Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1990, Page 50

Bókasafnið - 01.03.1990, Page 50
Áskrift í eitt ár að National Newspaper Index on Infotrac (skrá yfir: The New York Times, Wall Street Journal, Christian Science Monitor, Washington Post og Los Angeles Times) kostar 4000 dali. Að meðaltali kostaði geisladiskur í Bandaríkjunum 2.752 dali árið 1988 og hafði þá hækkað um 5,2% frá árinu áður. Áður en farið er út í mikinn stofnkostnað og áframhald- andi rekstrarkostnað (kaup og leigu á diskum) er rétt að skoða hvort slík fjárfesting sé réttlætanleg út frá gagn- semi, hvort notkun er nægjanlega mikil og hvort ekki sé hagstæðara að nota samsvarandi bækur í stað diska. CD-ROM á íslandi Geisladiskurinn hefur fest rætur á íslandi. Bókasöfn hafa keypt CD-ROM til hagsbóta fyrir safngesti og starfsmenn. Hér má nefna að læknisfræðibókasöfn sjúkra- húsanna hafa keypt Medline (gagnabrunnur í læknavís- indum). í þessari grein verður ekki birtur tæmandi listi yfir innlenda aðila er fjárfest hafa í CD-ROM né heldur þá fjölmörgu sem haft geta gagn af því. Nægja verður að fjalla um þá diska sem eru á Háskólabókasafni. Þar eru nú 8 titlar geisladiska, þar af 7 ætlaðir safngestum til almennrar notkunar. Fyrirhuguð eru kaup á fleiri diskum sem eru ókomnir. Booksin PrintPIus. Á þessum diski eru allar upplýsingar um fáanlegar amerískar og enskar bækur á markaði í Bandaríkjunum, auk skrár yfir útgefendur. Alls eru um 800 þús. titlar á skrá. Þessi diskur er notaður jafnt af almenningi sem starfsmönnum safnsins er finna þurfa verð, útgefendur, pöntunarnúmer o.fl. áður en bækurnar eru pantaðar erlendis frá. Whitaker‘s Bookbank. Þessi diskur er hliðstæður ofan- greindum diski. Á honum er að finna upplýsingar um 450 þús. titla og útgefendur í Bretlandi. CD-ROM léttir störfin. Ulrich‘s Plus. Þessi diskur er alþjóðleg skrá yfir um 130 þús. tímarit sem gefin eru út í heiminum og útgefendur þeirra, auk annarra upplýsinga, s.s. um verð og alþjóðlegt númer. Eric. Þetta er tilvísanabrunnur á sviði uppeldis- og kennslufræða. Hliðstæða hans er tilvísanaritið Current Index to Journals in Education. Tímabilið 1982-1989 er á einum diski. The New Grolier Electronic Encyclopedia. Á þessum diski er hið 20 binda Academic American Encyclopedia alfræðirit, sem spannar um 30 þús. greinar og 9 milljónir orða. Þrátt fyrir það er einungis 1/5 disksins notaður. Þessi diskur er sá fyrsti sem gefinn er út á sínu sviði. Pais. (Public Affairs Information Service.) Á þessum diski er tilvísanabrunnur á sviði viðskipta- og hagfræði, stjórn- málafræði, lögfræði, umhverfismála o.fl. og vísar í efni frá 1972-89. Thesaurus Linguae Graecae CD-ROM. Á þessum diski eru grískir textar frá dögum Hómers til ársins 600 eftir Krist, alls um 61 milljón orða, ásamt bókaskrá og efnis- yfirliti. Þessi geisladiskur gengur einungis við Macintosh- tölvu. BiblioFiIe. Á árinu 1986 gerðist Háskólabókasafn áskrif- andi að BiblioFile frá The Library Corporation í Banda- ríkjunum. Um er að ræða þrjá gagnabrunna á 6 geisla- diskum sem eru endurnýjaðir ársfjórðungslega. Á þessum diskum er allt bandarískt og erlent efni í bandarískum bókasöfnum frá árinu 1965. Diskunum fylgdi skráningar- forrit þannig að hægt er að skrá bækur, geyma færslurnar á disklingum og prenta spjaldskrárspjöld. Ekki er almenn- ingsaðgangur að þessum diskum heldur eru þeir eingöngu notaðir af starfsmönnum safnsins. Hér hafa verið taldir upp geisladiskar sem Háskóla- bókasafn hefur nú þegar gerst áskrifandi að og eru komnir á safnið. Áform eru hins vegar uppi um frekari kaup. Ákveðið hefur verið að kaupa þessa geisladiska: The British Library General Catalogue ofPrinted Books to 1975. Þetta er skrá yfir allar bækur British Library til 1975, um 8,5 milljónir binda. Slá þurfti alla skrána inn á tölvu og áætlað var að fyrsti diskurinn af þremur kæmi út í ágúst 1989. Vinnan við verkið hefur reynst tafsamari en gert var ráð fyrir. Fyrsti diskurinn er nýkominn út og hefur Háskólabókasafn fengið hann. Búist er við að hinir tveir diskarnir muni koma út á þessu og næsta ári. Ekki þarf að fjölyrða um það hve mikill fengur er að fá þessa skrá á geisladiski, enda er hún með þeim stærstu í heimi. Boston Spa Serials on CD-ROM. Þetta er skrá yfir hvers kyns tímarit, fréttabréfog annað skylt prent sem finna má í eftirtöldum söfnum: BL Document Supply Centre, BL Humanities/Social Sciences, BL Science Reference and Information Service, Cambridge University Library og Science Museum Library. Alls eru um 360 þús. titlar á skrá og bætast árlega við 35 þús. nýjar færslur auk 80 þús. breytinga. Skráin er endurnýjuð tvisvar á ári og er ein- ungis fáanleg í áskrift. Fyrsti diskurinn kom út haustið 1989. Oxford English Dictionary. Þetta er 2. útg. verksins (í 20 bindum) og tekur alls um 1000 Mb (megabæti) eða 1 Gb (gigabæti). Fyrstu 2 diskarnir eru væntanlegir á þessu ári. Á þeim verður orðabókin öll, allsum22.000 bls., 500 þús. skilgreiningar og skýringar. Þessir diskar eiga án efa eftir 50 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.