun á
stjórnkerfi bókasafna en þar með er ekki sagt að hún eigi
að leiða til sparnaðar. Velmegandi þjóðir ættu að varast að
spara um ofá sviði mennta- og menningarmála, sívaxandi
ólæsi í Bretlandi og Bandaríkjunum er þar til viðvörunar.
Hugsanlegar skipulagsbreytingar í íslenskunr söfnum
mega alls ekki leiða til meiri sparnaðar því allt of litlu fé
hefur verið varið hér til rannsóknarbókasafna. Skipulags-
breytingar eiga hins vegar skilyrðislaust að leiða til auk-
innar nýtingar á því sem söfnin eiga eða geta útvegað og
þær verða líka að tryggja að starfsfólki líði vel á vinnustað
og það leggi sig fram við störfsín. Þetta starfsfólk þarfsvo
umfram allt að geta gert safngestunr, og einkurn þeinr sem
aldrei koma í söfnin, ljóst að í bókasöfn er eitthvað að
sækja og þar vinnur fólk sem er til þjónustu reiðubúið.
Að koma þjónustu á framfæri
Fyrir hvern?
Innan lrvers safns er mikið undir stjórnunarháttum
komið hvernig árangur og ímynd safnsins verður. Stjórn-
kerfið verður umfram allt að taka mið af þrennu: Fyrir
hvern er safnið, hvað eríþví oghverjir vinna þar? Fyrsta
verk stjórnenda verður að vera að greina hvað það er sem
notendurna vantar og síðan að leggja línurnar um hvernig
þeim verði best þjónað. Álit notenda fer ekki bara eftir
hinu opinbera hlutverki safnsins heldur einkum reynslu
þeirra af starfsfólkinu - ekki þannig að þeim líki sæmilega
við einn og einn heldur finni að hver og einn komi fram
sem hluti af samvirkri heild sem rekin er í þágu skjólstæð-
inganna. Nú kann einhverjum að þykja stórt tekið upp í
sig að tala um stjórnkerfi í söfnum þar sem einn eða tveir
bókaverðir starfa. En þar liggur enn meira við að þeir geti
unnið með öðrum sérfræðingum og þeir eiga hiklaust
kröfu á að eiga sinn stað í heildarstjórnkerfi móðurstofn-
unarinnar.
Hvernig?
Ég lít á rannsóknarbókasafn sem þjónustustofnun sem
hefur að markmiði að styðja móðurstofnunina með til-
tækum ráðum með því að auðvelda aðgang að þeirri
þekkingu sem þörf er fyrir. Eitt brýnasta atriðið er að
skilgreina þjónustuhlutverkið nógu skýrt til þess að bæði
notendum og fjárveitingavaldi sé ljós stefna safnsins. Og
svo þarf að kynna hvað safnið hefur upp á að bjóða. En
eins og t.d. John Blunden-Ellis hefur bent á er ekki það
sama að selja vöru og þjónustu:
1) Sá sem nýtur bókasafnsþjónustu á ekki til frambúðar
áþreifanlegan hlut né kann hann til hlítar vinnubrögðin
svo hann geti beitt þeim síðar. Samt naut hann góðs af
38
BÓKASAFNIÐ