Dagur - 17.03.2001, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 77. MARS 2001
^LlfJÐ 1 LAjJDJjJU /-
Pólitisk umræöa er orðin skelfilega innihaldslítil. Hún er oft skemmtiefni og persónuþvaður í fjölmiðlum, samanber Séð og heyrt menninguna. Mér finnst þetta óskemmtilegt.
í viðtali
ræðir Ágúst
Einarsson,
formaður
fram-
kvæmda-
stjórnar
Samfylkingar, meðal
annars um stöðu ís-
lenskra stjórnmála-
flokka, skort á inni-
haldsríkri pólitískri
umræðu, borgarmál og
framtíð Samfylkingar-
innar.
- Samkvæmt skoðanakönnunum
er staða Samjylkingarinnar ekki
nægilega góð, hver er skýringin?
„Þetta snýst um tvennt: trú
og trúverðugleika, sem okkur
hefur ekki enn tekist nægilega
vel að skapa okkur, en ég er
sannfærður um að það stendur
til bóta. 1 skoðanakönnunum
hefur fylgið yfirleitt verið 20-
25 prósent, sem er vitanlega
ekki nægjanlegt, en ég trúi því
að það aukist þegar líður á
haustið. Aðalatriðið er að fá
góða kosningu 2003. Mér
finnst formaður Samfylkingar-
innar vera vaxandi í störfum
sínum og það má bera hann
saman við Davíð Oddsson. Það
tók Davíð nokkuð langan tíma
að ná fótfestu, fyrst innan
borgarstjórnar og síðan í lands-
málunum. Hjá Össuri og Sam-
fylkingunni mun það líka taka
einhvern tíma, en allt stefnir í
rétta átt, enda eru stefnumálin
skynsamleg. Kjörtímabilið er
ekki hálfnað. „
- Hvað með aðra flokka?
„Staða annarra flokka er
mjög sérkennileg. Eg hef þá
kenningu að Framsóknarflokk-
urinn og vinstri grænir séu að
skipta á milli sín 30-35 prósent
fylgi og nú eru vinstri grænir
með góðan hluta af því. Mér
kæmi ekki á óvart þótt Fram-
sókn næði einhverju af því aft-
ur áður en kemur að kosning-
um og þetta verða kannski tveir
I 5 prósent flokkar.
Vinstri grænum hefur gengið
mjög vel og það er ekki síst því
að þakka að framganga Stein-
„Markmiðið er að
brjóta upp fjórflokka
kerfið og gera Sam-
fylkinguna að stórum
öflugum flokki sem
leiðir ríkisstjórn. Annað
verður bara framleng-
ing á núverandi
ástandi, steingeldu og
hugmyndasnauðu
valdakerfi sjálfstæðis-
og framsóknarmanna,
sem hafa stýrt landinu í
mjög langan tíma. Það
er þetta kerfi sem ég
skora á hólm.“
gríms og Ogmundar hefur verið
með ágætum. Þótt ég sé ekki
sammála skoðununr þeirra þá
finnst mér þeir hafa talað
skýrt, verið afdráttarlausir í
sinni afstöðu og að hluta til
náð að skapa flokki sínum trú-
verðugleika. Stefna þeirra er þó
aðeins ein, það er að vera á
móti. VG er einfaldlega aftur-
haldssamur framsóknarflokkur.
Það er opin gátt á milli
vinstri grænna og Framsóknar-
flokksins og það getur vel verið
að vinstri grænir verði hinn nýi
Framsóknarflokkur og Fram-
sóknarflokkurinn lendi undir í
þessari uppstokkun. Það er
mjög margt sem bendir til að
svo verði því Framsóknarflokk-
urinn er orðinn mjög lasburða
og ég sé ekki hvernig hann á að
ná sér aftur á flot. Hann er lít-
ill valdaflokkur, hugmyndalaus
og fylgislaus. Þessa dagana er
aðalumræðan í sambandi við
Framsóknarflokkinn kosningar
í forystu hans en þær kosning-
ar skipta engu máli, enda snú-
ast þær ekki um málefni og
enginn veit utan Framsóknar-
ílokksins hverjir gegndu þess-
um embættum. Þessar kosn-
ingar eru álfka merkilegar og
kosningar í húsfélagi.“
Pólitísk umræða
innihaldslítil
- Er pólítísk umræða á lslandi
ekki of útþynnt? Manni finnst
alllof oft að stjórnmálamenn
séu hara að blaðra.
„Pólitísk umræða er orðin
skelfilega innihaldslítil. Hún er
oft skemmtiefni og persónu-
þvaður í fjölmiðlum, samanber
Séð og heyrt menninguna. Mér
finnst þetta óskemmtilegt. Það
er áhyggjuefni að stjórnmála-
umræðan er orðin tal um sjálf-
sagða hluti, og þar vantar allar
hugmyndir. Hugmyndir eru
uppsprettan. I kjölfar hug-
mynda skapast umræða, eftir
umræðu mótast stefna og
stefna stuðlar að breytingum á
núverandi kerfi. Þetta er at-
burðarásin. Allt annað er orða-
gjálfur. Ef menn fara ekki
þessa leið í stjórnmálum þá eru
menn að viðhalda núverandi
ástandi. Varðhundar núverandi
kerfis, eins og Sjálfstæðisflokk-
urinn, vilja halda í hugmynda-
laust mynstur. Það hentar þeim
vel.
Stjórnmál eiga að snúast um
hugmyndir og það á að vera
ágreiningur um hugmyndir. Eg