Dagur - 17.03.2001, Blaðsíða 14
74
LAUGARDAGUR 77. MARS 2001
Kvíðaröskun meðal
barna og unglinga
Það getur verið bæði skiljanlegt
og eðlilegt að finna fyrir kvíða
stöku sinnum og margir kann-
ast eflaust við að þá tilfinningu.
Sumir tala um að fá hnút f magann þegar
þeir eru með kvfða, aðrir að þeir svitni og
enn aðrir að þeir hafi ekki getað sofið fyrir
kvíða. Þetta er allt fullkomlega eðlilegt svo
lengi sem ástandið er ekki viðvarandi, en
sumir geta verið sv'o kvíðafullir að það kem-
ur niður á flestu sem þeir taka sér f\TÍr
hendur og þegar kvíðinn verður yfirþyrm-
andi er talað um kvíðaröskun eða fælni.
Fleiri og fleiri börn og unglingar þjást af
kvíðaröskun, samkvæmt upplýsingum sem
fengust hjá Sigurbjörgu Marteinsdóttur
hjúkrunarfræðingi á Barna- og unglinga-
geðdeild Landspítalans (BUGL). Hún segir
að ekki séu til neinar mælanlegar tölur i
prósentum um kvíðaröskun hjá börnum og
unglingum, en miðað þá aukningu á komu
barna á BUGL við Dalbraut, þar sem hún
starfar, þá sé það hennar persónulega skoð-
un að um sé að ræða töluverða aukningu.
Sigurbjörg ásamt Steinunni Gunnlaugs-
dóttur sem einnig er hjúkrunarfræðingur
hafa nýlega gefið út bækling um kvíðarask-
anir hjá börnum og unglingum í samstarfi
við lyfjafy'rirtækisið GlaxoSmithKline. I
bæklingnum er Fjallað um algengustu kvíð-
araskanir sem komið geta fram á bernsku-
og unglingsárunum, svo sem almenn kvíða-
röskun, aðskilnaðarkvíðaröskun, þráhyggju-
og árátturöskun, áfallsstreituröskun og fé-
lagsfælni. Einnig segir Sigurbjörg að í bæk-
lingnum sé að finna spurningar fyrir for-
eldra og unglinga, sem hafa hugsanlega ein-
hvern grun um að barnið eða unglingurinn
sé haldin kvíðaröskun. Svarað er með já eða
nei og ef flestum spumingunum hefur ver-
ið svarað játandi, þá eru Ieiðbeiningar um
það hvað fólk á að gera í framhaldinu og
hvert á að leita.
Alvarlegt heilsufarslegt vandamál
Kvíðaröskun er alvarlegt heilsufarsvanda-
mál sem unnt er að meðhöndla. Mikilvægt
er að þeir sem þjást af völdum hennar leiti
sér aðstoðar, þar sem kvíðaröskun hefur
áhrif á hegðun, hugsanir og tilfinningar auk
Iíkamlegrar líðan þeirra sem við hana glíma.
Biif'lovr»Cr yöf %. 8 h rfH: f\ | T 11|H|
i i 1 w 11 \i I i .»
Á myndinni eru frá vinstri til hægri, Hadda Björk Gísladóttir, hjá GlaxoSmithKline, Steinunn Gunnlaugs-
dóttir og Sigurbjörg Marteinsdóttir, hjúkrunarfræðingar hjá BUGL.
Áður var talið að kvíðaraskanir hjá ungu
fólki væru eingöngu afleiðing óstöðugra eða
streituvaldandi fjölskylduaðstæðna. Nú er
vitað að svo er ekki.
Ymis áföll í lífinu geta stuðlað að kvíða-
röskunum en sterkar líkur bcnda til að erf-
iðir séu einnig mikilvægur þáttur. Með auk-
inni þekkingu hafa jafnframt komið í ljós
tengsl þeirra við efnafræðilegar breytingar í
líkamanum. Einkenni kvíðaraskana geta
komið fram fyrirvaralaust, en einnig er oft
hægt að tengja byrjun þeirra við streituvald-
andi atburði, eins og að skipta um búsetu
eða skóla.
Hvemig greina má kvíðaröskun
Auk þess sem fjallað er um einkenni helstu
kvíðaraskana, eru í bæklingnum góð ráð og
ábendingar um hvernig greina megi kvíða-
röskun frá streitu eða áhyggjum sem flest
böm og unglingar upplifa reglulega. Erfitt
er að meta hversu algengar kvíðaraskanir
eru hjá börnum og unglingum, þar sem
margt bendir til að aðeins hluti þeirra sem
þjást af völdum hennar leiti sér aðstoðar.
