Dagur - 17.03.2001, Blaðsíða 23

Dagur - 17.03.2001, Blaðsíða 23
•V v \I HY'.VAa'O' X^wr. LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 - 23 SKAKMOLAR UMSJON: HALLDÓR B. HALLDÓRSSON T.R meistari! Mesta spenna sem sést hefur á Islandsmóti skákfélaga frá upp- hafi var um síðustu lielgi þegar T.R og Hellir börðust hatramm- lega um titilinn. fvrir síðustu umferðina hafði T.R. 1 ‘A vinn- ings forskot á Helli en vitað var að það yrði á brattann að sækja fyrir T.R. þar sem þeir áttu eftir nautsterka Akureyringa á með- an Hellir tefldi gegn Taflfélagi Garðabæjar. Umferðin byrjaði rólega en fljótlega fóru þó blut- irnir að gerast. T.R. missti niður '/ vinning þegar Björgvin Jóns- son gerði jafntefli við Gylfa Þórhallsson en Hellir byrjaði á að vinna nokkrar skákir. Útlitið var ekkert sérstakt hjá T.R. þeg- ar Jóhann og Margeir sömdu á fyrsta borði eftir mikinn barn- ing því að ljóst var að Robert Aastrom myndi eiga erfitt með að vinna Askel Orn Kárason forseta S.í. og Sævar Bjarnason var með verra gegn Torfa Stef- ánssyni. Hellir vann hverja skákina á fætur annarri og ljóst var að 8-0 sigur myndi færa þeim titilinn en þá kom bakslagið. Davíð Kjartansson var yfirspilaður af Kjartani Thor Wikfeldt. T.R. - ingar vissu nú að þeir máttu missa 2 vinninga niður og nú voru bara tvær fyrrnefndu skák- irnar eftir. Þeir gripu því til þess ráðs að bjóða jafntefli í báðum viðureignum f einu. Eftir nokkra umhugsun hafnaði Gylfi Þórhallsson liðsstjóri S.A. boðinu og stuttu síðar vann Torfi Sævar og Aastrom og Askell gerðu jafntefli. Athyglin beindist því öll að Hannes Hlíf- ari og Ian Rogers á fyrsta borði hjá Helli-T.G. og var Hannes peði yfir í hróksendataíli. Hannes reyndi allt hvað hann gat til að vinna en allt kom fyrir ekki, jafntefli varð niðurstaðan og T.R.-ingar ærðust af fögn- uði. T.R. sigraði því í keppninni með 43 vinnínga, hálfum vinn- ing á undan Helli. Skákfélag Akureyrar hafnaði svo í þriðja sæti enn eitt árið með 32'A en næstu sveitir voru Iangt þar á eftir. I annarri dcild sigraði Taflfélagið Grandrokk eftir æsispennandi lokaumferð en fyrir hana höfðu þeir jafnmarga vinninga og Skákdeild Bolung- arvíkur. Grandrokk sigraði hins vegar 6-0 í síðustu umferð en Bolungarvík 5-1 og Grandrokk teflir því í fyrstu deild að ári. I þriðju deild vann Taflfélag Vest- mannaeyja en þeir urðu 2 vinn- ingum á undan Taflfélagi Dal- \ríkur. 1 fjórðu deild komst C- sveit Grandrokkara upp eftir hreina úrslitaviðureign við D- sveit S.A. þar sem Grandrokk- arar unnu með minnsta mun eftir æsispennandi viðureign. Jón Viktor Gunnarsson varð svo hraðskákmeistari Islands sem haldið var í kjölfarið eftir ein- vígi við Björn Þorfinnsson sem varð annar. Bragi bróðir hans varð svo þriðji. Guðmundur Gíslason tefldi á fyrsta horði með Bolungarvík í annarri deild og hafði hvítt í þessari stöðu gegn Torfa Leó- syni. 27.Hxb7! Kxb7 28.Db3+ Rb6 29.DF7+ Ka6 30.b4! Db5 31 ,c4 Dxc4 32.Dxg7 He8 33.Bxc6 Hb8 34,b5+ Dxb5 35.Bxb5+ og svartur gafst upp skömmu síðar. FII\IA QG FRÆGA FDLKID Diana hafði hu Díana prinsessa sýndi á sínum „raunverulegan áhuga" á því að leika í kvikmynd sem væri fram- hald af myndinni „Bodyguard“ sem kom út árið 1992, að því er hinn heimsþekkti Hollywoodleik- ari, Kevin Costner sagði í sjónvarpsviðtali