Dagur - 17.03.2001, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 - 9
Guðbergur nefnir sérstaklega
eru hagstæð lán. Þá sé gott að
eiga góða að sem tilbúnir eru
að rétta hjálparhönd því f mörg
horn sé að líta á stóru búi.
Pylsusioppa
eoa blomabúð
Hvað með að fara út í verslun-
arrekstur? Margir eiga sér
draum um að reka litla verslun
eða sjoppu og selja þar kók og
pylsur. Reynir Þorgrímsson
hefur í áraraðir starfrækt Fyrir-
tækjasöluna í Reykjavík. 1
augnablikinu kveðst hann vera
með 250 fyrirtæki á skrá af öll-
um mögulegum stærðum og
misdýr í samræmi við það. „Eg
get selt þér sjoppu á eina og
hálfa milljón og blómabúð fyrir
sama verð. Eitthvað viðlíka
kostar lítið fyrirtæki sem ég er
nýbúinn að fá á skrá og sinnir
merkingum á vinnufatnaði og
er með lítils háttar innflutn-
ing,“ segir Reynir. - Hann segir
að í dag sé minni áhugi en oft
áður meðal fólks á því að fara
út í eigin rekstur. Með breyt-
ingum á fjármálamarkaði geti
fólk í ríkari mæli látið peninga
vinna fyrir sig en þurfi ekki að
vinna fyrir þeim - og eins sé at-
vinnuástand í landinu gott og
þá geti flestir gengið að öruggri
launavinnu í stað þess að þurfa
út í eigin starfsemi til að hafa í
sig og á.
„Eins og staðan er í dag þá
eru held ég flestar sjoppur
landsins reknar með tapi, eða
þá undir hælnum á stóru versl-
unarkeðjunum. Þær lifa á van-
anum. Margir eigendur þcirra
geta hvorki sclt verslanir sínar
né haldið áfram - en þrauka
þó. Eru í raun í hálfgerðu fang-
elsi,“ segir Reynir Þorgrímsson
og nefnir að býsna margir fari
út í eigin rekstur án þess að
hafa til þess burði. Séu fyrst og
síðast fylgjendur en ekki stjórn-
endur, eins og mikilvægt sé.
Krefiandi
og skemmtilegt
A síðasta ári keypti Inga Ein-
arsdóttir á Akureyri umboð
Laura Ashley verslananna á Is-
landi og rekur í dag tvær slíkar
verslanir; aðra í Reykjavík og
hina á Akureyri. Hún hafði
ekkert áður komið nærri versl-
unarrekstri en ákvað að láta
slag standa. Segir að þeir mán-
uðir sem af séu hafi verið eink-
ar lærdómsríkir og í mörg horn
sé að Iíta. „Þetta er ekki hara
að standa og veifa ávísanaheft-
inu eða standa og brosa á bak
við búðarborðið þegar við-
skiptavinir koma inn. Maður
þarf að ganga í öll störf,“ segir
Inga og bætir við að aðstoð
fjölskyldu sinnar við að koma
verslunarrekstrinum á laggirn-
Árni Þór Vigfússon,
sjónvarpsstjóri á Skjá einum.
Mikil tækifæri liggja í afþreyingar-
iðnaðinum.
ar hafi skipt sig miklu sem og
aðstoð frænku sinnar sem er
fatahönnuður með meiru og
heldur utan um verslunina í
Reykjavík. Sjálf er Inga leik-
skólakennari.
„Þetta er heimikil fjárfesting
og maður losnar ekkert út úr
þeim fjárskuldhindingum sem
maður hefur stofnað til strax á
morgun," segir Inga. Hún segir
að því sé mikilvægt að hafa
gott lánstraust í bönkum, en
einnig að þola sveiflur í inn-
komu og launum - sem oft geti
verið talsverðar í verslunar-
rekstri sem þessum. „I sjálfu
sér skiptir mig ekki svo ýkja
miklu máli hvort ég er sjálfs
míns herra, miklu frekar að
takast á við eitthvað sem er
krefjandi og skemmtilegt. Það
er ég svo sannarlega að gera
núna."
