Dagur - 08.08.1998, Síða 12

Dagur - 08.08.1998, Síða 12
28 — LAUGABDAGUR 8.ÁGÚST 1998 Xhyptr MA TARLÍFIÐ í LANDINU Það eralltafgaman að prófa eitthvað öðruvísi og nýtt í eldamennsk- unni, sérstaklega ef það erfljótlegt og ein- falt. Réttimirsem Matargatið býður uppá að þessu sinni eiga þetta alltsameig- inlegt. Matarmikið salat með tómötum og capers Salatið er hefðbundið Toscana- salat (frá Toscana á Italíu). 1 ciabattabrauð, rifið í litla bita 250 ml ólífuolía 2 marin hvítlauksrif 4 msk. rauðvínsedik 2 rauðar paprikur 2 gular paprikur 500 g tómatar, afhýddir (plómutómatar) 75 g capers 7 5 g svartar ólífur ferskt basil, saxað salt og svartur pipar Brauðinu er komið fyrir f stórri skál. Olíu, ediki og hvítlauk er blandað vel saman og hellt yfir brauðið, þá kryddað. Paprikan er grilluð heil í ofni þar til húðin dökknar, vafið í plastfilmu í nokkrar mínútur og húðin þá tekin af og paprikan skorin gróft niður (paprikan má vera fersk). Tómatarnir eru afhýddir og skornir í báta. Paprikan og tómatarnir eru sett í skálina með brauðinu, ásamt capers, ólífum og basil. Blandað varlega saman og salatið láta standa ör- Iítið áður en það er borið fram til að rétti keimurinn komi fram. Tómatar með balsamediki Balsamedik á ótrúlega vel við tómata. Best er að hafa tómatana í þessa uppskrift vel þroskaða eða nota jafnvel Iitlu sérrýtómatana. 1 kg tómatar 2 vorlaukar 2 msk. saxaður graslaukur 4 msk. balsamedik salt og svartur pipar Tómatarnir eru skornir í 4 báta, vorlauk og graslauk stráð yfir þá. Edikinu hellt yfir og salti og pip- ar stráð yfir að lokum. Geymt yfir nótt. Borið fram með nýju brauði eða ristuðu brauði. Lambalæri á marokkóska vísu Að elda úr kjöti og ávöxtum er venjan í mörgum Arabalöndum, Norður-Afríku og Mið-Austur- löndum. Einnig var mikið gert af því í Evrópu á miðöldum. 1 úrbeinað lambalæri 2 msk. ólífuolía 150 ml rauðvínsedik 300 ml kjötkraftur 2 rósmarínstilkar 2 marin hvítlauksrif salt og svartur pipar fylling: 50 g hnetur 250 g þurrkaðar ferskjur 4 msk. fersk steinselja 1 msk. balsamedik salt og svartur pipar Hneturnar eru ristaðar í ofni þar til þær eru orðnar gullin- brúnar. Blandað þá saman við allt hráefnið sem annars fer í fyllinguna. Úrbeinaða lærið er lagt í ofnskúffu, fyllingin sett á miðju þess og kjötið „rúllað" upp og bundið saman. Nú er olían smurð á það og edikinu dreypt yfir, kryddað með salti og pipar. Látið marinerast í 2 klst. (má vera upp í 2 daga). Þegar lærið hefur marinerast Svinakjöt með mangó- og engifersósu. Lambalæri á marokkóska vísu. er það tekið upp úr fatinu með marineringunni, rósmarín og hvítlauk nuddað undir kjötið (þá hlið sem snýr niður í skúffuna). OrlítiIIi marineringu, sem eftir er, er hellt yfir kjötið áður en það fer í ofninn 200°C heitan. Kjötið er reglulega vætt með safanum sem lekur úr því. Þegar kjötið er tilbúið (fer eftir smekk hvers og eins hversu vel þarf að steikja kjötið) er best að baka upp sósu úr vökvanum í ofnskúffunni og krydda hana meira með kraftinum. Gott er að bera fram með Iambinu græn- meti og marokkósk couscous- gtjón, eða bara kartöflurnar góðu. Svínakjöt með mangó- og engifersósu Sæt sósa á vel við svínakjöt. Fyr- ir þá sem hafa gaman af að prófa „öðruvísi" mat þá er þessi uppskrift kjörin enda mælt með sérrýediki í hana sem er ekki alltaf verið að nota. 500 g svínakjöt að vild marinering: 2 msk. sérrýedik 2 msk. soyjasósa 1 tsk. sesamolía safi úr 'á appelsínu salt og pipar sósa: 2 mangó 1 ferskt chillí 2,5 sm engifer 1 msk. Ijós púðursykur 2 msk. sérrýedik salt og pipar Tómatar með balsamediki.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.