Dagur - 11.11.2000, Qupperneq 18

Dagur - 11.11.2000, Qupperneq 18
78- LAUGARDAGUR 7 7. NÓVEMBER 2000 DMjjur llrJrj j LAjJDJjJU j Laurencs Olivier sagðist haía lært mest um ieikiist af þv; að horfa á Spencer Tracy því það væri svo mik- ill sannleikur í öllu sem hann gerði. Tracy lék í 73 kvikmyndum á löngum ferli og er án vafa einn besti kvik- myndaleikari sem heimurinn hefur átt. I æsku var Spencer Tracy vandræðabarn sem var sífellt að Ienda í slagsmálum. I tilraun til að gera foreldrum sínum til geðs varð hann skáti og kórdrengur en hann gat ekki hamið villt eðli sitt. Hann var rekinn úr fimmtán skólum og sagði sjálfur að hann hefði ekki mætt í skóla ef til hefði verið einhver önnur leið til að Iæra textana við þöglu myndirnar. Hann kom foreldrum sínum á óvart með að til- kynna að hann ætlaði að verða prestur en gekk í staðinn í herinn á árum fyrri heimsstyrjaldar. Eftir heimkomu sann- færði vinur Tracys hann um að leikara- starfið væri þægileg og góð gróðaleið. Tracy fékk hlutverk á Broadway og ein mótleikkona hans var Louise Tradwell. Þau giftust árið 1923 og eignuðust fljót- lega son sem þau kölluðu John. John var tíu mánaða gamall þegar móðir hans uppgötvaði að hann var heyrnarlaus. Tracy neitaði í bvrjun að trúa þvf að greiningin væri rétt. Þegar hann viður- kenndi heyrnarleysið kenndi hann sjálf- um sér um og fylltist sektarkennd sem fylgdi honum alla ævi. Eiginkona Tracys stofnaði skóla fýrir heyrnarlausa og vann í áratugi að málefn- um þeirra og hlaut ýmsar viðurkenningar fyrir brautryðjendastörf í þágu heyrnar- lausra. Hjónin eignuðust annað harn, dótturina Susie. A fullorðinsárum lýsti hún föður sínum sem örlátum, skemmti- legum og gamansömum en einnig sem mjög flóknum manni og ákaflega við- kvæmum. Tracy vakti mikla athygli fyrir lcik sinn á Broadway og komst á Hollywoodsamn- ing. Hann hafði ekki dvalið lengi í borg- inni þegar hann var orðinn alræmdur fý’r- ir drykkjutúra sína og slagsmálin og kvennafarið sem þeim fylgdi. Tracy vissi hvernig hegðun hans brevttist undir áhrifum áfengis og það hræddi hann. Drykkjuvenjur hans voru þær sömu alla ævi. Hann hvarf dögum saman og hafðist við á hótelum þar sem hann drakk sig til meðvitundarleysis. Síðan sneri hann aft- ur heim og til vinnu, fullur sektarkennd- ar, og drakk ekki mánuðum saman. Samstarfið við Hepburn Árið 1933 lék Tracy á móti Lorettu Young í kvikmynd og þau urðu ástfangin. Tracy flutti að heiman í ár og var stöðugt í fylgd Lorettu en hún hafnaði bónorði hans af trúarástæðum en hún var kaþólsk. Hún sagði seinna og ákvörðun þeirra um að giftast ekki hefði verið lexía í sjálfsafneit- un. Tracy flutti aftur til konu sínar eftir að ástarævintýrinu lauk. Hann átti síðan í ástarsambandi við nokkrar Ieikkonur, Myrnu Loy, Judy Garland, Joan Crawford og Ingrid Bergman. Tracy varð fljótlega einn virtasti kvik- myndaleikari heims og liélt þeirri stöðu sinni fram í andlátið. Hann hlaut tvenn Oskarsverðlaun á ferlinum og var níu sinnum tilnefndur til þeirra. Það er nær samdóma álit þeirra sem gleggst þekkja til leiklistar að hann hafi verið afburða- kvikmyndaleikari. Þegar Tracy var spurð- Spencer Tracy. Hann var afburðaleikari sem barðist við drykkjusýki. Spencer Tracy og Katharine Hepburn áttu í ástar- sambandi i 25 ár en þar sem hann var kaþólskur skiidi hann aldrei við konu sína. ur að því hver væri lykillinn að góðum Ieik svaraði hann með hinum IJeygu orð- um: „Að læra hlutverkið sitt og rekast ekki í húsgögnin." Reyndar var hann maður sem lá yfir handritum dögum sam- an til að skilja gjörðir persónunnar sem hann átti að leika og niðurstaðan var yfir- leitt áreynslulaus leikur sem vakti aðdá- un. Hann var rúmlega fertugur þegar hann lék á móti Katharine Hephurn í myndinni Woman of the Year. Þegar þau voru kynnt í fyrsta sinn baðst Hepburn afsökunar á því að gnæfa yfir Tracy á háhæluðum Tracy ásamt eiginkonu sinni Louise og dóttur þeirra Susie við upptökur á kvik- myndinni I Take This Woman árið 1939. skóm. Leikstjórinn sem kynnti þau sagði við Hepburn: „Hafðu ekki áhyggjur, Spence kemur þér niður í sína stærð.