Sem dæmi má nefna að talið er að 1-3%
barna og unglinga þjáist af þráhyggju- og
árátturöskun. Jafnframt benda rannsóknir
til að ungir drengir séu um það bil tvisvar
sinnum líklegri en ungar stúlkur til að glíma
við slíka kvíðaröskun.
Bæklingurinn er þýddur og staðfærður úr
bæklingi bandarísku kvíðasamtakanna
(ADAA, Anxiety Disorder Association of
America) með tilskildu leyfi samtakanna.
Hjúkrunarfræðingarnir Sigurbjörg Mart-
einsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir
önnuðust um þýðingu og útgáfu en fag-
Iega ráðgjöf veitti m.a. Olafur O. Guð-
mundsson, yfirlæknir á Bama- og unglinga-
geðdeild Lansdspítalans. Myndskreytingu
annaðist Sara Vilbergsdóttir myndlistar-
maður.
Bæklingnum hefur nú verið dreift á
heilsugæslustöðvar og aðrar heilbrigðis-
stofnanir um land allt. Hann mun fljót-
lega einnig verða aðgengilegur á heima-
síðu Barna- og unglingageðdeildar Lans-
dspítalans (BUGL) á Landspítalavefnum,
sem og geðheilbrigðisvefnum persona.is.
---------------------Tkgttr
Heilsumolar
Of hátt kólesteról
- Hvers vegna verður hólesterólið ofhátt?
Maturinn sem við borðum, magn hans
og samsetning, hefur áhrif á hversu mikið
kólesteról er í blóðinu. En málið er flókn-
ara en svo að fæðan ein komi bér við sögu
því erfiðleikar skipta líka miklu máli eins
hafa ýmsir sjúkdómar áhrif á kólesteról
blóðs. Einnig hafa ýmsir þættir áhrif á
hlutfallið milli LDL- og HDL-kólesteróls -
og þar með á líkur á æðakölkun - án þess
að breyta heildarmagni kólesteróls. Tó-
baksnotkun lækkar þannig „góða“ HDL -
kólesterólið en íþróttaþjálfun hefur gagn-
stæð áhrif og hækkar hlutfall „góða“ kól-
esterólsins.
Ábending til reykingafólks
Þrátt fyrir að fæðan hafi mikil áhrif á kól-
esteról má ekki missa sjónar á mikilvægum
þætti þessa ntáls en það eru tóbaksreyking-
ar. Allir vita að tóbaksnotkun eykur líkur á
hjartasjúkdómum. Hitt vita færri að þeir
sem hæði reykja og eru með hátt kólester-
ól margfalda áhættuna. Þessi hópur gerir
sjálfum sér varla betri greiða en að segja
skilið við tóbakiö. Að því loknu má einbeita
sér að því að bæta mataræðið.
Bætt mataræöi
Það má lækka kól-
esterólið með ýms-
um ráðum, en eftir-
farandi atriði sldpta
meginmáli:
Smyrjum þunnu
lagi á brauðið, en
ekki með smjöri. Veljum undarennu í stað
mjólkur og borðum skyr án rjóma. Lögum
léttar sósur án þess að baka þær upp með
smjöri/smjörlíki og ijóma. Borðum frekar
físk í staðinn íyrir kjöt. Ut með eggja-,
rjóma- og rækjurétti. Djúpsteiktur matur
fer á bannlistann og héðan í frá steikjum
við aðeins upp úr matarolíu. Skömmtum
ríflega á diskinn og byijum á grænmetinu,
hrísgrjónununt
eða pastanu og
skiljum eftir
pínulítið pláss á
diskinum fyrir
kjötið eða feit-
metið. Sykur er
fitusnauð vara
sem hækkar ekki kólesteról, því er í lagi að
fá sér sultu eða hunang með kexi eða
brauði. Nartið í ávexti á milli mála, súkku-
laði-, kremkex og ís hækka kólesterólið.
Heimildir: Bæklingur um
kólesteról frá Manneldisráði.
Hreyfiskerðing og kynlíf
Nýlega las ég á
Netinu frásögn
um tæplega tví-
tugan strák sem
var mjög hreyfi-
hamlaður og
stjórnaði hjóla-
stólnum sínum
með tungup-
inna. Hann bjó
á sambýli og var
talinn afskap-
lega dagfar-
sprúður þar til einn daginn að
hann fór hann keyra á veggi,
húsgögn, pottaplöntur og allt
annað það sem á vegi hans varð.
