Dagur - 17.03.2001, Blaðsíða 7
lDjjg^wiir
LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 - 7
fyrirlít stjórnmál sem snúast
aðeins um vinsældamat þeirra
einstaklinga sem í þeim starfa.
Eg held að markaðskerfið hafi
rænt stjórnmálamenn stórum
hluta af völdum þeirra, og ég
sé ekkert athugavert við það.
Eitt það alskemmtilegasta
sem er að gerast í stjórnmálum
hér á landi er atkvæðagreiðslan
um flugvöllinn þar sem fólkið
sjálft tekur ákvörðun en er ekki
eins og í gamla daga einungis
að greiða atkvæði um hundinn,
prestinn og brennivínið. Við
eigum að færa vald og ákvarð-
anir frá kjörnum fulltrúum til
fólksins."
- Eru möguleikar einstak-
lingsins að minnka?
„Hvaða möguleika á cinstak-
lingurinn í valdakerfi landsins?
Það var óhugnanlegt að verða
vitni að viðbrögðum forsætis-
ráðherra við dómi Hæstaréttar,
ekki vegna þess að hann hefði
skoðun á dómnum, heldur
hvernig framkvæmdavaldið
réðst á eina valdastoð kerfisins.
Aðskilnaður valdaþáttanna á að
vera vörn borgaranna en ekki
tæki valdastéttarinnar. Það er
ógeðfelld tilhugsun að geta
ekki treyst íslensku lýðræðis-
kerfi vegna hættu á valdbeit-
ingu. Hinn langi valdatími
Sjálfstæðisflokksins hcfur leitt
til þess að valdamönnum innan
flokksins finnst að þeir og vald-
ið séu eitt. Eg held að Sjálf-
stæðisflokkurinn eigi eftir að
fara illa út úr næstu kosning-
um vegna þess að almenningur
muni átta sig á því að foringjar
flokksins setja samasemmerki
milli sín og valdsins.
Eg er mikill Evrópusinni og
nú eru komin viðbótarrrök,
sem eru að réttarkerfi Evrópu-
sambandsins er orðið vörn
gegn túlkun forystumanna rík-
isstjórnarinnar á íslensku rétt-
arkerfi. Reyndar tel ég að víg-
línan í stjórnmálum næstu ára
liggi einkum í afstöðunni til
ESB.“
- Hvað um pólitíska framtíð
Davíðs Oddssonar?
„Ég veit ekki hvort hann fer í
kosningarnar 2003, en ef hann
gerir það held ég að hann tapi
þeim. Ég held að hann stefni
mjög ákveðið á að komast á
Bessastaði þegar Olafur Ragn-
ar hættir, hvenær sem það nú
verður. Þar hekl ég að hann
vilji ljúka ferli sínum, en í póli-
tík er hann að nálgast enda-
skeiðið. „
Menntakerfið
er jöfnunartæki
- Hver eiga að verða helstu
stefnumál Samfylkingarinnar?
„Nútíma jafnaðarmennska
snýst um tvennt; að gera fólk
hamingjusamt og konia í veg
fyrir fátækt. Við stöndum
frammi fyrir alveg nýjum að-
stæðum í þeim efnum. Mis-
skiptingin um allan heim er að
aukast, þeir ríkari eru að verða
ríkari og þeir íatækari eru að
verða fátækari. Milljarðar
manna líða skort og milljónir
manna deyja úr hungri. Við
höfum skuldbindingar gagnvart
umhverfinu og eigum að sýna
umburðarlyndi og tillitssemi
sem á rætur í kristinni trú og
öðrum trúarbrögðum. Hug-
myndafræði manngæsku og
velvilja gagnvart nágrönnum
okkar er lífsnauðsyn, því ef við
náum ekki tökum á misskipt-
ingu gæðanna, gífurlegri fólks-
fjölgun og erfiðum umhverfis-
vandamálum þá er mjög líklegt
að það verði óbyggilegt hér á
Árangursríkt
R-lista samstarf
- Víkjum aðeins að borgarmál-
um og þessari hugmynd að
Björn Bjarnason leiði horgar-
stj órnarflo kk Sjálfstæðisflo kks-
ins.
„Mér finnst framganga
Björns í þessu máli vera hnífs-
tunga í bak Ingu Jónu. Ef
Björn fer fram, sem ég held
reyndar að hann muni ekki
gera, þá tel ég að hann tapi illi-
lega fyrir Ingibjörgu Sólrúnu
og verr en Inga Jóna myndi
gera. Annars er Björn í mínum
huga ekki annað en framleng-
ing á þeirri hugmyndafræði
valdbeitingar sem hefur ein-
kennt tímabil Davíðs Oddsson-
ar.“
- Af hverju heldurðu að Björn
myndi tapa illilega fyrir Ingi-
björgu Sólrúnu?
„Björn er vissuiega flinkur
bardagamaður en hann á ekki
gott með að fá fólk til liðs við
sig. Svo hefur Ingibjörg Sólrún
staðið sig afburða vel og er
óumdeilanlegur foringi í borg-
armálum í Reykjavík og það
mun ekkert breytast. Menn
spyrja hvort Ingibjörg Sólrún
sé á leið í landsmálin. Eg er
ekki viss um það, því ég held
að hún sé að upplifa eins og
Davíð Oddsson á sínum tíma
að þykja mjög gaman að vera
borgarstjóri. Hann sagði það
hafa verið erfiða ákvörðun að
yfirgefa borgarmálin. Þeir sem
þekkja til sveitarstjórnarmála
vita að þau eru mjög skemmti-
leg í samanburði við lands-
málapólitíkina. Við höfum
dæmi um marga bæjarstjóra
sem hafa beinlínis ákveðið að
fara ekki í landsmálin, þótt þeir
hefðu auðveldlega getað komist
inn á þing, menn eins og Sig-
urgeir Sigurðsson bæjarstjóri á
Seltjarnarnesi og Ellert Eiríks-
son bæjarstjóri í Reykjanesbæ.
