Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1990, Blaðsíða 39

Bókasafnið - 01.03.1990, Blaðsíða 39
„Hugmyndir hafa komið fram... um að ákveðið hlutfall affjár- munum til rannsókna rynni til bókasafna. “ (Myndin er tekin á Háskólabókasafni.) og viðmót og frammistaða bókavarðarins verða honurn eftirminnileg - eiga þátt í að skapa álit hans á safninu öllu. 2) Erfitt er að koma við gæðaeftirliti og staðla framkomu og viðmót. Pann þátt þjónustunnar er a.m.k. erfitt að rneta til fjár. Gæðin eru undir margbreytilcgri fram- komu og aðstæðum komin og „framleiðslan" er óað- skiljanleg „neyslunni", þ.e. þjónustunnar er notið um leið og hún er veitt. Af þessu leiðir að það er að ýmsu leyti snúið að skipu- leggja þjónustu safns. Um leið og þess er krafist af háskólum að þeir sýni svart á hvítu hvað þeir geri eru alls kyns mælingar hafnar til vegs og söfnin munu einnig verða mæld og vegin. Þetta hefur lengi verið gert í Banda- ríkjunum og þar má frnna margs konar staðla og viðmið- anir. Nauðsynlegt er fyrir okkar söfn að vera á verði og taka sjálf þátt í að finna út hvað er sanngjarnt að mæla og bera saman. Við erum því betur sett sem við höfum skýr- ari markmið. Oftast liggja þau í augum uppi hjá rann- sóknarbókasöfnum. Leiðirnar til að ná þeim kunna að breytast í tímans rás, þær þarf því stöðugt að endurskoða. Pað er gott og gagnlegt að safna gögnum uin mælanlega þætti bókasafnsþjónustu og gera framtíðaráætlanir, m.a. á grundvelli þeirra. En það þarflíka að meta reglulega hvort áætlanir hafi staðist eða hvar hefur rekið afleið. Gleymum ekki að spyrja eftir að eitthvað rann út í sandinn: af hverju fór það svo? Með góðrí stjórnun má skapa góða ímynd John Blunden-Ellis bendir á Qögur höfuðatriði sem söfn verði að gaumgæfa vilji þau koma þjónustu sinni á framfæri: - ímynd eða álit - - þjónustu/tækni - - stjórnun/umhverfi og aðstæður - - safnefni/fjármagn - Rannsókir á gæðum bókasafnsþjónustu benda ein- dregið til þess að fólk mæni mikið á ímynd þjónustufyrir- tækja. ímyndin verður til á einhverju tímabili fyrir skynjun notendanna en er líka undir hugmyndafræði, orðspori, auglýsingum og almannatengslum komin. Ein- staklingsbundinn framgangsmáti skiptir mestu og vegur oftast þyngra en tækniframfarir. Á þetta skyldi því lögð áhersla í þjálfun starfsfólks. Mestu máli skiptir að draga notendur að og byggja upp góð tengsl við þá og þess vegna verður þjónusta safnsins að vera persónuleg, fagleg og skjót. Eitt af erfiðari verkefnum bókavarða er að stilla saman strengi safnnotenda og upplýsingatækninnar. Þegar heim- ildir liggja faldar á segulmiðli verður að ljúka honum upp fyrir venjulegum notanda. Tæknin sparar ekki mannafla né bætir úr vondri stjórnun. Söfn verða að sæta því að standi þau sig ekki í þessum efnum leita notendur á önnur mið og þá fyrst og fremst til einkaaðila. Bókaverðir verða að meta tæknina eftir því hverju hún skilar, annars er hún tíma- og peningasóun. Hins vegar geta söfn nú, eins og fjallið sem kom til Múhameðs forðum, miklu beturnáð til síns fólks með því að gera safnið að miðstöð tölvutengsla í skólum og nota tölvukerfi og nettengingar til þess að koma upplýsingum á framfæri. Hér þjónar tæknin fyrst og fremst hagsmunum notandans. Tölvuskrár sem safn- notendur geta sjálfir leitað í frá sínu eigin skrifborði ger- breyta aðstöðu vísindamanna, sömuleiðis skrár á geisla- diskum. Svona tæknilegri upplýsingadreifingu verður þó að fylgja vel eftir með persónulegum tengslum af safnsins hálfu. í bókasöfnum eins og öðrum fyrirtækjum þarf fyrst að ákveða hvað eigi að gera og svo hvernig fara eigi að því. Flestar mennta- og vísindastofnanir hafa of víð og alhliða markmið til þess að safnið geti unnið eftir þeim án þess að þau séu nánar sundurliðuð. Kenningar um stjórnun fyrir- tækja taka að sjálfsögðu mið af því sem best þykir á hverri tíð. Á undanförnum áratugum hefur athyglin beinst meira og meira að því hvaða þættir hvetji menn helst í starfi. Með kenningu Abrahams Maslows (Maslow:1954) um forgangsröð þarfa manneskjunnar að leiðarljósi hafa stjórnunarfræðingar eins og F. Herzberg (sjá t.d. Shields:cl 988) lagt fram nýjar kenningar um ánægju í starfi. Hann telur ánægju og óánægju ekki liggja hvora á sínum enda kvarðans heldur séu vissir þættir, eins og t.d. árangur og álit, nauðsynlegir fyrir ánægjuna en vinnuskil- yrði geri hins vegar menn oft nöldursama. Þótt vinnuskil- yrði séu bætt þarf fólk ekki endilega að vinna betur ef það nýtur sín ekki í starfmu sjálfu með því að frnna sig valda því og fá það viðurkennt. Bókaverðir munu ekki vera hér nein undantekning og hver þekkir ekki stöðugt nöldur yfir kaffibrauði og öðrum ytri aðstæðum á sínum vinnu- stað? Hefðbundin píramídastjórnkerfi stofnana henta ekki bókasöfnum á öld upplýsingatækni. í stað sérhæfðrar og strangrar deildaskiptingar með heíðbundnum hætti getur oft verið farsælt að setja upp samvinnuhópa í ákveðin verkefni svo að ýmsir sérfræðingar vinni saman, valdið dreifist og byggist á þekkingu en ekki yfirráðum. Breiðu línurnar á að leggja ofan til í stjórnkerfinu en endurskoða þær og bæta kjöti á beinin í starfshópunum þannig að aðferðir þróist um leið og verkið vinnst. í bókasafni sem tekur upp slíka stjórnunarhætti er litið á upplýsinga- miðlun sem ferli í heild og keppt að því að allir starfsmenn BÚKASAFNIÐ 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.