“ Þau urðu nær samstundis ástfangin. Bæði höfðu átt í fjölmörgum miðsheppn- uðum ástarsamböndum en höfðu nú fundið sálufélaga. Hepburn sagði seinna að sér hefði við fyrsta fund þótt hann ómótstæðilegur og lýsti árum þeirra sam- an sem fullkominni hamingju. Hún sagði að drykkja hans hefði aldrei verið vanda- mál á milli þeirra. „Drykkja er vandamál þess sem í hlut á og hann er sá eini sem getur eitthvað gert við henni,“ sagði hún. Hún vissi ekki þegar hún kynntist honum að lifur hans og nýru voru þegar mjög sködduð af áralangri áfengisneyslu. Drykkja og veikindi Tracy þótti fyndinn, töfrandi og afar skemmtilegur sögumaður en hann var ákaflega viðkvæmur maður sem byggði um sig múr. Hann sýndi oft ótrúlegan viljastyrk þegar kom að því að hætta að drekka og gat hætt meðan hann átti fulla viskíflösku á arinhillunni og bindindi hans gat staðið í tvö til þrjú ár í einu. Hins vegar varð hann ofbeldisfullur með víni og henti þá stólum og velti um borð- um. Þegar hann hóf drykkjutúr lét hann sig hverfa og Hepburn leitaði hans á hót- elum, tók hann heim með sér og lét hann jafna sig þar. Stundum vildi hann ekki fara með henni og sagði henni að fara burt. Þá settist hún niður fyrir framan dyrnar á hótelherbergi hans, lagði við hlustir og þegar hún var viss um að hann væri sofnaður fékk hún lykil í gestamót- tökunni, fór inn og þvoði honum og bjó um liann og læddist síðan út aftur „Hann var þarna. Eg var hans. Eg vildi að hann væri hamingjusamur, öruggur og að honum liði vel,“ sagði hún. Allar ákvarðanir sem hún tók um kvikmynda- hlutverk eftir kynni þeirra voru teknar með tilliti til þess að hún þyrfti ekki að vera fjarri honum í langan tíma. „Fólk er hneykslað á því að ég fórnaði svo miklu vegna karlmanns,1' sagði hún fyrir nokkrum árum, „en þið verðið að skilja að það gaf mér ánægju að gera hann hamingjusaman og sefa þjáningar hans.“ Þau léku saman í níu kvikmyndum. Tracy skildi aldrei við eiginkonu sína en bjó með Hepburn. Sambúðin hafði ró- andi áhrif á hann og mjög dró úr drykkju hans þótt hann læknaðist ekki varanlega af áfengissýkinni. Sextugur var hann orðinn fársjúkur maður og Hepburn tók sér hlé frá kvik- myndaleik til að annast hann. Þegar þau léku saman í síðustu mynd sinni Guess Who’s Coming to Dinner var óttast að Tracy myndi dcyja áður en upptökum Iyki. Tveimur vikum eftir gerð myndar- innar lést hann. Hepburn kom að honum þar sem hann lá á eldhúsgólfinu, hann hafði verið að fá sér te og hnigið niður látinn. Hepburn var ekki viðstödd jarðarförina af tillitssemi við fjölskyldu hans. Hún tók dauða hans afar nærri sér, hún vissi að hann hefði verið alvarlega veikur en hafði ekki búið sig undir að missa hann. Þau höfðu verið saman í 25 ár og hann hafði verið giftur Louise í 44 ár. A efri árum skrifaði Hepburn end- urminningar sínar og veitti viðtöl þar sem hún ræddi um ást sína á Tracy. I dag er hún 93 ára gömul. Nýlega sagði hún: „Satt að segja hlakka ég fremur til að deyja. Og ef það er líf eftir dauðann þá bíð ég bara eftir að sameinast Spencer.“

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.