sem tek- ið var við hann. ,,Eg átti í viðræðum við Di prinsessu nokkrum sinnum. Ég útskýrði fyrir henni að ég vildi gjarnan búa til þessa mynd fyrir hana og hún sýndi því raun- verulegan áhuga," sagði Cöstner í sam- tali við hinn þekkta sjónvarpsmann Michael Parldnsson á dögunum. Costner sem var í London til að kynna nýjustu mynd sína „Thirteen days“, sagði að Díana liafi ekki verið búið að taka af skarið um hvort hún ætlaði að __________ skella sér út í þetta ævintýri, en hann hafi séð það greinilega að hún hafi verið talsvert spennt fyrir þessu. Hún var búin að fá endanlegt handrit í hendurnar daginn sem hún lést f hinu hörmulega bílslysi í París í ágúst 1997. „Eg varð gjörsamlega lamaður við þær fréttir," segir Costner, „því hún var dásamleg kona og er okkur öllum mikill harmdauði." Diana Spencer hefði eflaust getið sér gott orð á hvíta tjaldinu, en því miður entist henni ekki aldur til þess að leika í kvikmynd. Kevin Costner segir að Diana hafi verið spennt fyrir að leika í framhaldi af „Bodyguard" BARNAHORNID Bannað innan 7 ára! Hér er þraut fyrir krakka yngri en 7 ára. Þessi duglega kona er að skúra gólfið heima hjá sér en hún er búin að týna skúringafötunni. Getur þú hjálpað henni að finna hana? Aðeins tveir alveg eins Þessar japönsku konúV virðast í fljótu bra'gðf allar eins, en þegar betur er’ áð gáð þá eru einungis tvær þeirra alveg eins. Getur þú fundið út hverj- ar þær eru? Svo er tilvalið að lita myndirnar með trélitum á eftir. Brandarar Maður nokkur korri inn í verslun sém seldi not- uð raftæki, virti þar fyrir sér sjónvarp um stund og spurði síðan afgreiðsludömuna: „Er það mikið notað?“ „Nei, alls ckki,“ svaraði afgreiðsludaman. „Það er bara einn búinn að Horfa á þetta sjón- varp.“ Flugfreyjan við Bjarna Austlirðing sem var að fara í sína fyrstu flugferð: „Jæja, Bjarni niinn, spenntu nú beltið." „O; ætli ég láti ekki bara axlaböndin duga,“ svarði Bjarni um hæl. STJORNUSPA Vatnsberinn Þú ferð á árshátíð KEA í kvöld. Þar verður ekki þver- fótað fyrir þraut- leiðinlegum Þing- eyingum. Fiskarnir Það græðir enginn til lengdar á klúr- heitum og klámi. Brókvitið verður ekki í askana látið. Hrúturinn Rauðir pennar og svartar fjaðrir eru draugar fortíðar. Timi bréfaklemm- unnar er kominn og þú átt leik. Nautið Þú ert ekki bara á eftir þinni samtíð, þá ert langt á eftir þinni fortíð! Tvíburarnir Frummat á um- hverfisáhrifum þínum liggur fyrir og niðurstaðan er sú að nærvera þín sé yfirieitt ekki umhverfinu til hagsbóta. Krabbinn Guðni sigrar ör- ugglega, sömu- leiðis Siv, Jónína má vel við una en Ólafur Örn ekki. Ljónið Gerðu upp þína framsóknarfortíð og dragðu ekkert undan. Haltu svo ótrauður áfram hina leiðina. Meyjan Danskir eru dagar þínir, byggð min i norðrinu. Þú ferð heim til Akureyrar í dag. Vogin Fjölómettuð fitu- sýra kemur ekki •. að gagni í þínu •tilfelli.en sletta af Jolly Cola gæti ' dugað. Sporðdrekinn Stundum. gildir ; farmiðirin,aðeins aðra leiðina. Og ■ ekki liggja allar ■ leiðir til Raufar- hafnar. Bogamaðurinn Díana mætir ekki á barlnn í kvöld því Skuggi er í bófahasar í Bururidi. Nú er tækifærið. Steingeitin Tíminn með fjöl- skyldunni er dýr- mætari en allt annað. Ekki setja viðskiptin í fyrsta sæti. %

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.