Mikil tækifæri
f afþreyingariðnaði
Þær atvinnugreinar sem hafa
vaxið hröðustum skrefum eru
tölvugeirinn, upplýsingatækni
og afþreyingariðnaður hvers
konar. Það íslenska fyrirtæki á
þessu sviði sem kannski hefur
vaxið hraðast að undanförnu er
Skjár einn. Arni Þór Vigfússon
sjónvarpsstjóri segir að mikil
tækifæri liggi í þessari grein og
vísar þar meðal annars til
kannana sem gerðar hafa verið
í Bandaríkjunum. Frítími fólks
sé jafnframt að aukast og þá
þurfi fólk einhverja dægradvöl.
í þessu liggja vaxtarmöguleikar
afþreyingariðnaðarins, segir
Arni Þór og segir að Skjár einn
hafi náð að fylla í opið gat sem
var á íslenska sjónvarpsmark-
aðnum. Að því leyti hafi stöðin
fariö í loftið á hárréttum tíma.
Ogjörningur er, að mati Arna,
að segja nákvæmlega til um
stofnkostnað í tölvu-, upplýs-
inga- og afþreyingargeiranum;
hann geti verið nokkuð hund-
ruð þúsund upp í fleiri hund-
ruð milljónir.
A síðustu mánuðum og miss-
erum hefur rekstur netfyrir-
tækja mjög átt undir högg að
sækja og þau hrunið í verði og
jafnvel farið í þrot. Arni Þór
segir þetta eðlilegt að einhverju
Ieyti, hæfustu fyrirtækin lifi og
skógurinn grisjist. Einnig verði
að hafa hugfast að þótt tæknin
sé komin verði önnur fyrirtæki,
sem nýta myndu sér þjónust-
una að vera í sama takti, eigi
netfyrirtæki að lifa. Þetta hafi
ekki alltaf verið gert.
„Undanfarin ár hefur orðið
mikil aukning í stofnun fyrir-
tækja á sviði tölvu, nets og fjar-
skipta," segir Sigurður Már
Jónsson blaðamaður á Við-
skiptablaðinu. „Greinilegt er að
menn hafa haft trú á að þar
Mín tilfinning að erfiðara að fá fé að
láni nú en fyrir einu og hálfu ári,
segir Tryggvi Tryggvason hjá
Landsbanka íslands hf.
Nú hafi hins vegar nokkuð
harðnað á dalnum og útlána-
stefnan einkennist af meiri var-
færni. Veð þurfi að vera betri
og rekstraráætlanir pottþéttar.
I svipuðum dúr talar Hólmar
Svansson framkvæmdastjóri At-
vinnuþróunarfélags Eyjafjarðar,
sem segir að ekki einasta hafi
lánamöguleikar þrengst á síð-
ustu mánuðum almennt, held-
ur séu peningastofnanir einnig
orðnar tregari til að lána til
uppbyggingar úti á landi. Meiri
veðkröfur séu gerðar og meiri
varúðar sé gætt „ ... gagnvart
safnheitinu landsbyggð en
Reykjavíkursvæðinu," eins og
Hólmar kemst að orði.
Þroskfrávik
og frjótt ímyndunarafl
Á síðasta ári voru 2.120 ný
hlutafélög og einkahlutafélög
stofnuð á lslandi og það er
13,6% aukning frá árinu áður.
Og hverjir eru svo líklegastir til
að stofna til eigin rekstrar eða
eru bestu frumkvöðlarnir. „Það
hefur verið sagt að hestu frum-
kvöðlarnir séu óhefðbundnir,"
segir Bergsteinn Einarsson.
„Margir góðir atvinnurekendur
hafa oft einhvern persónuleika
og þroskafrávik sem skapar
þeim sérstöðu, áræði og kjark.
Ungir menn í dag eru líkari
innbyrðis og betur menntaðir
en áður var en ákveðinn
bísness-ímynd er „inn“ eins og
sagt er. Allt á að vera svo fyrir-
hafnarlaust og skjótfengið."
Að verða kóngur í ríki sínu,
einyrki sem verður að auð-
manni og hefur hundrað
manns í vinnu. Er þetta ríkj-
andi element í íslensku þjóð-
arsálinni? „Einyrkjalífið virðist
höfða til margra Islendinga,
hvað sem veldur. Má vera að
það sé stærð landsins og þau
fjölmörgu tækifæri sem hér
hjóðast. Islendingar virðast upp
til hópa vera einstaklings-
hyggjumcnn, með frjótt ímynd-
unarafl og mikla athafnaþrá.
