Bókasafnið - 01.03.1990, Page 42
Vistlegt og vel nýtt húsnxði.
var fyrrverandi húsnæði bókasafnsins aftur fengið sitt
gamla hlutverk, það að vera hátíðarsalur skólans. Breyt-
ing þessi hefur, að mínum dómi, tekist ákaflega vel. Þjón-
ustumiðstöð bókasafna útvegaði teikningu að safninu á
hinum nýja stað frá Bibliotekscentralen í Kaupmanna-
höfn, Arndís Árnadóttir, bókasafnsfræðingur og innan-
hússarkitekt, sá um litaval og veitti ráðgjöfum frágang og
raflýsingu.
Hlutverk bókasafnsins
Hlutverk bókasafnsins er að styðja kennslu í skólanum,
kenna nemendum að afla sér þekkingar og líta á hvert við-
fangsefni út frá sem flestum sjónarhornum í stað þess að
lesa aðeins „hina einu sönnu kennslubók" í hverju fagi
fyrir sig eins og áður tíðkaðist. Safnkostur er því saman-
settur og starfsemi þess skipulögð þannig að safnið hafi
bolmagn til að styðja kennslu og nám. Á bókasafninu eiga
nemendur að geta fengið að láni heimildir vegna verk-
efnagerðar í tengslum við námið auk bóka um flest það
sem þeir hafa áhuga á. Þar að auki eru þar til notkunar en
ekki útláns orðabækur og kennslubækur auk ýmiss konar
handbóka. Nemendur notfæra sér safnið í æ ríkari mæli til
heimanáms og verkefnagerðar og er oftast hvert sæti
skipað ákveðna tíma dagsins.
Kennarar eiga einnig að geta fengið að láni flest það sem
þeir þurfa sem ítarefni við kennsluna og verkefna- og
prófagerð. Þannig styður bókasafnið við námskrá og
kennslu skólans. Á vegum safnsins fer síðan fram kennsla
í notkun þess með það að markmiði að gera nemendur að
sjálfstæðum safnnotendum, bæði í skólanum og síðar í líf-
inu. Innkaup safnsins byggjast því á eftirfarandi atriðum:
1. Ábendingum kennara um æskilegt efni, innlent og
erlent.
2. Áliti bókavarðar á því hvar þurfi að endurnýja, breyta
og bæta eftir því sem föng eru á.
3. Óskum nemenda þar sem því verður við komið.
Fræðibækur og íslensk skáldrit eru í fyrirrúmi auk
heppilegra tímarita. Afþreyingarbókmenntir eru aðeins
keyptar á þeim erlendu tungumálum sem kennd eru í
skólanum nema kennarar beri fram sérstakar óskir um
annað vegna ákveðinna áfanga í kennslu.
Bókakostur safnsins var í árslok 1989 um 12700 bækur.
Tæplega fjórðungur þessara bóka er gamlar og úreltar
bækur sem nýtast safninu nánast ekkert en eru varðveittar
af „sögulegum" ástæðum. Sumar þeirra eru frá tímum
Bókasafnsins Skinfaxa en aðrar hafa borist sem gjafir frá
gömlum nemendum. Þessar gömlu bækur eru allar hafðar
í sérstakri geymslu.
Ritauki á árinu 1989 var 864 bækur en þar að auki er
safnið áskrifandi að 61 tímariti.
Fjárveiting til bóka- og tímaritakaupa 1989 var
1.116.000 kr.
Bókasafnið er opið frá kl. 8.00-16.30 alla virka daga
nema föstudaga en þá er það aðeins opið til kl. 14.30.
Safnið er einnig opið tvö kvöld í viku. Auk forstöðu-
manns starfar bókavörður í 1/2 starfi og nemandi sem
vinnur tvö kvöld í viku.
SUMMARY
The library ofFlensborg secondary school
The history, present conditions and activities ofthe library of Flens-
borg secondary school in Hafnarfjörður are dcscribed in view ofgeneral
school library development in Iceland. Currently, services to both students
and tcachers are emphasizcd. Teaching library skills to studcnts is a main
feature. Selection and acquisitions are based on recommendations by
teachers, the librarian's decisions on stop-gaps and desiderata by
students. General non-fiction works and Icelandic fiction receive prior-
ity. Othcr aspects of service and work, such as data on holdings, open-
ing hours, etc. are also included.
42
BÓKASAFNIÐ