Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1990, Page 46

Bókasafnið - 01.03.1990, Page 46
Libr.Ass.Rec., 83(5) May 1981 áfengisvanda að stríða, til að panta fyrir sig þau rit sem hann var búinn að fá augastað á. Hér koma fleiri dæmi: Hvernig á að bregðast við kröfu lögreglunnar um að fá upplýsingar um hver hafi fengið að láni bókasafnsbækur sem fundist hafa með þýfi? Er rétt að láta sérfræðing vita að annar sérfræðingur sé að vinna að sams konar rannsókn ef bókavörður hefur aðstoðað þá báða við öflun heimilda? Á að hafa bók um kynlíf með mjög „djörfu“ myndefni ævinlega í geymsluhillum safns til að forða því að börn eða viðkvæmt fólk rekist á hana af tilviljun í hillu? Á almenningsbókasafn að kaupa kennslu- bók um hnefaleika þrátt fyrir að þeir séu bannaðir á ís- landi? Á bókavörður að þiggja boð tölvufyrirtækis um miðnætursiglingu með mat og drykk á Signu?! Þannig mætti lengi telja en ég held að ofangreind dæmi sýni að bókasafnsfræðingar standi í starfi sínu oft frammi fyrir siðfræðilegum spurningum. Þá er næst að spyrja: Eftir hverju eigum við að fara til að leysa siðfræðilegar spurningar í starfi? Duga okkur lög og reglur samfélagsins og óskrifaðar siðareglur þess og stétt- arinnar? Lítum á stöðu mála hjá nokkrum nágranna okkar. Amerísku bókavarðasamtökin, A.L.A., hafa haft siða- reglur „Code of Ethics“ (nú „Librarians* Code of Ethics") síðan 1939 og hefur þeim oft verið breytt (American: 1982 og Lindsey:1985, s. 63-65). Bresku bókavarðasamtökin, L.A., hafa haft siðareglur „Code of Professional Conduct" frá 1983 (Guidance:1986). Innan bókavarðafé- laganna starfa síðan að sjálfsögðu siðanefndir. Finnsku bókavarðasamtökin urðu fyrst til þess á Norðurlöndunum að setja á fót vinnuhóp, sem fjalla átti um siðfræði, árið 1984. Ætlunin í upphafi var að gera til- lögu um siðareglur bókasafnsfræðinga en aðrir starfs- menn bókasafnanna vildu taka þátt í þessu og komu með þau rök að bókasafnsfræðingar gætu ekki náð sínum sið- fræðilegu markmiðum án aðstoðar annarra starfsmanna safnanna. Með því að hugsa málið út frá öllum sem vinna á bókasöfnum rofnuðu tengslin við ákveðna sérþekkingu, fagmennsku bókasafnsfræðinganna, en þau hafa verið talin mjög mikilvæg eins og vikið var að hér í upphafi greinar- innar (Rosenquist: 1988, s. 6). í Noregi starfar vinnu- hópur svipaður þeim finnska og er stefnt að því að leggja reglurnar fyrir landsfund norsku bókavarðasamtakanna, NBF, í mars 1990 (Yrkesetiske:1989). Hin Norðurlöndin eru komin skemmra á veg, en komið hafa upp hugmyndir frá Svíum um sameiginlegar norrænar siðareglur (Ros- enquist:1988, s. 8). Hér má bæta því við að sumarið 1990 verður haldin hér á íslandi ráðstefna á vegum Norrænu bókmennta- og bókasafnanefndarinnar, NORDBOK, um siðfræði í bókasöfnum. Að sjálfsögðu eru skiptar skoðanir á því hvort það sé yfirleitt nokkur þörf á slíkum siðareglum og komið hafa fram raddir sem telja þær sem í gildi eru of almennt orðað- ar, of yfirborðslegar og að þær taki ekki á raunverulegum vandamálum (Stover:1987). Telji menn að siðareglur í bókasafni séu til bóta þarf að koma sér saman um hvað eigi að vera í slíkum siðareglum, hvað sé aðalatriði og hvað aukaatriði, hvernig eigi að orða hlutinao.s.frv. Bob Usherwood, formaðurbreska vinnu- hópsins, nefnir sex atriði sem þurfi að vera í siðareglum bókasafnsfræðinga (Usherwood: 1981): 1. Krafa um að bókasafnsfræðingurinn sé starfi sínu vaxinn, þ.e. hafi ákveðna menntun og haldi þekkingu sinni stöðugt við. 2. Þagnarskylda bókasafnsfræðingsins og það að virða einkalíflánþegans. 3. Sjálfstæði og frelsi stéttarinnar. Mikilvægi bókasafna fyrir jafnrétti og lýðræði í samfélaginu. Bókasafnsfræðingurinn verður að berjast gegn hvers konar tilraunum til að hefta frelsi, hefta aðgang að upp- lýsingum og eru þar með taldar hvers konar ritskoðun- artilhneigingar. 4. Hlutleysi og hlutlægni stéttarinnar. 5. Fjármálasiðfræði. Hér er átt við það að gæta þess að blanda ekki saman fjárhagslegum hagsmunum bóka- safnsfræðinga og t.d. seljenda bókasafnsvara. Hér inn í kemur líka spurningin um greiðslur fyrir bókasafns- þjónustu. 6. Skylda bókasafnsfræðings að gera ekki neitt sem skaðað getur stéttina. Margir hafa viljað tengja gjaldtöku fyrir þjónustu bóka- safna við siðfræði eins og sést á því að á þessari ráðstefnu voru þessi tvö mál tekin fyrir og rædd í samhengi. Margir telja að það að taka gjald fyrir þjónustuna stangist á við þá siðferðilegu skyldu bókasafnsfræðinga að stuðla að frjálsum aðgangi að heimildum. Eins og kunnugt er er ókeypis þjónusta bókasafna „gratis princippet" mjög mikið hitamál, t.d. á Norðurlöndunum, ogleggja margir mikla áherslu á að þetta grundvallaratriði sé haft í heiðri. Gjaldtaka eða ekki gjaldtaka var minna vandamál hér 46 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.