Bókasafnið - 01.03.1990, Qupperneq 57
Sigríður Sigurðardóttir, bókavörður Verkmenntaskólans á Akureyri
„... sama hvar maður er
- í Tókýó, New York eða á Akureyri“
- viðtal við Sigrúnu Magnúsdóttur, bókavörð Háskólans á Akureyri
Anddyri Háskólans á Akureyri er hvorki stórt né til-
komumikið. Þar eru tvær hurðir sem minna helst á
svefnherbergishurðir. Á annarri stendur BÓKASAFN.
Birtan flæðir fram á gang þegar dyrnar eru opnaðar. Bak
við tölvuapparat sér á koll Sigrúnar Magnúsdóttur, bóka-
safnsfræðings Háskólans á Akureyri. Stórt blóm er áber-
andi, rétt innan við dyrnar, og ber vott um góðan smekk
gefenda, þ.e. bókasafnsfræðinga á Akureyri.
Þarna er tímaritum raðað snyrtilega og aðgengilega í
liillur. Gluggaveggur snýr í suður, þar er útsýn yfir
snjóskaflana á tjaldstæðinu, langt inn í Eyjafjarðardali og
upp á Súlur. Lesborðum er haganlega fyrir komið út frá
gluggunum. Á gólfi standa bókahillur skáhallt, þannig að
plássið nýtist betur en ella. Vinnuborð bókasafnsfræð-
ingsins, með öllum þeim tæknibúnaði sem fylgir nútíma
fagmanni, tekur heilmikið pláss.
Útkoman verður smekklegt bókasafn á „fullri ferð“, en
- hvaða ljótu kassar hírast þarna úti í horni? „Þetta eru
óskráðar gjafabækur," segir bókasafnsfræðingurinn,
sveiflar hendinni og strunsar af stað. „Komdu inn á skrif-
stofuna mína.“
- Háskólinn á Akureyri er nýstofnun. Hvað er skólinn
stór og hvaða deildir eru starfandi hér?
Háskólinn á Akureyri var settur 5. september 1987.
Hann er því á miðju þriðja starfsári sínu núna. Kennt er í
þremur deildum, heilbrigðisdeild, rekstrardeild og sjáv-
arútvegsdeild. í heilbrigðisdeild er kcnnt á einni braut,
þ.e. hjúkrunarbraut, en í rekstrardeild á rekstrarbraut og
iðnrekstrarbraut, sem skiptist í tvö svið, framleiðslusvið
og markaðssvið. Sjávarútvegsdeildin er yngst, hún tók
til starfa 4. janúar 1990. Nú, í janúar 1990, eru 85
nemendur innritaðir í háskólann, 43 í heilbrigðisdeild, 30
í rekstrardeild og 12 í sjávarútvegsdeild. Starfsmenn í
föstum stöðum eru 17 og fjöldi stundakennara starfar auk
þess við háskólann.
- Hvað er bókasafnið gamalt?
Það er eins og hálfs árs. Ég hóf störf við Háskólann á
Akureyri 1. septembcr 1988, þá hófst markviss uppbygg-
ing bókasafnsins. Það var formlega opnað 16. júní 1989,
um leið og fyrstu stúdcntarnir frá rekstrareild voru braut-
skráðir.
- Hvernig var aðkoman og hvað beið þín fyrsta dag-
inn?
Mín biðu kassar með bókagjöfum og nokkrar bækur
sem keyptar höfðu verið fyrsta árið sem háskólinn starf-
aði. Það hafði ekkert verið gert í bókasafnsmálum frá því
að háskólinn tók til starfa snemma sumars 1987. Hús-
næðið hérna stóð autt. Ég var mjög áköf að byrja og það
fyrsta sem ég tók mér fyrir hendur var að taka upp úr
kössum. Ég útvegaði mér stimpil háskólans og byrjaði á
gjafabókum frá Menningarsjóði.
- Hvað tók svo við?
Ég fór strax að huga að því að viða að mér bókfræði-
legum hjálpargögnum, skráningarreglum, Dewey- og
NLM-flokkunarkerfinu frá National Library of Medi-
cine, hanna eyðublöð og þess háttar. Einnig var mjög
aðkallandi að ákveða skipulagið á safninu og panta hillur
og gluggatjöld. Mér hefur gengið vel að útvega flest en er
þó enn að bíða eftir NLM-flokkunarkerfinu frá Banda-
ríkjunum.
- Fékkstu næga peninga til athafna og frjálsar hendur
við framkvæmdir?
Já, forráðamenn háskólans höfðu beðið í ofvæni eftir
bókasafnsfræðingi til að byggja upp bókasafn skólans og
gert ráð fyrir að peningar væru til staðar til þess sem
þyrfti. Það má því segja að málið hafi verið í mínum
höndum frá fyrsta degi.
- Hvaða ákvörðun tókst þú um flokkun og skráningu
bókasafnsins?
Ég varð að taka einhverja skynsamlega ákvörðun varð-
andi skráningu safnsins. Helst hefði ég auðvitað viljað
ganga að einhverju tölvukerfi með framtíðarmöguleika,
ef svo má segja, en þess var enginn kostur. Ég ákvað því
að kaupa Procite-kerfið til bráðabirgða og sjá til hver yrði
þróun tölvumálanna í söfnum landsins. Varðandi flokk-
unina tók ég strax þá ákvörðun að nota NLM-flokkunar-
kerfið fyrir bækur hjúkrunarfræðinnar, eins og önnur
Sigrún Magnúsdóttir bókavördur við afgreiðsluborðið.
BÓKASAFNIÐ
57