Dagur - 17.03.2001, Blaðsíða 2

Dagur - 17.03.2001, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 HELGARPOTTURINN Um þessar mundir vinnur Einar Már Guð- mundssonar rithöfundur við að búa til prentunarsafn Ijóða eftir bróður sinn, Pálma Örn, sem er helsta sögupersónan í bók Ein- ars, Englum alheimsins. Um dagana orti Pálmi mörg góð Ijóð og sendi frá sér átta Ijóðabæk- ur. Má þar nefna Maðurinn er fáviti, Tunglspá, Vatnið er blautt, Veruleikasprenging í leikhús- inu og Á öðru plani - úr höndum blóma, svo nokkrir titlar séu nefndir. Einar mun skrifa for- mála bókarinnar, Jóhann Hjálmarsson og Sjón eftirmála, en það er Mál og menning sem gefur bókina út og er hún væntanlega í lok aprfl. Fjölmargir af þekktustu og bestu dægurlaga- höfundum þjóðarinnar eiga lög í Landslagi Bylgjunnar, en nú í vikunni var gert heyrinkunn- ugt hvaða tíu lög hefðu komist til úrslita í loka- keppni sem verður 27. aprfl á Broadway. Alls bárust 370 lög í keppnina og úr þeim bunka hefur dómnefndin meðal annars valið lögin Bara þú eftir Sigurð Ægisson prest og blaða- mann, Gátur lífsins eftir Dalvíkinginn Friðrik Ómar Hjörleifsson við texta Gunnars Þ. Þórssonar, What Am I Supposed To eftir Öldu Björk Ólafsdóttir og Beint í hjartastað eftir Grétar Örvarsson við texta Ingibjargar Gunnarsdóttur Þá eru fá af lögunum öllum nefnd en þau verða leikin villt og galið á Bylgj- unni og keppninni góðu síðan sjónvarpað á Stöð 2. Bráðlega fer Stöð 2 í loftið með nýja þáttaröð sem ber yfirskriftina í návist kvenna og verð- ur þar fjallað um íslenskar konur sem standa framarlega í atvinnulífinu eða eru að sinna áhugaverðum viðfangsefnum í starfi sínu. Viðmælendurnir tengjast sjávarútvegi, tísku- heiminum, landbúnaói, stórfyrirtækjum, menningu og vísindum og í fyrsta þættinum þann 28. mars verður rætt við Margréti Margrét Hallgrímsdóttur. Hallgrímsdóttir. þjóðminjavörð. í öðrum þætti verður rædd við Ásdísi Höllu Bragadóttur bæjar- stjóra, en aðrir viðmælendur eru meðal ann- ars, Rakel Olsen útgerðarkona, Hrönn Greipsdóttir hótelstjóri og Heiðrún Jóns- dóttir starfsmannastjóri KEA - en í gær var raunar upplýst að hún væri á förum frá stór- veldinu í norðri og myndi bráðlega taka við starfi forstöðumanns upplýsinga- og kynning- armála Landssímans. Friörik Úmar Hjörleifsson. Einar Már Guðmundsson. Félagarnir í Skítamóral eru ekki að baki dottn- ir, enda þótt hljómsveitin hafi formlega farið í langt frí um áramótin. Þeir verða á ferðinni á Akureyri nú um helgina og munu spila á dansiballi í Sjallanum, nokkuð sem illmögu- legt var að losna út úr og var löngu bókað. Skyndigigg eins og þetta mun þó alls ekki vera á dagskrá Skítamórals á næstunni og reyndar eru þau ómöguleg því einn af piltun- um í sveitinni, Herbert Viðarsson, er á leið af landi brott til náms. Sverrir Páll Erlendsson. Það váltí óskipta athygli í helgarpottinum þiegar grein gftir Sverri Pál Erlendsson kennara í Mennfe|skólanum á Akureyri birtist í nýjasta tölublagpSamtakafrétta, málgagns Samtakanna 78, urpvemig skólinn hefur tekið á málefnum samk^neigðra nemenda. Hafa skólayfirvöld markaífér skýra stefnu hvað þetta varðar og er " i sú að mál samkynhneigðra stúdenta .vandamál. Er það mat pottverja að á 3i hafi MA markað sér ákveðna forustu ýða fordómum og gefa samkynhneigð- ndum tækifæri til að lifa og starfa eins og hverjum öðrum. í þessu i hafa nemendur bent á að félagskapur samkynhneigðra pilta falla vel inn í skammstafanakerfi hinna ýmsu áhugahópa nem- nig er löng hefð fyrir því að áhugaljósmyndarar séu í Félagi áhug- _ara (MA eða FÁLMA, tónelskir eru í TOMA og leikglaðir í LMA. FélagiðsSOMMA myndi falla smekklega inn í þessa hefð! m. Árshátíð Norðurljósa var haldin um síðustu err hát'ðrn sú (^Tíntfð K-rii og glamúr. Meðal þess sem þar var til gam- ans gert var aó veita verðlaunin Óttarinn, sem nefnd eru eftir Jóni Óttari Ragnarssyni stofnanda Stöðvar 2. Eva Bergþóra Guð- bergsdóttir fréttamaður fékk verðlaunín að þessu sinni fyrir þau frægu ummæli sfn í kjöl- far Suðurlandsskjálftanna að hrærðir og sárir leituðu í kirkjur á Suðurlandi.til að gera þarfir sínar," eins og Eva komst svo frábær- lega að orði - enda þótt flestir leggi allt annað skilning í orðatiltækið. Leikritið Blúndur og blásýra verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu í kvöld. „Þær eru nú svolítið siðlausar, syst- urnar,“ segir Hanna María Karlsdótt- ir sem Ieikur annað alhlutverkið í Blúndum og blásýru. „Þær vita ekki alveg hvar mörkin Iiggja.