Sveitarstjórnarforingjarnir sjá
sér meiri akk í því að vera
höfðingjar í héraði í stað þess
að fara inn á svið Iandsmála
þar sem áhrif stjórnmálamanna
fara minnkandi. En það er líka
áhvggjuefni að fá ekki inn í
landsmálin röggsama foringja
úr sveitarstjórnum."
- Finnst þér ólíklegt að R-list-
inn klofni og einstakir flokkar
fari í sérjramboð ?
„Ég sé erigin teikn um að R-
listinn klofni. Stuðningsmenn
Samfylkingarinnar, Framsóknar-
flokks og vinstri grænna vilja að
Ingibjörg Sólrún leiði listann
áfram. Ef einhverjir flokksgreif-
ar, sem eingöngu hugsa um eig-
in hag, færu út í sérframboð
með sinn flokk þá efast ég um
að þeir myndu ná inn einum
einasta manni. Það má ekki
gleyma því að fólkið í Reykjavík-
urlistanum hefur starfað árang-
ursríkt saman í sjö ár. Eg tel
engar líkur á að samkomulag
náist ekki um uppstillingu. Það
fer einhver smápóker í gang á
næstu mánuðum en niðurstaðan
verður sú að Samfylkingin,
Framsóknarflokkur og vinstri
grænir bjóða frani undir merkj-
um Reykjavíkurlistans."
Nú ert þii mikill eldhugi í
pálitík, langar þig ekki aftur á
þing?
“Nei. Það er út af fvrir sig
skemmtilegt að vera á þingi en
í mfnum huga er það ekki
draumastarf. Mig langar hrein-
lega ekki til að gera þing-
merinsku að lffsstarfi og hingað
til hef ég alltaf gert það sem
mig langar tii, það á við pólitík
eins og annað.”
jörðinni eftir 200-300 ár.
Það er frálcitt að eftirláta
markaðshagkerfinu að leysa öll
þessi vandamál eins og hægri
menn vilja. Það þarf sterkt rík-
isvald til að tryggja sterka inn-
viði eins og réttlátt dómskerfi,
góðar samgöngur, öflugt
menntakerfi og jöfn tækifæri.
Ég vil markaðshagkerfi en ekki
markaðssamfélag. Það á að
berjast gegn græðgi.
Það er engin vandi að yfir-
færa þessa alþjóðlegu hugsun
jafnaðarmanna á íslenskt sam-
félag þar sem margt fólk á
erfitl uppdráttar. Hið nýja jöfn-
unartæki er menntakerfið,
vegna þess að sá sem verður
ómenntaður eftir fimm eða tíu
ár mun verða í láglaunastörf-
um. Það er Ijóst að ísland býr
við mun lakara velferðar- og
menntakerfi en aðrar Norður-
Iandaþjóðir. Lífskjör hér á
landi eru sögð góð að meðal-
tali, en af hverju er það? Það er
vegna þess að við vinnum 30
prósent meira en aðrar þjóðir.
Þetta er ekki sú framtíð sem ég
vil börnunum mínum. „
- Af hverju hefur þetta ekki
tekist?
„Sósíaldemókratískar hug-
myndir hafa aldrei fengið að
„Framsóknarflokkurinn
er orðinn mjög las-
burða og ég sé ekki
hvernig hann á að ná
sér aftur á flot. Hann er
lítill valdaflokkur, hug-
myndalaus og fylgis-
laus. Þessa dagana er
aðalumræðan í sam-
bandi við Framsóknar-
flokkinn kosningar í
forystu hans en þær
kosningar skipta engu
máli, enda snúast þær
ekki um málefni og
enginn veit utan Fram-
sóknarflokksins hverjir
gegndu þessum emb-
ættum. Þessar kosn-
ingar eru álíka merki-
legar og kosningar í
húsfélagi.“
vera í forystu hér á landi og
það er þess vegna sem við
búum ekki við sömu velferð og
aðrar Norðurlandaþjóðir. Þessu
breytum við ekki nema Sam-
fylkingunni takist það ætlunar-
verk sitt, að verða 35 prósenta
flokkur og leiða ríkisstjórn.
Þess vegna er ég í pólitík. Það
er til að Samfylkingin verði
stór jafnaðarmannaflokkur og
forystullokkur en ekki einhver
hækja fyrir valdastóla sérhags-
rnuna."
- Utilokar Samfylkingin ríkis-
stjórnarsamstarf við Sjálfstæðis-
flokkinn?
„Við útilokum ekkert í því
sambandi. Slíkt væri ólýðræðis-
legt, en líkurnar á því eru hins
vcgar nær engar. Þessir tveir
flokkar eiga að vera andstæður.
Markmiðið er að brjóta upp
fjórflokka kerfið og gera Sam-
fylkinguna að stórum öflugum
flokki sem leiðir ríkisstjórn.
Annað verður bara framlenging
á núverandi ástandi, steingeldu
og hugmyndasnauðu valdakerfi
sjálfstæðis- og framsóknar-
manna, sem hafa stýrt landinu
1 mjög langan tíma. Það er
þetta kerfi sem ég skora á
hólm.“
„Ég er mikill Evrópusinni og nú eru komin viðbótarrrök sem eru að réttarkerfi Evrópusambandsins er orðið vörn gegn túlkun
forustumanna rikisstjórnarinnar á isiensku réttarkerfi