Hugsanlegt er að það sé vegna
þess' hve lengi skorti miðstýr-
ingu í samfélaginu og stofn-
anavæðingin var lítil," segir
Sigurður Már Jónson. „Vissu-
lega finnast þess dæmi að
menn sem fyrir fáum árum
lögðu af stað með tvær hendur
tómar hafði komist í góð efni,
þó Ijóst sé að ekki ná allir höfn
sem fara út í eigin rekstur. Það
eru í raun ekki nema 10 ár síð-
an Jóhannes í Bónus, Arngrím-
ur í Atlanta og Eiríkur Sigurðs-
son í 10-11 fóru af stað og allir
höfðu þeir orðið fyrir skakka-
föllum fyrr í sínum rekstri.
Þetta eru stóreignamenn í dag.
En yngra fólk hefur hafið
tölvurekstur eða byrjað í fjöl-
miðlum eins og eigendur OZ
og Skjás 1 hafa gert. En hér er
tíminn kannski afstæð stærð."
Bjartur og þjóðarsálin
En hversu sterkur er andi Bjarts
í Sumarhúsum f íslenskri þjóð-
arsál. „Það er merkilegt með
Bjart að hann er eiginlega dreg-
inn út úr íslenskri þjóðarsál en
um leið hefur hann mótað hana.
Því vitum við eiginlega ekki hvor
kom á undan; Bjartur eða þjóð-
in. En hann er sérvitur," segir
Einar Már Guðmundsson rit-
höfundur. „Við sjáum oft athafn-
ir manna í Ijósi Bjarts. Hugsun-
arháttur einyrkjans er sagður
nokkuö lýrirfcrðarmikill á meðal
okkar - og menn sem fara sínar
eigir leiðir eru skemmilegir, að
minnsta kosti á prenti."
„(slendingar virðast
upp til hópa vera
einstaklingshyggju-
menn, með frjótt
ímyndunarafl og
mikla athafnaþrá.
Hugsanlegt er að
það sé vegna þess hve
lengi skorti miðstýr-
ingu í samfélaginu
og stofnanavæðingin
var lítil
bönkum og fjármálastofnunum
um þessar mundir. Eru þau
áfjáð í að lána mönnum pen-
inga til atvinnustarfsemi; koma
nýrri starfsemi á laggirnar.
„Mín tilfinning er sú að það sé
erfiðara að fá fé að láni í dag,
en var til dæmis fyrir einu og
hálfu ári,“ segir Tryggvi
Tryggvason, forstöðumaður
fjármálamarkaða hjá Lands-
banka Islands hf. Hann segir
að með hlutafjáraukningu í rík-
isbönkunum fyrir nokkrum
misserum og stofnun Nýsköp-
unarsjóðs um líkt og leyti hafi
þær lánastofnanir verið nánast
fullar af peningum - og stjórn-
endur verið fúsir að lána þá út,
meðal annars til uppbyggingar
í áhættusömum atvinnurekstri.
„Þetta er heilmikil fjárfesting og maður losnar ekkert út úrþeim fjárskuld-
bindingum sem maður hefur stofnað til strax á morgun, “ segir Inga Einars-
dóttir á Akureyri sem hefur umboð Laura Ashley verslananna á íslandi og
starfrækir tvær verslanir undirþeirra nafni.
mynd: brink.
væru tækifæri. Á sama tíma
hafa fáir reynt fyrir sér í rekstri
matvörubúða! Það er eðli
sprotagreina að menn þyrpast
inn í þær en þegar frá líður
hafa gjaldþrot, sameiningar og
aðrar „náttúrulegar" hagræð-
ingaraðgerðir þjappað markað-
inum saman. Þá koma bara
nýjar sprotagreinar."
Fullir bankar
af peningum
En hvernig stendur í bólið hjá
„Athafnafrelsi ungra
manna hefur fyrst
og fremst lagst af í
sjávarplássum og
sveitum, sem ætti að
vera umhugsunarefni
þeim sem halda á
byggðamálum."
„Menn sem fara sínar eigir leiðir
eru skemmilegir, að minnsta kosti
á prenti," segir Einar Már
Guðmundsson.
„Margir góðir atvinnurekendur hafa
oft einhvern persónuleika og
þroskafrávik, “ segir Bergsteinn Ein-
arsson, framkvæmdastjóri Sets hf.