“ „Við skulum bara játa það hér og nú,“ Guðrún Asmundsdóttir sem leikur hina systurina, „að þær eru al- veg koxruglaðar. En þeim tekst bara að leyna því.“ „Þeim finnst það bara góðverk að myrða hcldri menn, af því að þeim líður svo illa greyjunum,“ segir Hanna María. „Þeir verða svo dæmalaust friðsæl- ir á svipinn þegar þeir eru húnir að fá svolítið af arsenik út í vínið sitt,“ seg- ir Guðrún. „Já, og duggulítið af blásýru," bæt- ir Hanna María við. Leikritið hefur ekki verið sýnt hér á landi frá því það var frumsýnt í Iðnó árið 1947, en þá hafði nýlega verið gerð fræg híómynd eftir j)ví með Cary Grant í aðalhlutverki. Höfundurinn, Joseph Kesselring, skrifaði mörg leikrit um ævina en naut lítillar hylli fýrr en þetta eina verk sló svo rækilega f gegn fyrir rúm- um sextíu árum. Mortimer frændi þeirra systra, sem Olafur Darri Olafsson leikur, er einmitt leikhúsgagnrýnandi og greinilegt er á öllu að Kesselring hef- ur notið þess í hotn að ná sér niðri á þeirri stétt. Kesselring hefur líka notað tæki- færið til að gera grín að lýtalækning- um, en faðir hans var frægur skurð- Iæknir á sínum tíma og meðal jjcirra fyrstu sem sérhæfðu sig í lýtalækn- ingum. Þannig Ieikur Sigurður Karlsson morðingjann Jónatan, sem hefur þrisvar sinnum skipt um andlit til þess að forðast Iögregluna, en með þeim árangri að hann er einna helst farinn að Iíkjast Boris Karloff. „Þegar leikritið var fyrst sýnt á Broadway, j)á lék Boris Karloff sjálfur þetta hlutverk," upplýsir Hanna María. Þetta er sem sagt sprenghlægilegur gamanleikur með hrollvekjuívafi, og það er óspart gefið til kynna í upp- setningunni mcð skuggalegri leik- mynd, ljósaflökti og leikhljóðum sem ættuð eru beint úr gömlu hryllings- myndunum. Leikstjóri er Asdís Þórhallsdóttir, sem er menntuö frá Rússlandi og hefur m.a. unnið með leikstjóranum Rimas Tuminas við allar fjórar upp- setningar hans í Þjóðleikhúsinu. „Hún elskar leikhúsið svo djúpt og mikið að það er alveg dásamlegt að vinna með henni,“ segir Hanna Mar- ía. „Hún á örugglega eldd eltir að verða þekkt í f’ramtíðinni fyrir að fara troðnar slóðir." „Samt finnst mér Asdís ekki vera að fara nýjar leiðir til þess að fara nýj- ar leiðir heldur til að gera þetta skemmtilegra fyrir okkur öll,“ segir Guðrún. „Hún leggur mikla áherslu á persónusköpun leikarans og er alltaf að koma með einhverjar nýjar sögur." „Hún leggur áherslu á að hver per- sóna hafi sína sögu að segja. Það er hlúð að öllum, jafnt þeim smáu sem stóru.“ „Eg er alveg klár á því að þetta kemur mikið fram í sýningunni,“ bætir Guðrún við, „það er engu breytt, engum texta hnikað, en samt fær þetta einhverja fyllingu innra með leikaranum sem gerir gleðina miklu meiri \ið að leika.“ „Eg upplifði það nú á leikaraböll- unum í gamla daga, barnaböllunum, að þar var hún Asdís komin með syst- ur sinni með slaufu í hárinu,“ segir Guðrún ennfremur. „Pabbi hennar er Þórhallur Sig- urðsson," skýtur Hanna María inn í. „Nú er þetta barn sem var svo sæt elska farin að segja mér hvernig ég á að leika. Og ég tek |)ví vel, af því að hún hefur vit á þessu,“ segir Guðrún.. „Við megum kalla hana ‘leikstýrið’, af |)VÍ að hún er svo lítil," segir Hanna María. „Við höfum fengið formlegt leyfi til þess.“ Aðrir leikarar eru Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Theodór Júlíusson, Gunnar Hansson, Jón Hjartarson, Katla María Þorgeirsdóttir og Pétur Einarsson. Þórunn María Jónsdóttir gerði leikmynd og búninga. j MAÐUR VIKUNNAR ER ER NYR SILFURMAÐUR ! Jón Arnar Magnússon kom flestum á óvart með því að ná frábærum árangri á heimameistara- móti innanhúss um síðustu helgi. Þar gerði ~ - hann sér lítið fyrir og komast á verðlaunapall - gjörðist nýr silfurmaður íslendinga, en þann heiðurstitil hefur Vilhjálmur Einarsson haft einn manna í meira en fjörutíu ár. Með þessu afreki sýndi Jón og sannaði að hann er í fremstu röð íþróttamanna í heiminum í sinni grein og til alls líklegur á komandi árum. Fyrir þetta afrek telst Jón Arnar að sjálfsögðu maður vikunnar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.