Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1990, Page 58

Bókasafnið - 01.03.1990, Page 58
Séð yfírhluta safnsins. söfn á því sviði gera (bókina fæ ég lánaða á Fjórðungs- sjúkrahúsinu). Aðrar bækur flokka ég eftir Dewey. - Hvaða aðstaða er fyrir nemendur til lesturs í háskólanum? í safninu eru lesborð fyrir 14 safngesti og í kjallara er les- stofa fyrir 8 manns. - Hefurðu haft samstarf við aðra starfsmenn háskólans við uppbyggingu bókasafnsins? Já, sérstaklega við val safnkosts. Það eru að sjálfsögðu sérfræðingarnir í hverri grein sem ráða því hvaða rit eru keypt. Hlutverk bókavarðar er að sjá til þess að safnkost- urinn sé heilsteyptur og kaupa handbækur almenns efnis og þ.u.l. og sjá til þess að hægt sé að koma til móts við óskir sem flestra um öflun safnefnis. - Hvernig viðarðu að þér safnkostinum, nú þarft þú aðallega að kaupa erlent efni, er það ekki? Ég byrjaði á því að skrifa öllum hugsanlegum erlendum forlögum og lýsti starfi skólans, markmiðum og upp- byggingu bókasafnsins. Það leið ekki á löngu þar til bóka- listarnir tóku að berast í stríðum straumum. Þeir eru not- aðir við bókavalið. Kennararnir lesa þá yfir og gera tillög- ur. Ég panta síðan allar bækur sjálf að utan, annaðhvort beint frá forlögunum eða frá stórum bóksölum. Það hefur gengið ágætlega. Þó berast bækur fullseint frá Bandaríkj- unum. Það getur tekið 6-10 mánuði að fá bækur þaðan. - Hvernig hefur gengið að viða að efni frá stofnunum og fyrirtækjum hér á landi? Það hefur ekki gengið eins vel og ég hefði haldið að óreyndu. Fólk er hissa þegar ég bið t.d. um fréttabréf, tímarit eða ársskýrslur aftur í tímann. Utgáfurit opinberra stofnana virðast vera í mikilli óreiðu og pantanir berast oft ekki fyrr en eftir ótal hringingar. Margar stofnanir hafa ekki komið sér upp útsendingarlistum vegna efnis sem þær gefa út reglulega og teljajafnvel alls óvíst að svo verði gert. Ég er með nýtt dæmi þessa í huga. Það er því afar nauðsynlegt að fylgjast vel með því sem kemur út. - Hvaðeru mörg tímaritíáskriftoghvaðankomaþau? Tímarit eruum 157íáskriftþessastundina, sútalahefur breyst mjög hratt. Ég byrjaði að fá áskrift að íslenskum tímaritum, fréttabréfum og slíku. Erlendu tímaritin keypti ég fyrst í stað beint frá útgefendum, þó að mér hefði verið ráðlagt að láta einn aðila sjá um öll kaupin. Það var einhver þrjóska í mér að halda að það væri betra. Nú hef ég lært af reynslunni og hef falið Blackwell‘s að sjá um allar erlendu tímaritaáskriftirnar. Nú fáum við myndar- legan reikning einu sinni á ári frá Blackwelfs fyrir öll tímaritin í stað þess að þurfa stöðugt að hlaupa með smá- reikninga í bankann. Ég mæli eindregið með þessu fyrir- komulagi. - Hvað eru margar bækur á bókasafninu? Það eru u.þ.b. 4-5000 bindi. Hluti þeirra eru bókagjaf- ir, sem enn hafa ekki verið skráðar. - Þetta getur ekki talist mikill safnkostur í háskóla, hverniggetur bókasafnið sinnt hlutverkisínu með svo lít- inn safnkost? Það er ljóst að stórt skref í átt að stærra bókasafni var tekið þegar mótaldi var komið fyrir við tölvu safnsins. - Hvaða breytingar hafðiþað í för með sér? Þá fékk ég lykilorð að upplýsingamiðstöðinni Dialog. Það var ótrúleg stækkun. Þessi tækni gerir litlunr söfnurn kleift að veita upplýsingaþjónustu og stunda heimildaleit á við miklu stærri söfn. Svo mikil aukning hefur orðið á útgefnu efni í heiminum að ekkert safn getur átt allt sem það þarf á að halda. Því verða bókasöfnin í æ ríkari mæli að treysta á millisafnalán, innanlands og utan. Mikilvæg- ast er því fyrir öll bókasöfn að hafa upplýsingar um hvar gögnin og upplýsingarnar er að finna. Bein upplýsingaleit í tölvum er árangursríkasta leiðin að því marki. - Getur þú nefnt dæmi um upplýsingar sem þú hefur afiað með beinlínuleit í tölvu? Já, þær geta nánast verið um allt milli himins og jarðar, t.d. um omega 3 fitusýru í laxi, nýtingu grásleppuhrogna, meðferð við ofsakláða, kannanir á viðhorfi sængurkvenna til fæðingardeilda, nýjar aðferðir við að ákveða fátæktar- mörk o.s.frv. - Þú ertlíka með telex tilþess aðkomastísamband við umheiminn, er það ekki? Jú, með tengingu í gegnum mótaldið við íslenska gagnanetið getum við fengið aðgang að tölvupóstkerfinu Mercury Link, cn það gerir okkur kleift að senda telex til telexnotenda um allan heim frá tölvu bókasafnins. Það hefur flýtt mjög afgreiðslu bókapantana og allri eftir- grennslan eftir bókum. - Þú ert með driffyrir geisladiska ísafninu. Hvað varð til þess að þið fenguð þá? Við stofnun skólans gáfu fyrirtæki og stofnanir hér á Akureyri peninga og stofnaður var Bókakaupasjóður Háskólans á Akureyri. Stofnframlag sjóðsins var 850.000 kr. í tilefni af formlegri opnun safnsins 16. júní sl. ákvað stjórn sjóðsins að kaupa verkin Books in Print og Ulricks International Periodicals Index á geisladiskum. Geisladiskarnir hafa gjörbreytt öllu varðandi pantanir á bókum og tímaritum. Ég get ekki orða bundist, geisla- diskar eru stórkostlegustu hjálpartæki sem ég hef komist í kynni við. Með alla þá möguleika sem upplýsileitir í tölvum gefa, hvort heldur er í beinlínuleitum eða af geisla- diskum, veltir maður því fyrir sér hvort það skipti nokkru máli hvar maður er staddur - í Tókýó, New York eða á Akureyri. - Finnur þú mun á þvíað vinna á bókasafni úti á landi eða íReykjavík? Það er auðvelt að einangrast úti á landi, missa af nám- skeiðum, fundum og öðru sem gert er. Þeim sem búa úti á landi er gjarnan gert erfiðara fyrir við að vera virkir í 58 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.