Það var greinilegt að eitthvað
var að hrjá piltinn en hann átti
erfitt með tjáningu Ifka svo að
málið þótti hið erfiðasta. Svona
gekk þetta í einhverja daga þar
til starfsstúlka nokkur fékk
hann til að segja sér hvernig
stæði á látunum. Það kom í Ijós
að strákurinn var orðinn við-
þolslaus úr kynorku sem hann
hafði aldrei nokkurn tíma feng-
ið útrás fyrir. Ekki gat hann fró-
að sér sjálfur því hendur hans
voru lamaðar og því síður hafði
hann fengið tækifæri til að hitta
fólk við rómantískar aðstæður.
Eina líkamlega snertingin sem
hann „naut“ á sambýlinu, orð-
inn nítján ára gamall, var þegar
hann var baðaður, klæddur eða
skipt á bleyjunni hans.
Starfsstúlkan skildi pirring
drengsins mætavel og tók það
upp hjá sjálfri sér að fróa
stráknum með hendinni við og
við. Það er skemmst frá því að
segja að skapið skánaði til muna
hjá stráknum en fljótlega komst
þetta upp og stúlkan var rekin
með det samme og ákæríl fyrir
misnotkun á stráknum. Þetta
gerðist-í bæ sunnarlega í Amer-
íku en þar urn slóðir er sérstak-
lega illa séð að „svona fólk“ hafi
kynhvöt. Auðvitað má velta því
fyrir sér hvorum megin siðferð-
islínunnar stúlkan stóð með
þessum aðgerðum sínum.
Dálítið ýkt dæmi kannski en
KYIMLIF
Ragnheiöur
EiníksdóttiP
skrifar
Kynlíf virðist stundum bara vera ásættan-
legt hjá þeim sem eru ungir, grannir, helst
með beinar tennur, sólbrúna kroppa og
síðast en ekki síst með fulla hreyfigetu.
samt ágætt til að útskýra það að
hrcyfigeta hefur sjaldnast nokk-
uð með kynhvötina að gera.
Hreyfiskerðing er
HREYFIskerðing eins og orðið
gefur til kynna, en ekki kyn-
hvatarskerðing.
Hverjir mega?
Líf okkar í þessu nútímaneyslu-
samfélagi hefur sannarlega
áhrif á það hvað okkur finnst
um kynlíf ýmissa hópa. Þá á ég
sérstaklega við áhrif úr auglýs-
ingum bíómyndum og því öllu.
Ef við horfum á skilaboðin þar
er stöðugt verið að reyna að
korna inn hjá okkur skelfilega
þröngum ímyndum sent afskap-
lega lítil prósenta alvöru fólks
passar inn í. Auglýsingabrans-
inn notar einhverja milljarða á
hverju ári til aö segja okkur
hvernig við cigunt að vera, til
þess auðvitað að öðlast á endan-
um ævarandi hamingju. Kynlíf
virðist stundum bara vera
ásættanlegt hjá þeim sem eru
ungir, grannir, helst mcð heinar
tennur, sólhrúna kroþpa og síð-
ast en ekki síst með fulla hreyfi-
gefu. Það er eins og þeir sem
eru aðeins öðruvísi en þetta til
að mynda hreyfihamlaðir, feitir,
gamlir cða ljótir eigi ekki að
voga sér að hugsa um kynlíf
hvað þá að stundá það.
Þokkafulli djöfullinn
Myndin með pistli dagsins er af
Caroline Bowditch, ungri konu
sem er með osteogenesis imper-
fecta, sjúkdóm sem gerir öll bein
í líkanra hennar mjög brothætt.
Myndin er hluti af sýningu sem
er var í gangi í febrúar í Sydney í
Ástralíu. Þetta er Ijósntyndasýn-
ing sem sýnir myndir af fólki með
alls konar hreyfihömlun eða fötl-
un, líkamlega eða ancllega, og er
eiginlega þarná að koma út úr
skápnum sem kynverur. Þetta er
fólk sem er að fagna kynvit-
undsinni en það vill svo til að það
passar ekki inn í þröngu ímynd-
ina j>em flestum okkar finnst
þægilegust.
Ragnheiður Eiríksdóttir
er hjúkmnarfræðingur
og kynlífsráðgjaji á persona.is
4